Samvinnan - 01.08.1971, Side 10

Samvinnan - 01.08.1971, Side 10
"^ai^_____________________________ Það virðist vera almæit orðið, að íslenzk tunga sé komin I ógöngur og henni sé bráð hætta búin af þeirri þróun sem nú á sér stað og hefur átt sér stað á undanförnum árum. Kveður svo rammt að þessu, að ýmsir mætir menn, að vfsu komnir af léttasta skeiði, hafa haldið þvi fram við mig í fúlustu alvöru, að þau hefti Samvinnunnar sem að meginefni voru skrifuð af ungu fólki (1. hefti 1970 og 1. hefti 1971) hafi verið þeim að mestu óskiljanleg af málfarslegum ástæðum; tungan sem yngri kynslóðir noti sé eldra fólki algerlega framandi og að verulegu leyti óskiljanleg. Þóttu mér þessar yfirlýsingar ailfróðlegar, þó ég drægi sannleiksgildi þeirra i efa með sjálfum mér, og afréð að fá málið rætt. En þar sem torvelt mun reynast að gera viðhlítandi könnun á málfarslegum kyn- slóðaskilum [slendinga, hefur sá kostur verið valinn að fá nokkra fróða menn til að fjalla um ýmsa þætti tungunnar einsog hún er nú, rekja þróun hennar og meta framtíðarhorfurnar. Höfundar greinanna eru flestir landskunnir fræðimenn og áhugamenn um (slenzka tungu. Dr. Jakob Benediktsson er forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Jón Aðalsteinn Jónsson starfar einnig við Orðabókina. Hallfreður Örn Eiríks- son er þjóðsagnafræðingur og starfar hjá Handritastofnun tslands. Baldur Ragnarsson er gagnfræðaskólakennari og hefur samið kennsiubækur um meðferð íslenzkrar tungu auk þess sem hann er Ijóðskáld. Stefán Karlsson er handritasérfræðingur og starfar hjá Handritastofnuninni. Finnur Torfi Hjörleifsson er menntaskólakennari á (safirði og hefur samið ieiðbeiningar um bókmenntakennslu. Jóhann S. Hannesson var til skamms tíma skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni, en veitir nú forstöðu hinum nýja tilraunaskóla i Reykjavik. Tryggvi Gtslason er lektor f fslenzku við Háskólann f Bergen. Árni Böðvarsson kennir f Menntaskólanum við Hamrahlíð og ritstýrði á sínum tíma Orðabók Menningarsjóðs. Böðvar Guðmundsson kennir við sama skóla og er jafnframt Ijóðskáld. Gfsii J. Ástþórsson kennir við Gagnfræðaskóla Kóþavogs, stundar blaðamennsku og ritstörf, var um árabil ritstjóri Alþýðublaðsins og Vikunnar. Reynt var að fá aiþýðumenn, þeirra á meðal bændur, til að leggja hér orð f belg, en þeir treystust ekkl til þess, ýmist vegna anna eða óframfærni. Hinsvegar var ekki leitað til skólafólks, sem þó hefði getað veitt fróðlegar upplýsingar um móðurmálskennslu f skólum landsins, og stafaði það fyrst og fremst af þvf að framlag þess hefði lengt greinaflokkinn um of og dreift umræðunni óþarflega mikið, og svo er á hitt að Ifta að þeir móðurmálskennarar, sem hér koma fram, eru ákaflega gagnrýnir á kerfi það og tilhögun sem nú tíðkast. Vert er að taka fram, að Samvinnan tekur feginsamlega greinum skóla- fólks og annarra áhugamanna um þessi efni, ef verða mætti til að örva frekari umræður um þau. Ég geri ráð fyrir að fleirum fari sem mér, að þeim þyki greina- flokkurinn um fslenzka tungu bæði fróðlegur og vekjandl. Ef lesend- um finnst einhverjar greinanna byltingarkenndar, stafar það að mínu viti fyrst og fremst af þvf, að raunhæfar umræður um þessl mál hafa verið af skornum skammti og öll móðurmálskennsla mjög f molum sökum úreltra viðhorfa og staðnaðs kerfis. Er beinlínis uggvekjandi hvernig háttað er íslenzkukennslu víðast hvar f skólum landsins, og ég er ekki ( neinum vafa um, að dvínandi málkennd og minnkandi vald alls þorra manna á móðurmálinu, bæði töluðu og rituðu, á rætur að rekja til misþyrmingar þess í skólum landsins. Ég segi fyrir sjálfan mig, að það tók mig mörg ár að jafna mig eftir meðferðina sem ég fékk f (slenzkutfmum f menntaskóla, og svipaða sögu hafa ailtof margir að segja. Það getur ekki verið einleikið, að langskólagengnir menn skuli ekki vera sendibréfsfærlr á móðurmálinu, en ég staðhæfi að þannig sé þvf háttað um miklu fleiri háskólagengna menn en al- mennt mun talið. og mæli ég þar af nokkurri reynslu. Einsog oft vlll verða, fóru sumir höfundar greinaflokksins útí aðra sálma en þeim var upphaflega ætlað, og er ekkert við þvf að segja, en fyrir bragðið urðu nokkur forvitnileg umræðuefni utangarðs, svosem málfar fjölmiðla (sem er ömurlegur kafli), endurnýjun máls- ins í bókmenntunum, notkun og endurnýjun tungunnar f fræðigrein- um sem almenningur fylgist með (arkftektúr, félagsfræði, sálfræði o. s. frv.), vísindalegar rannsóknir tungunnar og óunnin verkefni á þvf sviði, nýyrðasmfðar, skólaskáldskapur frá sjónarmiði máls og stfls og síðast en ekki sízt mismunur talmáls og bókmáls með sérstöku tilliti til Steinþórs á Hala og „Nú—Nú, bókarinnar sem aldrei var skrifuð". Þessi og ýmis fleiri viðfangsefni hefðu vissulega verið verð fyllri umræðu, en ég trúi ekki öðru en menn verði sammála um, að þráttfyrir nefndar gloppur sé greinaflokkurinn merkilegt og tfmabært framlag til endurmats á tungunni og viðteknum viðhorfum Islendinga til hennar. Til að veita lesendum Samvinnunnar örlltla hugmynd um meðferð móðurmálsins f þeim bókmenntum, sem yngstu kynslóðir semja, birt- um við hér allmörg Ijóð og fimm stuttar sögur eftir unga höfunda. Þessar ritsmfðar eru ákaflega sundurleitar um efnl og stfl, en bera flestar vott um vllja höfundanna til persónulegrar tjáningar og máls^- meðferðar. Sú viðleitni að skapa málið á ný, tjá sig með sjálfstæðum og persónulegum hætti, sneiða hjá glósum og dauðum orðtökum er bezt til þess fallin að halda tungunni ferskri og lifandi. Þá iðju stunda ungu höfundarnir flestir, hvað sem annars má um þá segja. 8-a-m

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.