Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 25
Finnur Torfi Hjörleifsson: íslenzkt mál eða úrelt fræði Ég er íslenzkukennari. Þó fer mikill hluti þess tíma sem mér er ætlaður til kennslunnar í að kenna nemendum annað en móðurmálið. í stað þess að kenna þeim að tala og rita „ástkæra ylhýra málið“ er ég önnum kafinn að troða í nem- endur sérteknu kerfi, sem á lítið skylt við almenna mál- notkun og gengur víða í ber- högg við skynsamlega hugsun. Kerfið kallast málfræði. Vita- skuld vil ég ekki kenna svona. Mér er raun að því að heita móðurmálskennari og kenna það ekki. Þess vegna reyni ég, svo sem ég hef vit og orku til, að kenna nemendum mínum að tala og rita íslenzkt mál. En það er hægara sagt en gert. Málfræðikerfið hefur nefnilega stoð af öðru kerfi sem til ein- földunar mætti nefna lands- próf. Það er reyndar net af kerfum, þéttriðið milli tveggja teina. Annar er unglingapróf — landspróf miðskóla — gagn- fræðapróf. Hinn er námsskrár unglingastigs, landsprófs mið- skóla og gagnfræðaprófs. Þetta er löng nót, og í hana eru flæktir allir íslenzkukennarar gagnfræðastigsins. Hvað er maðurinn að fara? Er málfræðin ekki einmitt til þess fallin og ætluð að kenna mönnum að tala og rita rétt mál? Má vera. En hér þarf að- gæzlu við. í fyrsta lagi: Þótt málfræði geti e. t. v. gegnt þessu hlutverki, er ekki þar með víst að það málfræðikerfi, sem um langan aldur hefur ver- ið einrátt í islenzkum skólum, geri það. Það er margra manna mál að það kerfi sé löngu staðnað og úrelt. Sumir vilja meira að segja halda þvi fram að það hafi aldrei verið í sam- ræmi við málnotkun íslend- inga. Stefán Jónsson kallar kerfið latneska málfræði, „sem einhver íslenzkaði fyrir hundr- að árum og hefur verið kennd í skólum landsins allar götur síðan sem íslenzk málfræði, þangað til hún er nú orðin að giktarhnút í ósjálfráðatauga- kerfinu milli hjarta og tungu- róta."1) í þessu sambandi er rétt að benda á ritdóm, sem dr. Hreinn Benediktsson pró- fessor skrifaði um Setninga- fræði Haralds Matthíassonar.2) Um þennan ritdóm segir Hreinn sjálfur, að hann hafi haft hann sem tilefni til að kanna fræðilega undirstöðu þessa þáttar i móðurmáls- kennslu í skólum. „Var niður- staða ritdómsins i skemmstu máli sú, að þennan þátt í námsefninu skorti í megin- dráttum fræðilegan grund- völl.“3) í námsskrá fyrir landsprófs- deildir miðskóla stendur: „Markmið málfræðikennslu er að veita nemendum öryggi til að tala og rita rétt mál.“4) Fleirum en mér kann að verða ráðafátt að ná því markmiði með málfræði sem skortir fræðilegan grundvöll. í öðru lagi væri ekki úr vegi að menn veltu fyrir sér merkingu hug- takanna rétt mál og rangt mál. Það virðist vera rótgróin skoð- un margra málfræðinga, þar á meðal þeirra manna er semja þrjú fyrrnefnd landspróf, að málinu megi fyrir fullt og fast skipta í tvo flokka, rétt mál og rangt mál, rétt eins og það væri samsafn óumbreytanlegra hluta, eins konar gullakassi fyrir þá að ráðskast með. Þarna sitja þeir lon og don við að tína upp úr kassanum, raða saman snyrtilega i réttamálshólfið, en fleygja öðru með forakt i rangamálshólfið. Óðir og upp- vægir verða þeir ef einhver gerist svo djarfur að trufla þessa greiningu, einkum ef menn þykjast finna eitthvað nýtilegt í því sem þeir hafa forkastað. Þar skal hver hlutur dúsa um aldur sem þeir hafa fundið honum stað. Mér er ekki fullljóst hverjar forsendur menn vilja hafa fyrir þessari skiptingu. Þó heyrist stundum talað um, að varðveita beri beygingakerfi tungunnar, og iðulega er vitnað til málhefðar. En engin hefð er ævarandi. 1) Nú-Nú, bókin sem aldrei var skrif- uð, Rvk. 1970, formáli bls. 5. 2) Morgunbl. 2. nóv. 1966. 3) Mbl. 30. nóv. 1966. 4) Drög að námsskrá í landsprófs- deildum miðskóla skólaárið 1969—70, bls. 7. Nýir tímar krefjast nýrrar tjáningar, og hún brýtur iðu- lega hefðbundin form. Sá múg- ur sem málið þróar er heldur ekkert gefinn fyrir að hugsa kerfisbundið né eftir forskrift fyrri tíma. Hér gæti verið gagnlegt að skoða það sem Jóhann Hannes- son, fyrrverandi skólameistari, segir um málfræði í ritgerð sinni Kennsla lifandi tungna5 6), m. a. þetta: „Það er algengur misskiln- ingur, að málfræði, eða mál- fræðireglur, séu „lögmál tung- unnar“, sem mælandanum sé skylt að þekkja og haga sér eftir á sama hátt og borgaran- um ber að haga sér eftir lögum þjóðfélagsins. Ámóta algengur er annar misskilningur, sem sé sá að málfræði fjalli fyrst og fremst um rétt og rangt mál. Frá sjónarhóli málvísindanna er hvorttveggja fjarstæða. Mál- fræðireglur eru ekki fyrirskip- anir, og dómar um réttleika máls eru ekki málfræðilegir heldur þjóðfélagslegir, venju- lega stéttbundnir á einn eða annan hátt. Málið byggist ekki á málfræðinni, heldur öfugt. Málfræði tiltekins tungumáls er einungis lýsing á málrænni hegðun þeirra, sem tungumálið tala, safn af alhæfingum um það, hvernig mælendur tung- unnar haga máli sínu. Slíkar alhæfingar eru eðlilega mis- fullkomnar, því áð þekking okkar á hinum ýmsu þáttum hvers tungumáls er mismikil. Kemur þetta ekki sízt fram í kennslubókum í málfræði." Ég fæ ekki betur séð en skyn- samlegt sé að líta á hugtökin rétt mál og rangt sem afstæð, þ. e. háð tíma og rúmi, likt og gott og illt. í bernsku minni man ég til að hafa heyrt fólk tala þessu líkt: Það hefur nú verið gott veður til landsins í sumar, þótt tíðin hafi verið rysjótt til sjávarins. Við þetta væri ekkert að athuga, ef það hefði ekki verið sama veðrið á sjónum og uppi á ströndinni. En það gaf ekki á sjó þótt góð- ur væri heyþurrkur. Hátíðlegt orðaval í stólræðu er gjörsam- lega ónothæft i hópi góðglaðra sjómanna, og það ekki síður þótt rétt sé beygt. „Málið er tæki andlegra samskipta þeirra sem það tala og rita á hverjum tíma, og það er lykill að bók- menntum, fornum og nýjum.“°) Þetta er auðvitað mergurinn málsins, og ef einhver nær því 5) 16. kafli 1 bók dr. Matthíasar Jónas- sonar; Nám og kennsla, Rvík 1971, bls. 271. 6) B^ldur Ragnarsson: Mál og mál- notkun, Rvík 1965, bls. 9. Partur af málverki eftir Giorgio de Chirico. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.