Samvinnan - 01.08.1971, Síða 18

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 18
að íslenzkan ætti vart annað eftir en deyja. í bréfi til vinar síns, Bjarna Thorsteinssonar, síðar amtmanns, segir Rask svo m. a.: „Annars þér einlæglega að segja held ég, að íslenzkan bráðum muni útaf deyja; reikna ég, að varla muni nokk- ur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, og varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst." Þetta voru orð Rasks. Um þau fórust m. a. svo orð þeim ís- lenzka málfræðingi, sem svip- mestur var á fyrra hluta þess- arar aldar, Birni Guðfinnssyni prófessor, i útvarpserindi fyrir réttum 30 árum: „Það er ekki einskis virði að eiga dóm þessa manns um hag íslenzkunnar í upphafi 19. aldar. Rask var, svo sem kunnugt er, einhver mesti málfræðingur, sem um getur. Og ekki byggist dómur hans á óvild eða andúð. Hann unni íslenzkri tungu um öll mál fram, enda nýtur hún fyllilega sannmælis í ritum hans.“ í framhaldi af þessum orðum seg- ir Björn enn fremur: „Dómur Rasks um hag íslenzkunnar — í bréfi til Bjarna Thorsteins- sonar — mun þó einkum eiga við Reykjavíkurmálið, og það var auðvitað verst þá — eins og nú. Rask var fyrir skömmu kominn til Reykjavíkur, er hann skrifaði þetta bréf. Víða í sveitum landsins átti tungan griðland enn. Alþýða manna barðist seigri þrjózku gegn hin- um danska vágesti, fór með ís- lenzkar sögur og kvæði, orti sálma og rímur, oft lélegar bókmenntir, en hins vegar ó- metanlegar málmenntir til verndar íslenzkri tungu. — En íslenzkan var ekki feig að þessu sinni. Það fór betur en á horfð- ist. Og mega íslendingar vera minnugir þess, að Rask átti mikinn þátt í því.“ Þetta sagði Björn Guðfinnsson í fyrirlestri árið 1940, og þau ummæli eru vissulega enn í fullu gildi. Sem betur fer, rættist spá- dómur Rasks um hnignun — og jafnvel endalok íslenzkunn- ar — ekki, og þar átti hann sjálfur ekki svo lítinn hlut að. Hann er faðir Bókmenntafé- lagsins og í rauninni einnig þeirrar hreintungustefnu, sem hófst markvisst með Sveinbirni Egilssyni og Hallgrími Schev- ing, kennurum á Bessastöðum. Siðan fetuðu i þeirra spor læri- sveinar þeirra, Baldvin Einars- son, Fjölnismenn og Jón Sig- urðsson. Um þessa afbragðs- menn íslenzkrar menningar sagði Björn Guðfinnsson í fyrrnefndu útvarpserindi: „Og endurreisnarmenn 19. aldar- innar komu, þegar þörfin var mest. Þeir skildu, að líf tung- unnar var líf þjóðarinnar sjálfrar, ef hún ætlaði að vera íslenzk þjóð. — 19. öldin er geysimerk í sögu íslendinga ... Þessi saga verður ekki rakin hér, en minnt skal þó á það, að 19. öldin skilaði íslenzkri tungu furðulega hreinni og fagurri í hendur 20. aldarinn- ar, hinnar miklu aldar skóla, útvarps, blaða og bóka, aldar verklegrar og andlegrar tækni, sem hafði öll skilyrði þess að vernda og vaxta þennan dýra arf, ef hana skorti ekki til þess skilning og dug.“ Þetta voru orð dr. Björns, og þau eiga vel við enn í dag. Baldvin Einarsson beitti í ársriti sínu, Ármanni á Alþingi, óspart háði sem vopni i sókn sinni til málvöndunar og gerði gys að þeim mönnum, sem bú- settir voru í sjávarþorpum, einkum í Reykjavík, og slettu dönsku og þóttust fyrir það öðrum landsmönnum fremri. Hafa þau Björn Guðfinnsson og Nanna Ólafsdóttir mag. art. gert grein fyrir þessum þætti Baldvins í ritsmiðum um hann. Fleiri urðu síðan til að nota þessa aðferð Baldvins, enda má segja, að upp frá því hafi orðið þyngra undir fæti hjá þeim, sem hafa látið sig litlu skipta tungutak sitt og lítt hirt um alls konar ambögur og slettur í máli. Hafa slíkir menn tæp- lega átt upp á pallborðið meðal alls þorra landsmanna síðustu 150 ár — eða svo. Hreintungustefnan átti og á siðari hluta 19. aldar harðdug- legan liðsmann, þar sem var Halldór Kr. Friðriksson, en hann komst á ungum aldri í kynni við Fjölnismenn, einkum Konráð Gíslason, prófessor í norrænum fræðum við Kaup- mannahafnarháskóla, en hann var, svo sem alkunna er, frábær málfræðingur og einnig mik- ilvirkur orðabókarhöfundur. Halldór Kr. Friðriksson var ís- lenzkukennari við Lærðaskól- ann í Reykjavík rúma hálfa öld og hafði eðlilega geysimikil áhrif á nemendur sína og eins aðra með kennslubókum sínum í málfræði og stafsetningu. Blaðamennska var að vonum öll smærri í sniðum fyrir 100 árum og tóm vissulega betra til að vanda orðfæri og annað í þeim blaðakosti en nú gerist. íslenzkri tungu varð það líka til Rasmus Kristján Rask. Sveinbjörn Egilsson. happs, að í blaðamannastétt voru þá fram yfir aldamót aðr- ir eins snillingar á íslenzkt mál og Jón Guðmundsson, ritstjóri Þjóðólfs, Björn Jónsson, sem gaf út ísafold, og Jón Ólafsson, sem stýrði ýmsum blöðum á langri og viðburðarikri ævi. Þessir menn allir stóðu dyggan vörð um móðurmál sitt og vandað orðfæri i blöðum sín- um. Einkum var það þó ísafold- ar-Björn, sem fylgdi fast fram hreintungustefnu og gaf út leiðbeiningar fyrir almenning um rétt mál og rangt aftan við stafsetningarkennslubók sína. Þá má gjarnan nefna skáldin Matthías Jochumsson og Ein- ar Benediktsson, sem voru fylgjendur hreintungustefnu. Síðast minnist ég á Guðmund Finnbogason landsbókavörð, sem lagði hér dyggilega hönd á plóg í ritum sinum urn marg- vísleg efni og eins með nýyrða- smíð. Auðvitað hafa á timum þess- ara manna allra verið skiptar skoðanir um stefnu þeirra og markmið — ekki síður en menn greinir á um leiðir nú á dögum. Aftur á móti var það takmark þeirra allra að halda íslenzkri tungu eins hreinni frá erlend- um áhrifum og óþarfatökuorð- um og unnt var á hverjum tíma. Verður starf þeirra seint fullþakkað. Er raunar furðu- legt, hversu vel þeim varð á- Konráð Gíslason. Baldvin Einarsson. gengt. Hins vegar ber að hafa í huga, að almenningsálitið hefur oftast verið hreintungu- stefnunni hliðhollt. Af þeim sökum er leitt til þess að vita, að ýmsir málsmetandi menn hafa beinlínis gert lítið úr starfi núlifandi manna, sem fylgja þessari stefnu, og telja það jafnvel til óþurftar og það standi eðlilegri „málþróun", — sem er þeim munntamt orð, — fyrir þrifum. í umræðum þeim, sem ég minntist á í upphafi greinar- korns míns og fóru fram í Rík- isútvarpinu á síðastliðnum vetri, vék ég að nokkrum orð- um, sem voru sum hver algeng áður fyrr, en hafa fremur þok- að um set fyrir áhrif hrein- tungustefnunnar, þar eð þau eru tökuorð frá síðustu öldum. Nú vill svo til, að ýmsir „nýj- ungamenn“ hafa tekið að hampa þeim mjög í ræðu og riti, enda vilja þeir „láta þjóð- ina ráða tungu sinni án of mikillar ihlutunar eða „reglu- strekkings“,“ eins og þeir orða það. Enda þótt ég telji ástæðu- laust að rekja hér allt, sem sagt var um þessi efni í vetur, er e. t. v. ekki úr vegi að nefna hér nokkur dæmi. Sögnin að ske er eitt þeirra orða, sem flestir móðurmáls- kennarar amast við, enda er hún algerlega óþörf, því að 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.