Samvinnan - 01.08.1971, Page 22

Samvinnan - 01.08.1971, Page 22
einkum við þá áætlun fræðslu- yfirvalda að sameina landspróf miðskóla og samræmt gagn- fræðapróf í eitt samræmt landspróf, sem allir nemendur á gagnfræðastigi gangist undir að loknum 3. bekk. Ein aðal- forsenda þessarar áætlunar er einmitt sú, að æskilegt er talið að reyna með þessu að draga úr nokkurs konar „stéttaskipt- ingu“ nemenda í gagnfræða- skólum, því að um það mun trauðlega deilt, að landspróf miðskóla hefur notið mun meiri virðingar en gagnfræða- prófið, og „má ætla, að þetta atriði út af fyrir sig hafi haft ærin áhrif á sjálfsmynd nem- enda, svo og skoðun þeirra, for- eldra þeirra og kennara á (öðr- um) nemendum" (Greinargerð með drögum að áætlun um landspróf miðskóla og sam- ræmt gagnfræðapróf). Annað mál er svo, hvernig til tekst. Samræmd kennsla og sam- ræmd próf geta auðveldlega leitt til formlímingar (formal- isma), sem er í eðli sínu fjand- samleg frjórri menntun og menningu. Jafnvel þótt fyrir- huguð áætlun um sameiningu þessara prófa og breytta náms- hætti í samræmi við hana geti leitt til aukins lýðræðis í skól- um og dregið úr flokkun nem- enda í „stéttir“, er hættan á formlímingu ekki úr sögunni; hér kemur enn að því, að mestu skiptir, að kennararnir sjálfir geri sér vandamálin Ijós og kanni kosti og galla nýs skipu- lags með opnum huga. Aukin stéttaskipting? En þótt hlutur skóla hafi ver- ið mikill og verði æ meiri í mót- unarsögu nálega sérhvers ein- staklings, eru þeir fyrst og fremst endurspeglun þess sam- félags, sem þeir þjóna. Skól- arnir eru mótandi afl; en þeir sjálfir eru mótaðir af öflum umhverfis og samfélagslegum hagsmunum. Mótunaráhrifin eru gagnverkandi, en einkum í þeim skilningi, að þau styðja hvert annað í viðhaldi varan- legs ástands, en valda litlum stefnubreytingum nema á bylt- ingartímum eða vegna baráttu framsýnna og skapandi braut- ryðjenda. Ekki verða enn séð nein ákveðin teikn þess, að ís- lenzkt samfélag muni í náinni framtíð sveigja inn á brautir, sem reynist frávik frá nauð- bundinni stefnu. Tækniþróun- in og efnishyggjubundin lífs- viðhorf hafa á undanförnum áratugum verið langsamlega drýgstir áhrifavaldar um mót- un manna og stétta. Allar horf- ur eru á, að þessi þróun haldi áfram næstu ár og jafnvel ára- tugi. Innrelð stóriðju og auk- ins verksmiðjuiðnaðar mun nær óhjákvæmilega ákvarða flokkun manna í takmarkaða sérhópa enn frekar en nú er og þrengja að vitundarsviði þeirra og jafnframt málformi. Fólk sem vinnur örvunarlaus og einhæf störf finnur litla hvöt til að rækta með sér fjöl- breytilegt tungutak og þjálfa hugsun sina og tjáningu í orð- um. Skólarnir munu að líkind- um nauðugir viljugir laga sig að aðstæðunum; ef ekki verður þeim mun fastar við spornað, munu vaknandi hugsjónir um skólalýðræði og valfrelsi ein- staklinganna verða skammlíf- ari en skyldi. Ef þróunin verður með þess- um hætti — en til þess eru yf- irgnæfandi líkur — mun al- menn málnotkun næstu kyn- slóðar íslendinga verða með á- þekkum hætti og nú gerist meðal borgalýðs iðnaðarþjóða, þar sem hópbundin naumorð- un er algengust. Bilið á milli notenda naumorðunar og full- orðunar mun breikka og öll samskipti verða erfiðari. Rit- höfundar munu glata æ fleiri lesendum sínum og áhrif þeirra þverra að sama skapi. Vaxandi stéttaskipting mun sífellt auka á mismun málformanna tveggja, sem að sínu leyti munu æ áþreifanlegar stuðla að viðhaldi og viðgangi þeirrar stéttaskiptingar, sem orðin er. Þannig myndast vítahringur, sem erfitt verður að rjúfa. Þrátt fyrir það, sem áður var tekið fram um nær nauðbund- ið ósjálfstæði skólanna gagn- vart samfélaginu, hlýtur von okkar um farsælli þróun en hér er lýst að vera mjög bundin þeim. Okkur vantar umfram allt frjóa sannmennska menn- ingarhugsjón, sem geti orðið sameinandi afl í uppeldi þjóð- arinnar og beint starfsemi skól- anna inn á nýjar og örvandi brautir. Mikið veltur því á, að leiðendur fræðslumálanna hafi djúpan og skyggnan skilning og lifandi áhuga á eðli vanda- málanna og séu ekki auðsveipir þjónar rikjandi hluthyggju, þar sem svonefnd efnahagslögmál og ytri velmegunarkröfur ráða mestu, en andleg reisn og frelsi einstaklingsins hafa misst nær alla merkingu. Mestu skiptir þó, að kennara- stéttin sjálf sé reiðubúin að styðja athyglisverðar tilraunir og rannsóknir í fræðslumálum með fordómalausum áhuga og virku starfi. Án slíkrar þátt- töku verða nýmæli að dægur- flugum. Baldur Ragnarsson. Jón frá Pálmholti: NÆTURREIÐ í nótt hef ég riðið vötnin opnað sin augu varlega og mjúkt við sand jökullinn sprúngið á fjörunni og hlátur I vökum og lónum ýtt fram á skörina hratt úti strauminn hríngiðu geimsins leyst síðustu taumana og þeytzt knúið jörðina sporum heyrt hana stynja veltast ( rótinu þúnga af brumkrafti vorsins tekið fastar I fax séð eldvatnið loga gusurnar bera við himin rauðar sem blóð i nótt hef ég riðið slóðina beint af augum milli myrkurs og Ijóss f faðmi sælunnar úngu lifað hið snögga grip stundar á hraðferð og fundið þyt af vængjum draumanna sópa lífinu burt og hiustað á kveinin heyrt miljónir gráta húngraða menn og hrjáða úr styrjöldum lífsins menn sem fórnuðu draumum hamíngju gleði lífi vegna okkar sem lifum ferð tímans [ nótt með sigurbros á vörum í nótt hef ég riðið heyrt stormlöðrið kalla skynjað titríng jarðar opna mér leið er plógurinn risti moldina í hlátri blómsins og dansaði kvikur af rökkri í hvítri birtu og rauðum útsæ af regni heyrði ég brest í djúpinu hvísl eins og lækur hjali andaði jörðin þögn og byltist [ fáng mér úng hlý og rök teygaði þyrst skautið í nótt hef ég riðið og nú mun sáðkornið falla. 22

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.