Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 26
einhvern tíma að tala eða rita
rétt mál, þá væri það.helzt á
þann veg að mál hans túlkaði
nákvæmlega þá staðreynd,
skoðun eða kennd sem hann
vildi tjá öðrum mönnum.* 1 2 3)
Svo að tekið sé dæmi um
andstæðuna, þá kann það víst
að vera röngu máli að kenna,
að sá sem vill vera fyndinn,
verður leiðinlegur; sá sem vill
vera virðulegur, verður hlægi-
legur o. s. frv.
Meðal annarra orða: Hvað
skyldu spámenn og verðir
hinnar kórréttu málfræði segja
um kerfisbrot sem þessi?
Náttúrunnar numdir mál,
numdir tungur fjalla ...
þá er það víst að beztu
blómin gróa
í brjóstum sem að geta
fundið til.
Þeir Grímur og Jónas þykja
enn fullboðlegir í lestrar-
bækur skólanna. Og hvernig
var það, talaði ekki Steinþór
á Hala firna rangt mál í frá-
sögnum sínum í hljóðvarpið?
Skiptir það nokkru máli að
fjöldi íslendinga beið spenntur
eftir næsta þætti?
Mikið vildi ég gefa til að sá
dagur rynni senn að við svo-
kallaðir íslenzkukennarar losn-
uðum við þá réttmálsmöru,
sem krypplað hefur viðleitni
okkar margra til að kenna
ungu fólki að tala og skrifa.
Sá timi sem fer til að kenna
íslenzkum börnum og ungling-
um úrelta og fánýta, að ég segi
ekki skaðlega málfræði, væri
betur nýttur til að kenna þeim
móðurmálið. Hvernig væri til
dæmis að kennarar tækju sig
til að kenna nemendum sínum
að tala. Það er hvort eð er ekki
í önnur hús að venda síðan hið
kyrrstæða íslenzka bændaþjóð-
félag leið, a. m. k. ekki fyrir
stóran hóp barna. í starfs-
greindu tækniþjóðfélagi læra
börn ekki málið, nema að mjög
litlu leyti, i uppvexti með for-
7) Ég set hér tvö dœmi þess hvei-nig
umrœdd tvíhólfun málsins birtist nem-
endum á landsprófum. liæði dæmin eru
frá því í vor (1971). Hið fyrra er úr
landsprófi miðskóla, hið síðara úr gagn-
fræðaprófi:
A) Hvers vegna er rangt mál að segja:
Þannig mönnum er ekki treystandi ?
B) Skrifið upp allar eftirfarandi setn-
ingar og breytið þcim undirstrikuðu
orðum, sem þið tcljið þörf á að
breyta málfræðilega:
1) Kænan rak frá landi.
2) Pilturinn kennir til í gamla meiðsl-
inu.
3) Guðmundur svíður að geta ekki farið
í ferðalagið.
Það vakti fyrir semjendum síðara
verkefnisins að því aðeins væri það rétt
leyst að í 1) væri þolfail, í 2) nefnifall,
í 3) þágufall. Hvaðan kemur þeim heim-
ild til slíkra dóma?
eldrum sínum. Einfaldlega
vegna þess að starfsgreiningin
hefur tvístrað fjölskyldunni.
Skólar og aðrar uppeldisstofn-
anir verða að taka við mál-
uppeldinu, nauðugir viljugir.
Málkennsla í íslenzkum skól-
um hefur verið svo geipilega
vanrækt að jaðrar við þjóð-
arvoða. Stórir skarar íslend-
inga eru mikils til vankunn-
andi i meðferð þessa tækis
andlegra samskipta, sem þjóð-
tunga okkar ætti að vera. Ný-
liði í stétt gagnfræðakennara
sem ætlar sér að hefja umræð-
ur um eitt eða annað í bekkn-
um sínum, rekur sig oftast á
harðan vegg. Bekkjardeild í
slíkum skóla er ótrúlega oft
samsafn ósamhuga, óvirkra og
þögulla unglinga. Þeir svara
ekki þótt þeir viti, spyrja ekki
þótt þeir viti ekki, grípa ekki
fram i þótt þeir fylgist ekki með
eða sjái kennarann gera villu,
skiptast ekki á skoðunum þótt
þeim sé boðið. Af hálfu skólans
er engin skipulögð og samræmd
tilraun gerð til að rjúfa þenn-
an múr þagnarinnar. Talæf-
ingar eru ekki á stundaskrá
(þótt að vísu sé fagurlega um
þær rætt í námsskrám). Fram-
burðarkennsla er litil sem eng-
in, engin tilsögn í ræðu-
mennsku, og afarsjaldgæft að
reynt sé að láta nemendur
leysa verkefni með samræðum
í stórum eða smáum hópum.
Kennarar hafa heldur engan
tíma til að standa í svona
baksi, þeir geta ekki annað en
spriklað i málfræðinetinu. Það
mætti vel segja mér, að í
landsprófsdeildum miðskóla
hyrfi allt að því helming-
ur af íslenzkutímunum í þá
hít. Svona er nú þetta, þrátt
fyrir það að talmálið kemst
enginn maður hjá því að
nota þegar til lengdar lætur.
Margir geta hummað skriftir
fram af sér, en ótalandi maður
— ja, hvað greinir mann frá
dýri? Það er þó áreiðanlega
nokkuð stór hópur vel mein-
andi kennara sem af veikum
mætti bjástrar við að flísa eitt-
hvað úr múrnum, og kannski
einhverjir hafi eygt glætu um
glufu. En hvað má höndin ein
og ein?
Afleiðing þessara kennslu- og
námshátta leynist varla fyrir
heilskyggnum manni, sem
gaumgæfir þjóðlífið. Menn eru
þumbaralegir, klumsa á mann-
fundum, ófærir um að finna
hugsunum sínum og tilfinning-
um form látlausrar ræðu; and-
lega hamlaðar félagsverur.
Þekkið þið ekki íslenzka
greindarmanninn sem situr
þögull og íhugull á fundi í fé-
laginu sinu, en við fundarslit
brestur stífla og hann er kom-
inn i hávaðadeilu frammi á
gangi?
Þvi læra börnin málið að það
er fyrir þeim haft — og þau
hafa það eftir, mætti bæta við.
Tvennt þarf fyrst og fremst til
að kenna mönnum málið, bæði
mælt og ritað: fyrirmyndir og
æfingu. Hvort tveggja er fyrir
neðan æskilegt lágmark i ís-
lenzkum skólum. Þó er hið rit-
aða mál miklum mun betur
statt en talmálið. Vantar samt
mikið á, að kennarar og nem-
endur hafi úr að velja nægileg-
um bókakosti, og ritþjálfun er
víða óveruleg. Það mun t. a. m.
fátítt að ritæfingar séu reglu-
lega á stundaskrá nemenda.
Það er ekki pláss, það þarf tima
til að búa þá undir próf i
hólfa-málfræði. Hin síðustu ár
hafa þó íslenzkukennarar átt
kost á, ef ekki kennslubókum,
þá handbókum til ritgerðar-
kennslu. Mér er kunnugt um,
að sumir kennarar hafa ekki
haft fyrir því að lesa þessar
bækur, hvað þá að styðjast við
þær í kennslu. En allir kennar-
ar láta nemendur skrifa ein-
hverja stila, enda er þjóðin
tæpast eins illa skrifandi og
hún er talandi. Samt er hún
óhugnanlega lítið gefin fyrir
skriftir. Mig minnir það sé ekki
langt siðan rannsókn (erlend)
leiddi i ljós, að islenzk útflutn-
ingsfyrirtæki svöruðu ekki fyr-
irspurnarbréfum um fram-
leiðsluvörur sínar. Af hverju
skyldi það stafa? Sitja ekki
skólalærðir menn í forstjóra-
stólum íslenzkra fyrirtækja?
Þessa stuttu grein mína ber
ekki að skoða sem tilraun til
að leggja fræðilegt mat á móð-
urmálskennslu i íslenzkum
skólum. Til þess hef ég hvorki
tima né aðstæður. En ég vildi
að hún yrði starfsbræðrum
mínum hvatning til þess að rífa
i tætlur með sameiginlegu átaki
kerfið sem þvingar okkur.
Heyri þeir sem enn ugga að sér
í netinu.
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Jónas E. Svafár:
VERTÍÐARBOÐORÐ
faðir vor þú sem ert á himnum
höfuð þitt er fullt tungl
sem veður í skýjum
en hjartaS er sólarlag
morgunroSans
helgist þitt nafn
í heimsskauti mánasigSar
af sólargangi árstíSanna
tilkomi þitt ríki
í landheigi hvitasunnunnar
meS veldissprota jarSeplisins
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni
er ferS þú á fjörur viS hafiS
og skapar líf í meyjarmerkinu
gef oss í dag vort daglegt brauð
og sneiS þeim sem eiga
fyrirgef oss vorar skuldir
þær eru hvorki fugl né fiskur
en lánstraustiS falliS í gjalddaga
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum
kvenfólki æsku og öldungum
eigi leið þú oss í freistni
meS kvikfé iSnaSi og verzlun
heldur frelsa oss frá illu
veðurfari í skerjagarSi á krossgötum
því að þitt er ríkið mátturinn og dýrðin
með aflabrögð í verðlagi
á heimsmarkaði
að eilífu amen
26