Samvinnan - 01.08.1971, Síða 24
um sem voru að ryðja sér til
íúms í málinu, heldur einnig
gegn mörgum öðrum sem áttu
sér aldalanga hefð að baki, en
þrátt fyrir það var aðstaða
þeirra að ýmsu leyti góð, því
að hreintungustefnan var i
samræmi við þjóðernisstefnu
19. aldar i stjórnmálum og bók-
menntum og þá bjó enn mikill
meirihluti þjóðarinnar í sveit-
um landsins og talaði mál sem
var að miklu leyti laust við
marga þá agnúa sem gegn var
barizt.
Hitt orkar tvímælis, hvort
æskilegt sé eða tækilegt að
halda fram einstrengingslegri
hreintungustefnu á ofanverðri
20. öld, þegar margt horfir öðru
vísi við en á öndverðri 19. öld,
þegar atvinnu- og þjóðfélags-
hættir á íslandi voru lítt
breyttir frá því sem verið
hafði um aldaraðir.
Þessa áratugina flæða yfir
okkur nýir hlutir og ný hugtök
í stríðari straumum en nokkru
sinni fyrr. Og allt þarf þetta
sín orð. Margir góðir menn
hafa lagt kapp á nýyrðasmíð,
en hafa þó varla við. Mörg ný-
yrði hafa tekizt með ágætum,
en önnur miður vel; þau hafa
verið löng eða á suman hátt
óþjál, ellegar að merking þeirra
verður óljós eða víð, einkum ef
um er að ræða afströkt orð
sem sett eru saman af kunnum
stofnum. Það er nefnilega ekki
alltaf að það gagnsæi, sem
hreintynglar telja kost nýgerv-
inga fram yfir tökuorð, sé kost-
ur i raun og veru, þvi að tengsl
við önnur orð geta valdið því
að merking orðanna verði fljót-
andi i vitund manna, að hún
öðlist ekki þá festu sem nauð-
synleg er til nákvæmrar tján-
ingar.
Ég hef ekki svipaða afstöðu
til erlendra orða og rasistar
hafa til annara kynstofna en
síns eigin, og ég er þeirrar skoð-
unar að við nýmyndanir ætti
að gera miklu meira að því en
gert er að búa erlendum orðum
íslenzkan búning, ef mögulegt
er með góðu móti. Stundum
gerist þetta af sjálfu sér og
tekst ágætlega, enda þótt rit-
málið taki treglega við mörg-
um þessara orða: „Style“ er
ótækt orð i málinu, bæði vegna
stafsetningar og beygingarleys-
is, en stæll fer prýðilega og
beygist eins og hæll; gamla
tökuorðið stíll hefur ólíkar
merkingar. Líkt er um tape og
grape, sem eru afleit, en teip
og greip fara vel og beygjast
eins og reipi til forna (reip).
Eða því skyldi ekki mega nota
orðið bar með öllum sínum
samsetningum (brauðbar, vín-
bar, barstóll, barþjónn)? Nei,
etúku vilja hreintynglar
kalla það og tala um vínstúku
stúkumönnum til angurs og
vínneytendum til að hlæja að,
og samvizkusamir þýðendur
nota þetta orðskrípi þegar þeir
eru að þýða mælt mál og setja
jafnvel inn í kvikmyndatexta,
þar sem oft þarf þó að spara
plássið.
Mér finnst lika heldur fánýt
iðja og jafnvel skaðleg að vera
að rembast við að ryðja úr
málinu orðum og orðasam-
böndum, sem af erlendum toga
eru spunnin, en hafa aðlagazt
íslenzku beygingarkerfi og ver-
ið notuð i málinu í áratugi eða
jafnvel aldaraðir. Andstaða
gegn þessum aðkomuorðum er
líka oft tilviljanakennd, því að
sum fá að vera óáreitt, en önn-
ur eru lögð í einelti. Til dæmis
má taka að fáir munu amast
við lýsingarorðunum slæmur og
nízkur en sagnirnar brúka og
ske hafa verið úthrópaðar og
heyrast æ sjaldnar. En allt eru
þetta tökuorð frá 16. öld.
Málhreinsun og málrækt
Ég hef hér að framan sett
fram skoðanir sem að nokkru
leyti fara í bága við þá stefnu
sem hefur verið ríkjandi í is-
lenzkri málrækt í hálfa aðra
öld. Rétt er að taka fram að ég
lít svo á að æskilegt sé að varð-
veita eftir föngum gamlar
beygingarmyndir, orð og orða-
sambönd, sem enn er lifandi
mál á vörum fólks. Með því
móti er geymdur fjölbreytileg-
ur orðaforði og viðhaldið sam-
bandinu við eldra mál og bók-
menntir — ekki málsins sjálfs
vegna, heldur tjáningar vegna
og skilnings, því að ekki má
gleymast að málið er ekki að-
eins sameiginlegt tjáningar-
tæki þeirra kynslóða sem sam-
tímis eru á dögum, heldur er
einnig æskilegt að menn geti
í rituðu máli — og raunar töl-
uðu lika eftir tilkomu hljóðrit-
unar — tjáð hugsun sína,
reynslu og list óbornum kyn-
slóðum. Og á það er vart þörf
að minna, hver styrkur það
hefur verið íslenzkri menn-
ingu, að þessi fámenna þjóð
skuli á öllum tímum hafa get-
að notið þess sem allar fyrri
kynslóðir í landinu höfðu fært
í letur.
Um þetta atriði, varðveizlu
þess sem lifandi er og af ís-
lenzkum uppruna, ætla ég að
enginn ágreiningur sé.
Ég er líka þeirrar skoðunar
að nýyrðasmíð af íslenzkum
stofnum sé æskileg og nauð-
synleg, vegna þess að það er
ekki nema nokkur hluti þeirra
Jónas Friðrik:
LJÓÐ í VINNUTÍMA
Þetta Ijóð yrki ég í vinnutíma
— og þar sem ég starfa hjá hinu opinbera
þá er þetta oþinbert Ijóð
greitt af almannafé
— eða almannaljóð
greitt af opinberu fé.
Hví skyldi ég ekki
reyna að lifa af list minni
þegar ég get?
Og þetta er sem sagt
í fyrsta sinn
sem ég fæ borgað fyrir að yrkja.
Hitt þykir mér svo aftur öllu lakara
að þetta skuli jafnframt
vera lélegasti leirburður
sem ég hef framið
— en hvað er hægt að ætlast til mikils
af 17. launaflokk 2. stigs?
erlendu orða sem berast með
nýjum hlutum og hugmynd-
um, sem unnt er að færa í
íslenzkan búning svo vel fari.
En ég er andvígur skipulagðri
útrýmingu tökuorða sem hafa
unnið sér þegnrétt i tungunni,
því að fækkun tökuorða jafn-
gildir minnkun á orðaforða
tungunnar og dregur úr mögu-
leikum á að segja það sama á
tvo eða fleiri vegu, annað hvort
til þess að forðast endurtekn-
ingar, ellegar til þess að aðlaga
sig mismunandi stíl eða að-
stæðum, og auk þess er á það
að líta að útrýming gamalla
og algengra tökuorða hefur i
för með sér að mál genginna
kynslóða, sem hafa lifað og
skrifað allt frá dögum Grettlu-
höfundar og fram til Fjölnis-
manna og raunar enn lengur,
verður torskildara en ella þyrfti
að vera.
Að mínum dómi á málræktar-
starf að beinast að þvíaðauðga
tunguna og auka tjáningar-
hæfni málnotenda fremur en að
myrða orð og afneita ósjálf-
ráðum málbreytingum sem orð-
ið hafa og eru að verða, en ég
er þeirrar skoðunar að sá
klofningur, sem er að verða á
milli daglegs talaðs máls og
viðurkennds ritmáls, sé að
komast á mjög alvarlegt stig.
Ég hef grun um að þau séu
orðin svo mörg orðin, orðasam-
böndin og beygingarmyndirn-
ar, sem skólanemendum er
tamt að nota í daglegu tali, en
kennarar amast við eða banna
í stílum nemenda, að nemend-
um verði sitt eigið ritmál fram-
andi og að þeir fyllist málótta,
að þeir verði ragir — bæði í
skóla og eftir að skólagöngu
lýkur — við að tjá sig í riti, þó
ekki sé nema í sendibréfi, eða
að taka til máls á opinberum
vettvangi, því að þeir óttast að
brjóta þá bannhelgi orða og
orðmynda, sem þeim hefur ver-
ið innrætt. Eftir því sem am-
azt er við fleiru, eftir því verð-
ur nemendum torveldara að
muna hvað talið er óæskilegt,
og þetta eykur á óöryggi mál-
notandans gagnvart þvi máli
sem er þó hans eigið móðurmál
og getur gert það fátæklegra
eða annarlegra en vera þyrfti.
Vissulega geta ýmsar róttæk-
ar málbreytingar verið óæski-
legar vegna þess að þær draga
úr kostum málsins sem tján-
ingartækis, svo að full ástæða
er til að vera á verði í þeim
efnum, en sjálft líf tungunnar
og um leið sjálfstæðrar þjóð-
menningar er kannske í meiri
hættu nú en nokkru sinni áður.
Ef haldið er áfram að bægja
frá ritmáli drjúgum hluta orða,
orðasambanda og beygingar-
mynda sem koma upp af sjálf-
um sér í máli hverrar nýrrar
kynslóðar, þá gæti svo farið að
þeim fjölgaði í landinu sem
þætti eins þægilegt að tjá sig
á ensku eins og að gera það á
íhaldssömu ritmáli íslenzku.
Afstaða til tökuorða og ann-
arra málnýjunga kynni að
skipta sköpum um það hvort
íslenzk tunga heldur áfram að
lifa og verður betra tjáningar-
tæki en nú er, ellegar hún
verður aðeins minnisvarði um
menningu sem var.
Stefán Karlsson.
24