Samvinnan - 01.08.1971, Side 19

Samvinnan - 01.08.1971, Side 19
oiða má þá hugsun, sem í henni felst, á níu vegu —, og eru að mínum dómi allir þeir kostir betri en sögnin að ske. Ekki þarf heldur að fara i grafgötur um það, að stíll manna verður fjölbreyttari en ella, ef þeir geta orðað hugsun sina með margbreytilegu orðavali, en eru ekki alltaf að tönnlast á sama orði. í þessu sambandi má minna á þessi orð eða orða- sambönd, sem öll fara betur í íslenzku en sögnin að ske: verða, bera við, bera til (tíð- inda), koma fyrir, gerast, vilja til. Aftur á móti virðist svo sem sumir menn þekki ekkert af þessu, því að sögnin að ske hljómar í eyrum manna sýknt og heilagt, en líklega freista ýmsir þó þess að breyta eitt- hvað til um orðaval á prenti. Nú bregður hins vegar svo við, að sumir vilja telja sögnina að ske fullgilda íslenzku og jafn- réttháa öðrum þeim orðum, sem tákna hið sama. Satt bezt að segja kemur mér þessi af- staða á óvart, því að ég hef engan ábyrgan kennara heyrt halda henni til jafns við önnur og eldri orð í málinu, sem tákna hið sama. Ástæðan er einnig ofur einföld. Eins og menn vita, endar nafnháttur sagna oftast á -a, en einnig oft á -á, þar sem a hefur fallið brott, sbr. fara og fá. Hins veg- ar endar sögnin að ske á -e og er að því leyti einstök í málinu og hefur ekkert við að styðjast úr eldra máli. Um þessa sögn farast Halldóri Halldórssyni prófessor svo orð í fyrri útgáfu Stafsetningarorðabókar sinnar frá 1947: „ske, skeði, skeð; úr d. ske, þ. geschehen. Þessu orði ætti að útrýma, enda engin dæmi þess, að nafnháttur endi á e í íslenzku.“ í seinni útgáfu bókar sinnar frá 1968 sleppir Halldór að vísu þessari umsögn eða dómi um útrýmingu sagn- arinnar að ske, en ekki samt af því, að hann hafl í rauninni breytt um skoðun, heldur af öðrum orsökum, sem hann ger- ir grein fyrir í eftirmála. Er víðs fjarri, að Halldór hafi nokkuð slakað á málvöndunar- stefnu sinni, heldur telur hann nauðsynlegt, að samin verði sérstök bók um málvöndun. Enda þótt sögnin að ske sé sem sagt bæði þarflaus í ís- lenzku máli og fari ekki að ís- lenzkum mállögum, er hún vissulega mjög útbreidd í tal- máli, eins og áður var vikið að. í sumum tilvikum er hún nán- ast hefðbundin sökum stuðla- setningar. Má þar minna á orðasambönd eins og: Margt getur skemmtilegt skeð og Það er nýtt, sem sikijaldan skeður. Þessi dæmi sanna samt ekkert um ágæti hennar eða fullan þegnrétt í íslenzku að mínum dómi. Önnur sögn skaut upp koll- inum í íslenzku eftir siðaskipt- in og kom úr dönsku, en þang- að úr þýzku. Þetta er sögnin að brúka. í rúm hundrað ár hafa menn haft horn í síðu hennar — eða allt frá dögum Konráðs Gíslasonar, sem ég hygg, að hafi hér riðið fyrstur á vaðið. A. m. k. er ljóst af dönsku orðabók hans frá 1851, að hann forðast þessa sögn eins og heitan eldinn og kemst vissulega vel fram hjá notkun hennar. Síðan mun Halldór Kr. Friðriksson hafa tekið í sama streng í kennslu sinni við Lærðaskólann. Er líka svo kom- ið, að sögnin að brúka heyrist æ sjaldnar í tali manna og sést ekki oft á prenti. Hér hefur sögnin að nota komið i staðinn. Á það hefur verið bent með réttu, að nota sé ekki gamalt orð í málinu og eins hafi orðið hér merkingarbreyting, þar sem hún hafi upphaflega merkt að gagna. Slíkt verður samt ekki notað sem rök gegn henni, því að hún á mikinn frændgarð í málinu og það frá fornu fari, svo sem sagnirnar njóta og nýta og no. not, nyt og notkun. Aftur á móti stend- ur sögnin að brúka ein sér og á enga frændur í íslenzku. Hvort menn vilja svo freista þess að endurlífga hana eða ekki, verður vitanlega mats- og smekksatriði, en ekki fæ ég séð, að slíks sé beinlínis þörf. Lo. brúklegur getur að sjálf- sögðu verið fullgilt mál á sín- um stað, en ekki tel ég það hafa nokkuð fram yfir lo. not- hæfur, þó að hið siðarnefnda muni vera ungt í málinu. Það fer vel í munni og er svo ís- lenzkulegt, að menn gætu að óreyndu haldið það mjög gam- alt. Vissulega er ekkert athuga- vert við sögnina að brúka frá málfræðilegu sjónarmiði, og henni verður ekki fundið það til foráttu eins og að ske, að hún brjóti reglur íslenzkrar tungu. Allt um það hafa menn talið hana óþarfa, þar eð við höfum að nota, sem er af al- innlendum toga. Þá má benda á, að blæmunur er orðinn á þessum tveimur sögnum, þann- ig að brúka er fremur höfð í niðrandi eða grófari merkingu, ef svo má að orði kveða. Er þetta ekki óþekkt í íslenzku, og má þar nefna sagnirnar að éta og borða og lýsingarorðin dáinn og dauður. Á það hefur réttilega verið bent, að sögnin að brúka hefur fram á þennan dag lifað í ýms- um tilfellum, og þá bent á orð eins og brúkunarhross og brúk- unarfær. Hér er um fasta merkingu að ræða í ákveðnum samböndum, og dettur engum í hug að amast við þvi. Ég get vel fallizt á það, að vilji menn beita hrjúfara eða grófara orðalagi en venjulega, sé hentugt að nota sögnina að brúka til þeirra hluta, og ræð- ur þá stíllinn orðavali. Hinu vil ég aftur mæla eindregið gegn, að menn leiði sögnina að brúka að nauðsynjalausu til öndveg- is samhliða sögninni að nota og öðrum orðum af þeim stofni. Því hefur verið beitt gegn þeim mönnum, sem aðhyllast hreintungustefnu í móðurmál- inu, að þeir séu flestir, ef ekki allir, á móti einhverju tilteknu orði eða orðasambandi, — og síðan er ráðizt gegn íslenzku- kennurum í heild og sagt, að þeir hafi kveðið upp allt að því líflátsdóm um ýmis orð eða orðasambönd. Hér tjóar ekki að taka mið af einstökum kennurum, sem því miður munu vera til og ganga að minni hyggju feti of langt i þessum hlutum, — og alhæfa síðan dóm sinn um alla móðurmálskennara. Það er ein- ungis sami einstrengingshátt- urinn og þeir telja sig um- komna að nefna svo, — aðeins á hinn veginn. Ég gat þess í upphafi þess- arar greinar, að ýmsir eru þeir til, sem hafa beyg af því, að of mikill munur sé að verða í íslenzku á talmáli og ritmáll. Enginn dregur í efa, að hér er nokkur munur á, en við íslend- ingar erum vissulega ekki einir um þann mun. Hitt er svo ann- að mál, hversu æskileg slík þróun er. Ég held þessi munur verði lengstum einhver, og ekki óttast ég svo mjög sprengingu, þótt hann eigi eftir að aukast eitthvað í okkar tungu. Menn geta einnig spurt og það með fullum rétti, til hvers hin mikla skólaganga sé, ef hennar má — og á — ekki m. a. að sjá stað í vandaðra og feg- urra tungutaki meðal þeirra, sem nefndir eru langskóla- menn, en hinna, sem styttri kennslu hafa notið. Með þess- um orðum er síður en svo verið að varpa rýrð á þá menn, sem eru ekki langskólagengnir og hafa þess vegna ekki fengið tækifæri til að afla sér sömu menntunar og hinir. Sannleik- urinn er líka sá, að hlnir svo- nefndu langskólamenn eru ekki alltaf hinum fremri — og standa þeim jafnvel oft að baki um beitingu móðurmáls- ins — þrátt fyrir dýrt nám. Þá er og unnið markvisst að því, að allir landsmenn eigi kost á að njóta sömu kennslu sem lengst á skólagöngunni, og ætti það þá að girða fyrir of mikla stéttaskiptingu í málfarslegum efnum. Ég líkti því í rabbi mínu í vetur í Ríkisútvarpinu, að það væri eigi ósvipað því og að hafa fataskipti óg fara í spari- fötin, þegar menn færðu mál sitt, hvort sem það er í ræðu eða riti, í skárri búning en þeir nota e. t. v. dagsdaglega. Sagðist ég sjálfur gera þetta, en jafnframt vonast til, að mér yrði ekki borið á brýn, að ég talaði eða ritaði svo tyrfið mál eða fornyrt, að ég yrði ekki sæmilega skilinn. Ég er viss um, að þeir eru fleiri en ég, sem fara þannig að, og þetta álít ég enga goðgá — nema síður sé. Að endingu vil ég svo taka þetta fram: Segja má, að hreintungu- stefna sú, sem hófst að marki með endurreisnarmönnum 19. aldarinnar, hafi fram á þennan dag verið næstum einráð í móðurmálskennslu íslendinga. Hygg ég hún sé rétt í megin- atriðum, enda þótt hér verði eins og annars staðar að gæta nokkurs hófs og líta til fleiri átta en fornmálsins. Vegir tungunnar eru oft undarlegir og vandfarnir. Ætla ég mér sízt þá dul, að ég geti farið þar um villulaust fremur en aðrir. En það er skoðun mín, að við meg- um ekki eyðileggja starf allra þeirra ágætu manna, sem getið hefur verið um hér að framan. Þá er það og álit mitt, að hæfi- legt aðhald i málfarslegum efn- um og nokkur íhaldssemi sé heppilegri aðferð og íslenzk- unni hollari en sú stefna, sem nú bryddir allmjög á meðal ýmissa fræðimanna, að láta flest vaða á súðum og leyfa mönnum að fara með öllu ó- beizlaðir um vegi málsins. Ef tvískinnungur kemur upp með- al þeirra, sem ætlast verður tii, að rati betur um völundarhús tungunnar en þorri fólks, leiðir að mínum dómi það, að al- menningur verður í vafa um veginn — og tapar jafnvel átt- um. Þegar þetta er haft í huga, held ég, að nauðsynlegt sé fyrir þá, sem einkum rækta vín- garð málsins, að taka höndum saman, enda er það a mín, að oft sé um hverfandi skoð- anamun að ræða, þegar öllu er á botninn hvolft. Jón Aðalsteinn Jónsson. 19

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.