Samvinnan - 01.08.1971, Side 14
verið lengi að breiðast út, en
stundum virðast þær fara eins
og logi yfir akur. Margt slíkra
breytinga hefur ekki verið við-
urkennt í ritmáli og skóla-
kennslu, enda tók hreintungu-
stefna 19. aldar upp þann hátt
að berjast fyrir endurvakningu
ýmsra beygingarmynda sem
horfnar voru úr málinu að
mestu eða öllu, og það jafnvel
úr rituðu máli, hvað þá töluðu.
Þessari viðleitni hefur verið
haldið áfram síðan, þó að menn
hafi gefizt upp á einstaka at-
riðum. Sú lögboðna stafsetn-
ing sem við höfum búið við
síðustu 40 árin hefur ýtt undir
þetta enn frekar, þar sem hún
gekk lengra í forneskjuátt um
sumt en áður hafði tíðkazt, og
hefur auk þess verið kennd
miklu fleirum og lengur vegna
aukinnar skólagöngu almenn-
ings.
í mörgum tilvikum hefur þó
reyndin orðið sú að meira en
heillar aldar barátta í þessum
efnum hefur borið heldur lítinn
árangur að því er snertir
talmálið. Fjöldi svonefndra
„rangra“ beyginga er algengur
í talmáli, þó að þeim sé skil-
yrðislaust útrýmt i prentuðum
bókum af harðvítugum próf-
arkalesurum og kennarar striti
við að leiðrétta þær í stilum
nemenda. En menn gleyma því
oftast að þessar svonefndu vill-
ur eru oft búnar að vera mælt
mál öldum saman og að
minnsta kosti sumar hverjar
tíðastar í prentuðu máli frá
upphafi prentaldar fram á 19.
öld. Alkunnugt dæmi er beyg-
ing svonefndra ia-stofna, þ. e.
orða eins og læknir, hellir o.
s. frv. Beyging þessara orða
breyttist í áföngum á tímabil-
inu frá þvi á 15. öld fram á
upphaf 17. aldar, en frá þvi á
17. öld og fram á þá 19. er forna
beygingin að mestu horfin úr
islenzku ritmáli, en þá kom
hreintungustefnan og sögulegi
lærdómurinn til skjalanna og
gerði fornu beyginguna að rit-
málsreglu og kennsluatriði. Nú
skyldi maður ætla að tiltölu-
lega einfalt mál væri að kippa
slíku atriði í liðinn á nokkrum
kynslóðum. En mér er til efs
að menn hafi haft erindi sem
erfiði. Að vísu hafa sumir
skóiagengnir menn tekið upp
eitthvað af hinum fornu beyg-
ingarmyndum i tali sínu, a. m.
k. í vissum orðum, en hreint
ekki i öllum; engan hef ég t. d.
heyrt tala um að kona væri
komin á steypinn, ég held allir
láti sig hafa það að segja að
hún sé komin á steypirinn. Af-
leiðingin af þessari viðleitni til
afturhvarfs til eldri málmynda
hefur því orðið sú að forna
beygingin er ráðandi í ritmáli,
og hefur aðeins valdið glund-
roða í talmáli hjá nokkrum
hópi manna, en verið áhrifa-
laus um talmál alls almenn-
ings.
Mörg fleiri þvilík dæmi mætti
nefna; i sumum tilvikum hafa
menn gjörsamlega gefizt upp á
fyrningartilraunum 19. aldar
manna, svo sem því að taka
upp hinar fornu endingar við-
tengingarháttar i fleirtölu þá-
tíðar: gætim, gætið, gæti o. s.
frv., sem hafa þó sézt í riti
fram á þessa öld; eða að vekja
upp aftur greinarmun á tvítölu
og fleirtölu i persónufornöfn-
um, svo sem ýmsir höfundar
reyndu á 19. öld. í öðrum til-
vikum hafa menn látið breyt-
ingar á beygingum afskipta-
lausar, svo sem tilfærslur nafn-
orða milli beygingaflokka, en
þær breytingar ná að vísu að-
eins til einstakra orða en ekki
til beygingakerfisins í heild
sinni; þær eru margar hverjar
býsna gamlar, en sumar koma
þó ekki fram fyrr en á síðustu
tímum, enda eru af ýmsum
orðum til tvímyndir í fleirtölu:
greinir og greinar, síldir og
síldar o. s. frv. í þessum til-
vikum mætti eins beita þeirri
kenningu sem annarstaðar er
höfð að leiðarljósi, að eingöngu
önnur myndin sé rétt sam-
kvæmt fornu máli, og því sé
hún ein réttilega nothæf í nú-
tímamáli.
Fyrningarstefnan, andstaðan
gegn breytingum, er ekki og
hefur aldrei verið sjálfri sér
samkvæm, og í rauninni er það
eðlilegt. Sterk og almenn mál-
venja er afl sem sjaldnast
verður sigrað með áhrifum rit-
máls og skólakennslu. Mál-
breyting sem var villa miðað
við eldra málsstig, hættir að
vera það þegar hún hefur sigr-
að í mæltu máli, og þá kemur
að þvi fyrr eða síðar að hún
kemst inn í ritmál. Með þessu
er vitanlega ekki sagt að rit-
mál og skólakennsla séu áhrifa-
laus á gang málbreytinga, sið-
ur en svo. Áhrif þessara tveggja
aðila hafa farið sívaxandi á
síðustu árum, því meir sem al-
mennari skólaganga og aukinn
þáttur allskonar fjölmiðla hef-
ur orðið mikilvægari í menn-
ingarlifi þjóðarinnar. Þessi á-
hrif sporna yfirleitt gegn breyt-
ingum á málinu, a. m. k. að þvi
er tekur til beygingakerfis þess
og setningaskipunar. En eins
og ég hef áður sagt, hefur
sögulega sjónarmiðið verið að
mestu einrátt fram að þessu í
kennslu og ritmáli. En af því
leiðir að sumar þær breyting-
ar sem orðnar eru fyrir löngu
í talmáli eru ekki viðurkennd-
ar i rltmáli, og á þann hátt
hefur skapazt misræmi milli
talmáls og ritmáls: menn
skrifa ekki sama mál og menn
tala, nota jafnvel ekki að öllu
leyti sama málkerfi.
Misræmi talmáls og ritmáls
Nú er mér auðvitað ljóst að
ritmál er ekki og verður aldrei
sama og talmál. Vitanlega er
mælt mál undirstaða allrar
málnotkunar, á þvi byggist allt
ritað mál, þangað sækir allt
bókmenntamál kjarna sinn og
lífsþrótt. En i ritmáli koma
einnig önnur atriði til greina:
stílvenjur samtiðarinnar, fyrir-
myndir í bókum, skólalærdóm-
ur og málfræðireglur sem barð-
ar hafa verið inn í fólk. Málið
er miklu meira en orðin ein,
þar koma ekki síður við sögu
tengsl orðanna og sambönd,
beygingar og setningaskipun,
listrænir hæfileikar og mál-
smekkur höfundar, allt það
sem venjulega er kallað stíll.
Hver sem eitthvað semur, þó
ekki sé nema sendibréf, hagar
oftast orðum sínum öðruvisi en
hann mundi gera i mæltu máli.
Vitandi eða óvitandi er sá sem
skrifar háður einhverjum fyr-
irmyndum um ritað mál. Auð-
vitað er þetta misjafnlega mik-
ið, en þó ævinlega nóg til þess
að skipta máli um ákveðin at-
riði, jafnvel þegar rithöfundar
líkja eftir mæltu máli í sögum
eða leikritum.
En það er ekki þetta sem ég
átti við þegar ég nefndi mis-
ræmi milli talmáls og ritmáls,
heldur hitt að ritmálið varð-
veitir að vissu marki eldra
málsstig, heldur í orðmyndir og
setningafræðileg atriði sem eru
ekki lengur notuð i mæltu máli.
Vitanlega getur þetta átt rétt
á sér í vissu samhengi, vissum
stíl, en sem almenn regla leiðir
það til vandamála, sem verða
því erfiðari viðfangs sem and-
staðan gegn breytingum er víð-
tækari. Þegar svo er komið er
tvennt til: annaðhvort lagast
talmálið smátt og smátt eftir
ritmálinu, eða þá að talmálið
fer sínar eigin götur, heldur
fast við þær breytingar sem
orðnar eru, bætir jafnvel við
þær nýjum frávikum, svo að
bilið milli þess og ritmálsins
helzt eða jafnvel fer breikk-
andi. í fyrra tilvikinu er hætt
við að aðlögun talmálsins að
ritmálinu verði ekki nema að
nokkru leyti eða nái ekki til
nema nokkurs hluta þjóðarinn-
ar; slík þróun getur stuðlað að
því að munur verði á málfari
vissra þjóðfélagshópa, jafnvel
að menn verði með nokkrum
hætti dæmdir félagslega eftir
málfari sínu; um slíkt eru næg
dæmi með öðrum þjóðum, en
hingað til höfum við íslending-
ar haft lítið af því að segja. í
síðara tilvikinu halda menn á-
fram að segja eitt og skrifa
annað, og það hafa menn
raunar lengi gert hér á landi,
engu síður en annarstaðar. Vit-
anlega síast smátt og smátt viss
atriði úr talmáli inn i ritmál,
menn gefast upp á að skrifa
það sem enginn lætur út úr sér,
og hætta að kveinka sér við að
setja það á blað sem allir segja.
Sé ritmál orðið verulega frá-
bruðið talmáli kemur að því að
rithöfundar sprengja af sér
fjötrana, láta gamlar mál-
fræðireglur lönd og leið, fara
að skrifa eins og þeim er eðli-
legast, hvað sem skólareglur
segja. Þeir taka sem sé mið af
samtíðarmáli, nota það mál-
kerfi sem liggur að baki hins
mælta máls samtímans. En
vitaskuld munu þá aðrir halda
áfram að skrifa það ritmál sem
þeir hafa alizt upp við, en eiga
þá á hættu að daga uppi, missa
sambandi’5 við yngstu kynslóð-
ina.
Þetta er sú hætta sem stafar
af of miklum einstrengings-
hætti i málvöndun og reglu-
strekkingi í málfræðikennslu,
af því að horfa um of aftur á
bak en of lítið til samtíðarmáls.
Að einblína á eldri fyrirmynd-
ir sem voru ágætar á sínum
tíma skapar ekki lifandi rit-
mál, heldur býður þeirri hættu
heim að málið verði stirðnað og
dautt, skorti þann lifsanda sem
samtíðarmálið eitt getur blásið
í ritmál.
Með þessu á ég ekki við það
eitt sem ég hef einkum rætt um
hér á undan, breytingar á
formkerfi málsins, heldur engu
síður við þá hlið tungunnar
sem snýr að sjálfum orðaforð-
anum. íslenzk tunga hefur þá
sérstöðu að hafa aðgang að
orðaforða liðinna alda allt frá
upphafi ritaðs máls á íslandi,
orðaforða sem er að langmestu
leyti skiljanlegur almenningi
nú á dögum. Þetta órofna sam-
hengi í íslenzkri tungu og ís-
lenzkum bókmenntum frá upp-
hafi vega er einn sterkasti
þátturinn í því sem við erum
vanir að kalla íslenzka menn-
ingu, og það er um leið grund-
völlur hreintungustefnunnar
og sterkustu röksemdirnar fyr-
ir henni. Ástæðan til þessa er
framar öllu sú að tungumál er
þjóðfélagslegt fyrirbæri. Mælt
mál er ævinlega háð þvi fólki
sem notar það, áhugamálum
þess og viðfangsefnum, mótast
14