Samvinnan - 01.08.1971, Page 27

Samvinnan - 01.08.1971, Page 27
Jóhann S. Hannesson: Ádrepa um málfarslega stéttaskiptingu Annar bekkur unglingastigs er síðasti bekkur skyldunáms, en samkvæmt hversdagslegri skilgreiningu er það markmið skyldunáms að sjá nemendum fyrir undirbúningi undir þátt- töku í lífi og starfi þjóðfélags- ins. í námsskrá fyrir nemend- ur á fræðsluskyldualdri segir svo um kennslu i stafsetningu og stilagerð i öðrum bekk ungl- ingastigs: „Z-reglur skulu kenndar þeim nemendum, sem lengst eru komnir. Nemendur séu látnir nota stafsetningar- orðabók." Gera verður ráð fyr- ir því, að þeir, sem lengst eru komnir, séu minni hluti nem- enda. Meiri hluti nemenda lærir þvi ekki z-reglur, en án reglna er ekki hægt að læra að skrifa zetu þar sem við á; það verður ekki lært af staf- setningarorðabók. Meiri hluti nemenda verður því ekki sendi- bréfsfær með þeirri kennslu, sem hann fær á skyldunáms- stigi. Eins og allir vita, skipar sá, sem ekki er sendibréfsfær, lægri sess í þjóðfélaginu en hinn, sem er það. Að því leyti sem stafsetning er þáttur i meðferð tungunnar vinna skól- arnir þannig að því með ágæt- um árangri að skapa málræna stéttaskiptingu í landinu. Enginn vel innrættur maður lætur sér til hugar koma, að skólarnir geri þetta ótilneydd- ir. Þeir eiga ekki annars úr- kosti: stafsetningin, sem þeim er lögboðið að kenna, er ein- faldlega svo flókin, svo fjar- læg hljóðkerfi tungunnar, að til að ná á henni fullu valdi þarf skólagöngu langt fram yf- ir skólaskyldualdur. Til skamms tíma var stafsetning einhver mannskæðasta námsgrein í fyrsta bekk menntaskóla, og jafnvel stúdentar stafsetja ekki nema í meðallagi vel að sögn margra kennara þeirra. Stafsetningarleg lágstétt Þessi vandasama stafsetning var að sjálfsögðu ekki fundin upp með það fyrir augum að gera nemendum erfitt fyrir. Ég er raunar sannfærður um, að þeir sem að henni stóðu muni alls ekki hafa talið hana erf- iða, heldur hafi þeir litið svo á, að hverjum meðalgreindum manni, eins og það er kallað, ætti að vera vandalaust að ná á henni sæmilegum tökum. En ég er líka sannfæður um, að sú meðalgreind, sem sífellt er vitnað í til varnar hinum og þessum kröfum skólanna til nemenda, var reiknuð út (og það harla lauslega) á þeim timum, þegar þjóðfélagið skorti getu eða hugsjónir eða hvort tveggja til að sjá öðrum en fá- einum útvöldum fyrir tæki- færi til skólagöngu. Að minni hyggju eru hugmyndir okkar um nám og kennslu, menntun og menningu, enn mestmegnis sniðnar við aðrar þjóðfélags- aðstæður en þær, sem ein- kenna, eða ættu að einkenna, það jafnréttis- og lýðræðis- þjóðfélag, sem við af meiri einlægni en félagslegri þekk- ingu og skilningi erum að reyna að koma á. Stafsetning- in er einungis óvenjulega glöggt dæmi um úrelding getu- mælikvarða. Námsskráin ber því augljóst vitni, að hin lög- boðna stafsetning er ekki með- færi málgreindra nemenda, þegar nemendahópurinn er ó- tind þjóðin. Afleiðingin er sú, að ritháttur mikils fjölda manna hamlar því, að þeir njóti fullrar virðingar í þjóð- félaginu. Hvað sem segja má um almenna stéttaskiptingu á íslandi, er það deginum ljós- ara, að við erum búin að koma okkur upp stafsetningarlegri lágstétt. Þegar lesandinn er bú- inn að hlæja að þessu fárán- lega hugtaki, bið ég hann, ef hann treystir sér til, að hlæja svolítið að þvi fáránlega þjóð- félagi, sem lætur sér lynda að skólar þess hafi, algjörlega að óþörfu, öfug áhrif við þau, sem þeim er ætlað að hafa. Okkur er í sjálfsvald sett að lögskipa stafsetningu, sem ekki er tor- lærðari en svo, að á henni megi ná valdi á skemmstu eðlilegri skólagöngu. Dæmið af stafsetningar- kennslunni má alhæfa eitt- hvað á þessa lund: Ef skilyrði fyrir tilekinni félagslegri við- urkenningu er lengri skóla- ganga en allur þorri manna á kost á eða hefur tök á, verða skólarnir óhjákvæmilega tæki til að viðhalda stéttaskiptingu þar sem hún er fyrir og skapa hana þar sem hún var ekki áður til. Það væii fróðlegt að vita, hvernig hin ýmsu svið skóla- menntunarinnar skipast í tign- arstiga eftir því, hvaða félags- leg viðurkenning fylgir kynn- um af hverju þeirra um sig — hvort til dæmis kunnátta í er- lendum tungumálum nýtur meiri virðingar en skynbragð á félagsmál — en sem betur fer þarf ekki að fást um það hér. Móðurmálið hefur í þessu efni algjöra sérstöðu meðal náms- greina. Það er kunnara en um þurfi að efast, að tiltekin með- ferð á tungunni er algjört skil- yrði fyrir tiltekinni félagslegri viðurkenningu. Spurningin hér er einungis, hvort í þessu fel- ist málræn stéttaskipting og, ef svo er, hvern þátt skólarnir eigi í henni. Varðandi staf- setninguna hef ég þegar svar- að spurningunni játandi og skellt skuldinni á skólana, eða öllu heldur á alþjóð, sem segir skólunum fyrir verkum. En stafsetning er dálitið sér á parti, meðal annars vegna þess, að þar eru skólarnir að heita má einir að verki. Við skulum aðeins hugleiða aðra þætti í meðferð tungunnar. Einstæður arfur Það er þjóðtrú á íslandi, að hér sé engin stéttaskipting. Eins og öll þjóðtrú á þessi trú sér rætur í veruleikanum, og ein rótin er sú almenna til- finning, að allir landsmenn tali eitt og sama tungumál, að eng- inn þjóðfélagshópur njóti for- réttinda eða sé settur hjá vegna málfars síns, að félags- staða og málfar séu ótengd fyr- irbæri. Þessi tilfinning er á rökum reist. Enn sem komið er getum við ekki af mæli manns ályktað neitt með vissu um at- vinnu hans, efnahag eða menntastig. Um þetta þarf ekki að orðlengja; allir, sem skipt hafa orðum við ókunnuga, kannast við þetta af eigin reynslu. Allt annað mál er það, að ókunnugur maður getur verið þannig máli farinn, að félagslegir fordómar okkar komist í spilið og við skipum honum skör lægra en okkur sjálfum og okkar likum. En þegar svo ber við, dæmum við manninn sem einstakling, ekki sem fulltrúa tiltekins félags- hóps eða stéttar. í hugum okk- ar er lélegt málfar persónuleg ógæfa, ekki félagslega ákvarð- að böl. Þetta sameiginlega málfar allra stétta á íslandi er einstætt meðal vestrænna þjóða. Að mínum dómi er það dýrmætasti arfur íslendinga og óviðjafnan- leg félagsleg auðlind. Ef rétt er á haldið, getur það borið okkur hálfa leið til þess jafn- réttis og þeirrar gagnkvæmu virðingar allra þegna þjóðfé- lagsins, sem er yfirlýst félags- leg hugsjón okkar allra. Ég er ekki að státa af þessum auði; hann hefur áskotnazt okkur Partur úr mynd eftir Jan Lenica. 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.