Samvinnan - 01.08.1971, Side 3
Borgarnesi, 2. júlí 1971.
Herra ritstjóri.
Varla verður um það deilt,
að Samvinnan er eitt fjöl-
breyttasta tímarit, sem út er
gefið á íslandi. Auk þess er
aðalstyrkur þess fólginn í
tvennu: mikilli hugkvæmni og
góðu skipulagi. Fjölmörg þjóð-
mál eru tekin þar til ítarlegrar
athugunar, greind skipulega í
flokka og um þau fjallað af
ýmsum glöggskyggnum mönn-
um. — Og pappír, prentun og
prófarkalestur er allt fágæt-
lega vandað.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Svo sem fram hefur kom-
ið í bréfum frá lesendum, fær
Samvinnan ekki einróma lof.
— Ég hef verið kaupandi
hennar um fjölda ára, trúað á
getu hennar til góðra hluta og
óskað veg hennar sem mestan.
— Hins vegar verð ég oft fyrir
allbeizkum vonbrigðum. Er
margt látið fljóta með inn í
ritið, sem þangað á ekkert er-
indi. — Frjálslyndi er yfirleitt
afbragðs kostur. En jafnvel þar
verður að gæta nokkurrar var-
úðar, og t. d. í þessu falli er
ekki hægt að hleypa inn í ritið
orðglöðum mönnum, sem ekk-
ert hafa fram að færa, er að
gagni megi koma, engan lífs-
neista, er vísi almenningi leið
til hárra sjónarmiða.
Ýmsir annmarkar Samvinn-
unnar eru í mínum augum
mjög augljósir. En ég lít svo á,
að hjá þeim megi að mestu
sneiða með lítilli fyrirhöfn. Þó
að ég sé ekki spámaður, vil ég
drepa hér á nokkur atriði:
1. Þegar ritstjórinn pantar
greinar um ákveðið efni, liggur
beint við að fara þess á leit við
greinarhöfunda, að þeir láti
skoðanir sínar í ljós í sem
stytztu máli. Ljóst er, að á þess-
um tímum hraðans eru lang-
lokugreinar ýmist illa lesnar
eða alls ekki. Þegar oröa-
flaumurinn er óskaplegur, get-
ur oft reynzt erfitt að draga
höfuðatriðin í land. Ýmsum
þessara rithöfunda hættir til
að sjóða tíu súpur af einum
kjötbita. En þá er komið að
þeirri spurningu, hvort ekki sé
hér um afturför að ræða. Á
þennan hátt voru hvorki ís-
lendingasögurnar né þjóðsög-
urnar skrifaðar. Þar er yfirleitt
ekkert orð of eða van. Er
mönnum að verða um megn að
birta skoðanir sínar í stuttu,
en skýru máli? Langhundarit-
gerðir verða meira og minna
leiðinlegar, og ná síður en svo
tilgangi sínum.
2. Ég hef ávallt talið það sem
sjálfsagðan hlut, að Samvinn-
unni bæri aö vera „sverð og
skjöldur" samvinnumanna og
starfsemi þeirra, reka erindi
þeirra i sókn og vörn. En í því
efni sjást fá sverð á lofti, ef
litið er yfir síður Samvinnunn-
ar hin síðari ár. Skilmerkileg-
ustu greinar á þeim vettvangi
tel ég vera „Goðsögnin um
einkaframtakið" eftir ritstjór-
ann og „Unga fólkið og sam-
vinnuhreyfingin“ eftir Baldur
Óskarsson. Vel mættu fleiri
slíkar fara á eftir.
Ef til vill megum við eiga
von á að fá á næstunni eitt
hefti Samvinnunnar, sem að-
allega væri helgað samvinnu-
málum. Það væri ekki úr vegi,
enda ekkert hégómamál. Sam-
vinna og samhjálp er meira
virði en margur gerir sér að
fullu grein fyrir. Og er ekki
einmitt brýn nauðsyn að opna
augu almennings fyrir þessari
staðreynd?
3. Um ljóðin, sem birtast í
flestum heftunum, er bezt fyrir
„aldamótamann" að tala sem
fæst. Vel kann að vera, að í
þeim felist einhver list og speki.
En þar sýnist ýmsum, að
stundum sé þar varla bitastætt.
En framar öllu öðru einkenn-
ast flest þessara núljóða af
þróttleysi, skorti á karl-
mennsku. Þar ríða engar
„hetjur um héruð“ á Pegasusi.
Þar fer enginn Grímur eða
Bjarni.
Og hvað er um prósaljóðin
að segja? Ég held, að þeim
fylgi aðeins pappírseyðsla.
4. „Þrjár sögur“ í 3. hefti þ.
á. hljóta að vissu leyti að telj-
ast utan siðgæðismarka. Þar
fyrirfinnast orð, sem ekki er
hægt að vitna til sökum þess,
að þau eru ekki prenthæf. —
Á einum þessara höfunda „vit-
um við engin deili,“ segir rit-
stjórinn. Svo hefði bezt farið
um þá alla.
5. Þá eru það „Rellurnar"
hans Flosa. Allar horfur eru á
því, að úr honum eigi að gera
rithöfund. En það tel ég illa
farið vegna hans sjálfs. En
með því að úthluta honum
vlrðulegan sess í hverju hefti
og láta hann dansa þar á flug-
hálum og glansandi pappír, þá
er hann víst farinn að trúa því
sjálfur, að hann sé orðinn rit-
höfundur. Og það er meinið. —
Þegar hann fyrst komst á
snoðir um þessa hæfileika, má
hugsa sér, að hann hafi glápt
út í loftið og sagt við sjálfan
sig: „Tja, ekki vissi ég þetta."
Allt, sem hann skrifar, er
hræringur af misheppnaðri
fyndni og alvöru. En þó tekur
út yfir allan þjófabálk, þegar
hann þykist þess umkominn að
/r
Geriö Frigor frystikistu að foróa-
búri fjölskyldunnar. HagstæÖ verð!
Staðgreiðslu-afsláttur!
Góðir greiðsluskilmálar!
2}/u££6a/u^é/a/t A/
RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23, SÍMI 18395
J i» i' j n i
STÆRÐIR
3