Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 23
Stefán Karlsson: Tjáningartæki eða minnisvarði Málbreytingar Málið er tjáningartæki sem tekur sífelldum breytingum, og enda þótt breytingar þær, sem íslenzkt mál hefur tekið síðan landið tók að byggjast fyrir 1100 árum eða frá því að farið var að rita málið fyrir nær 900 árum, hafi að vísu verið miklu minni en breytingar á skyldum tungumálum á sama skeiði, hef- ur þó aldrei verið um kyrr- stöðu að ræða. Framburður hljóða — eink- um sérhljóða — hefur breytzt geysi mikið, m. a. á þann veg að hljóð eða hljóðasambönd, sem áður var gerður greinar- munur á, hafa fallið saman í framburði (t. d. i/y, s/z, og n/nn í endingum). Beygingarkerfi málsins hef- ur breytzt minna, en þó hafa ýmsar einfaldanir á því orð- ið, fáeinar beygingarendingar hafa breytzt, og þó nokkur orð hafa flutzt milli beygingar- flokka. Loks hafa tungunni á öllum öldum bætzt fjölmörg ný orð og orðatiltæki, bæði nýgerv- ingar eða nýyrði, beinar þýð- ingar úr erlendum málum eða aðrar sjálfstæðari nýmyndan- ir, og einnig tökuorð, útlend orð sem hafa aðlagazt íslenzku beygingarkerfi að nokkru eða fullu. Mál einnar kynslóðar hefur því aldrei verið öldungis eins og mál næstu kynslóðar á undan, en að sjálfsögðu hafa breytingar verið misfljótar að ganga yfir, og einnig hefur ver- ið munur á hversu róttækar þær hafa verið. Ekki hafa þó breytingarnar orðið meiri en svo, að þeir sem nú eru á dög- um skilja að verulegu leyti texta í óbundnu máli frá öllum öldum frá því ritun hófst í landinu og allmikið af kveð- skap einneginn, án þess að mikill lærdómur komi til. Þó ætla ég að það mundi bögglast fyrir æði mörgum að skilja Snorra Sturluson, ef tal hans væri varðveitt á segulbandi, enda þótt þeir hinir sömu geti lesið Heimskringlu sér til gagns. Ef að er gáð er það á ýmsum sviðum æði tilviljanakennt, hvaða nýjungar í málinu frá umliðnum öldum og siðustu áratugum eru viðurkenndar góðar og gildar í íslenzku rit- máli og raunar talmáli líka. Framburður og stafsetning Sé fyrst litið til stafsetning- ar, þá mun í íslenzkri stafsetn- ingu stjórnskipaðri ekki vera tekið tillit til neinna þeirra breytinga sem orðið hafa á framburði eftir 1600, mjög fárra frá því eftir 1400 og jafn- vel ekki allra sem orðið hafa enn fyrr. íslenzk nútímastaf- setning á því meira skylt við fornmál en stafsetning sú sem tíðkaðist frá 14. öld og fram á þá 19., en þá fyrst er um það að ræða að allur þorri manna noti í meginatriðum eina staf- setningu samkvæmt reglum sem að verulegu leyti eru reist- ar á fornmáli, í stað þess að áður hafði stafsetning mótazt af framburði, venju og handa- hófi, og hver skrifari gat hneykslunarlaust stafsett sama orðið með ýmsu móti. Stafsetningarreglur erunauð- syn, og ég er líka þeirrar skoð- unar að tíðar og róttækar breytingar á stafsetningar- reglum séu til óþurftar, þvi að slíkt hringl yrði til þess að tor- velda fólki að njóta þeirra texta sem skrifaðir væru af næstu kynslóðum á undan, og auk þess finnst mér rétt að láta eldri myndina ráða, þegar mállýzkur greinir á (langur en ekki Iángur). Á hinn bóginn álít ég að unnt væri að einfalda islenzka stafsetningu til muna án þess að heildarmynd ritaðs texta raskaðist að þvi marki að framandleg yrði. T. a. m. fyndist mér óhætt að farga z og taka upp einritað n í end- ingum að færeysku fordæmi (maðurin, himinin). Með því móti losnaði mikill tími í íslenzkukennslu sem hægt væri að nota til jákvæðari mál- ræktar en stafsetningaræfinga. Beygingar og fallnotkun Mjög er misjafnt hver af- staða kennara og annara þeirra sem að málvöndun vinna er til breytinga sem orð- ið hafa á beygingu einstakra orða eða orðhópa frá fornmáli: Á fornafninu hvorttveggja eru ekki viðurkenndar yngri beyg- ingar en frá 13. öld, en enginn krefst þess að notuð sé for- nafnsmyndin nakkvar, heldur fá menn að brúka nokkur og beygja í samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á þessu fornafni í mæltu máli; þágufallsmyndin Egli, sem tíðkazt hefur síðan á 14. öld er fordæmd sem versta málleysa, en þágufallsmyndin lykli (fyrir eldra lukli) viðurkennd rétt mál. Eignarfallsmyndinni Hjörts hefur verið rutt úr málinu, en Björns viðurkennd ekki síður en Bjarnar; veiku þátíðarmynd- irnar þáði, þáðu (fyrir þá, þágu) eru illa séðar af mörg- um, en þvoði, þvoðu (í stað þó, þógu) fá að vera í friði — jafnvel þó þær muni vera komnar úr dönsku á 16. öld. Þannig mætti lengi telja. Torvelt er að sjá hverja nauð- syn ber til að bæla niður sum- ar nýmyndanir á sviði beyg- ingar, ef þær eru innan ramma beygingarkerfisins, eins og slikar nýjungar plaga að vera. Tvímyndir eða þrímyndir auka á fjölbreytni málsins og stund- um er ein þessara mynda fast- bundin sérstökum stíl eða á- kveðnum orðasamböndum. (Alla vega er hægt að fara um þjóðvegi á marga vegu.) Fáein nafnorð koma fyrir í tveimur kynjum í fornmáli (t. d. dyr, föl og skyn, sem eru til bæði í kvenkyni og hvorug- kyni). Oftast nær hefur annað kynið orðið ofan á, en önnur orð hafa skipt um kyn — stundum aðeins í sumum myndum, eins og fótur, sem heldur áfram að vera karlkyns í eintölu, en fætur eru oft kven- kyns í mæltu máli í samræmi við hendur, og hefur svo verið síðustu aldirnar. Þá hefur fallstjórn og önnur notkun einstakra falla verið ofurlitið á reiki. T. a. m. stjórn- ar forsetningin án í fornu máli ýmist þolfalli, þágufalli eða eignarfalli án þess að um merkingarmun sé að ræða, og sögnin að flýta, sem víðast hvar stjórnar þágufalli (flýttu þér), getur stjórnað eignar- falli í Skaftafellssýslu og sums staðar á Austfjörðum (flýttu þín / flýtt’ín). Alkunna er að á síðustu áratugum hefur ver- ið tilhneiging til þess að þágu- fall leysti þolfall af hólmi með nokkrum ópersónulegum sögn- um ( mér langar fyrir mig langar o. þ. h.), en þá breyt- ingu hafa verðir tungunnar talið til sjúkdóma („þágufalls- sýki“). Tökuorð og nýgervingar Allt fram á 19. öld voru orð og orðasambönd tekin upp í ís- lenzku úr öðrum málum við- stöðulítið, en fjöldi tökuorða var þó tiltölulega lítill í mál- inu, t. a. m. miðað við önnur norræn mál, vegna einangrun- ar landsins og styrks tungunn- ar, og auk þess var notkun f jöl- margra erlendra orða bundin að mestu við mál lærðra manna og þeirra fáu sem á verzlunar- stöðum bjuggu. Málhreinsunar- menn 19. aldar færðust æði mikið í fang, þvi að þeir lögð- ust ekki aðeins gegn tökuorð- Jónas Friðrik: FINGRAÐ UM STRENGI Þótt fingur vorir skreyttir svartrendum nöglum slái eigi strengi hörpunnar af mýkt og fimi — skulum vér samt fremja hljóð. Því yrði ekki skógurinn þögull garðstígurinn harður undir fæti og niður lindarinnar einmana ef sá einn fugl syngi sem fegurst hefur hljóðin? Þótt vér sláum ekki þessa hörpu af miklum setningi og fegurstu hljómarnir séu enn óslegnir þá er leikur vor gjörður í góðri meining. Því fálmum vér svartnegldum höndum þetta hljóðfæri sem einhver tónlistarmaður skildi eftir við veginn — og bjóðum fólkinu að hlýða á leik vorn. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.