Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 30
sem lítlð vald hefur á tungunni (enda þótt hann hafi að nokkru atvinnu sína af máli og málnotkun). Auk þess gætir nú (eðlilega) meir en áður mál- firringar meðal ákveðinna hópa (ungs) fólks, en hvort tveggja er þetta afleiðing auk- innar stéttaskiptingar vegna breyttrar verkmenningar og betri fjárráða og lífsafkomu, sem leitt hefur til síaukinnar sóknar eftir meiri lífsþægind- um. (Þessi fyrirbæri eru ekkert einsdæmi fyrir íslenzkt sam- félag, þótt breytingin hafi e. t. v. orðið örari en annars stað- ar.) íhaldssemi Benda mætti lesendum á, að þótt íslenzkt málkerfi sé á margan hátt afar flókið og hafi um langan tíma verið æði ólíkt málkerfum nágranna- tungnanna, hefur samfélaginu tekizt að varðveita áhrifamátt daglegs máls og viðhalda kerf- inu. Samhengi íslenzkra bók- mennta á sinn þátt í þessu, en einnig sú staðreynd, að enn hefur ekki myndazt djúp milli daglegs máls og máls bók- menntanna. Þvert á móti hef- ur daglegt mál oft auðgað mál bókmenntanna (íslendingasög- ur, Jónas Hallgrímsson, Þór- bergur, Laxness, Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör), og al- kunnugt er, að vegna áhuga almennings á skáldbókmennt- um hefur (upphafið) mál þeirra iðulega orðið grundvöll- ur daglegs máls. Allir þekkja menn, sem tala eins og íslend- ingasögurnar ellegar eins og þjóðsagan, og um skeið tömdu ungir, róttækir menn sér mál verka Laxness, þótt því sé e. t. v. lokið nú; og með auknu frelsi í hugsun og verkum hefur mik- ill hluti þjóðarinnar notað sama mál og þeir bræður Þór- bergur og Steinþór. í þessu sambandi er freist- andi að benda á, að þegar ís- lendingar eignast bókmál, fyrstir þjóða í Evrópu á mið- öldum, stuðlar það að stöðlun málsins og leiðir síðan til ákveðinnar íhaldssemi. Þessar- ar íhaMssemi gætir enn, eink- um í kennslu, svo og í viðhorfi manna er lært hafa að forðast dönskuslettur (þótt það sé að verða „saga blott“, því enginn kann lengur dönsku). En meðal skálda okkar og rithöfunda hefur stöðugt verið ákveðinn hópur, sem virt hefur að vett- ugi kreddur um mál og stíl og reynt að endurnýja mál sitt til að auka áhrifamátt þess. Hugs- anlegt er, að þessi hópur (þótt fámennur sé) hafi unnið meira gagn með stríðlyndi sínu en allir móðurmálskennarar í 50 ár (að undanteknum mæðrum okkar). Lærður bandarískur málfræðingur hefur líka sagt, að málvísindi heimsins séu að mestum hluta til list, þar sem þeir hafi komizt lengst, er fyrir tilviljun mannlegs lífs hafi þroskað með sér málsmekk og máltilfinningu — ekki hinir sem fylgt hafi strangast lærð- ustu KENNINGUM um málið. Og höfundur fyrstu málfræði- ritgerðarinnar (frá því um miðja 12tu öld) segir, að skáld séu upphafsmenn og frum- kvöðlar allrar málrýni. Endurnýjun í skáldbókmenntum er áhrifamáttur málsins notaður markvisst. Blæbrigði í merk- ingu orða og hljómur getur tekið að skipta meira máli en sjálft samhengi orða og sú hugsun, sem að baki þeim ligg- ur. Eftir lifa þá aðeins hughrif, sem orðin geta kallað fram vegna fjölþættra tengsla sinna í reynsluheimi skáldsins og les- andans. (í frásagnarbckmennt- um er venjubundin merking orðanna hins vegar aðalatriði.) Svo langt getur skáld gengið í tjáningu sinni, að það gefur út bók með auðum síðum. En einnig sá háttur getur skapað áhrif eins og um mál væri að ræða, því málleysi og þögn eru afsprengi máls og tals. Margir þekkja e. t. v. söguna úr leikriti Saroyans um unga manninn, sem aldrei hafði skrifað lengra kvæði en eitt orð: Tré, Blóm. Þannig voru kvæði hans. En einn dag áræddi hann að skrifa kvæði, sem var TVÖ ORÐ: Bróðir m i n n , af því hann hugsaði svo mikið um bróður sinn. Þetta var óvenjulegt. En ein- mitt óvenjuleg notkun máls vekur ögrun, sem hugsanlegt er, að sé undirstaða allrar endurnýjunar, þar á meðal endurnýjunar málsins, sem aftur er grundvöllur áhrifamáttar þess. Og þar sem þessi ögrunarviðleitni er fyrir hendi, verður endurnýjun, og svo er guði fyrir að þakka, að í íslenzku málsamfélagi er og hefur lengi verið fyrir hendi ögrun í margvíslegri mynd. Þetta hefur líka leitt til þess, að endurnýjun íslenzks máls hefur átt sér stað, og gagnsæi málsins og forn grundvöllur þess hefur verið hafður að leið- arljósi. Fyrir þessar sakir hef- ur tilfinning fyrir máli og stíl orðið almenningseign og mál- leg menning þjóðarinnar und- irstaða alls lífs hennar. Mál og hugsun Að lokum er vert að endur- taka, að mál og málnotkun eru ekki einangruð fyrirbæri mannlegs atferlis (eins og margur hefur hyllzt til að trúa vegna ófrjós málfræðistagls í íslenzkum skólum), heldur þáttur mannlegs lífs og vitund- ar. Vitur maður hefur sagt, að næst því að ganga uppréttur, sé málið manninum dýrmætast. (Hugsanlegt er, að þetta tvennt sé líffræðilega tengt og notkun handa og stjórn heilans á tal- starfseminni sé afleiðing þess að ganga á afturfótunum!) Menn hafa og lengi velt því fyrir sér, hvort tal sé óháð hugsun, hvort menn hugsi í ákveðnum máleiningum eða hvort hugsun sé til án orða. Málfræðingar og málvísinda- menn hafa einnig reynt að kanna, hvað gerist, þegar menn tali og nemi mál. Nýjustu kenningar málvís- indamanna gera ráð fyrir, að sömu grunnreglur gildi fyrir öll tungumál. Reisa þeir þessa skoðun sína m. a. á þeirri stað- hæfingu, að starfsemi heilans sé eins um allt, er lýtur að máli mannsins; það sé því mannin- um meðfætt. Áður hafa menn haldið því fram, að mál væri áunnið og mótað af umhverfinu. Börn sem ælust upp utan málsam- félagsins yrðu mállaus, jafnvel þótt þau væru mörg saman. (Af mannúðar sökum hefur til- raun með þetta ekki verið gerð.) Sumt bendir til, að þetta sé ekki rétt: Fyrir hefur komið, að systkini hafa gert sér sér- stakt (og fullkomið) mál, sem ekki var tekið eftir máli um- hverfisins, og sumir barnasál- fræðingar halda því fram, að mál barna sé í ýmsum grund- vallaratriðum ólíkt máli full- orðinna og ekki mótað af því. Erfitt er að meta, hvor kenn- ingin er rétt. Hugsanlegt er, að báðar séu kenningarnar (að nokkru) réttar: að mannsheil- inn hafi (í 30 milljónir ára) búið yfir ákveðnum hæfileika til mállegrar tjáningar, sem setji málkerfinu og gerð þess ákveðin takmörk, þannig að g.'unnreglur málsins séu hinar sömu alls staðar, þótt svo at- ferli umhverfisins móti (að mestu) notkun þessara grunn- reglna á ýmsum stigum. En hvað rétt er í öllu þessu, er öldungis óvist. Hitt stendur óhaggað, að saga mannkynsins, svo langt sem rakið verður, er saga talandi fólks og þróaðra málsamfélaga, og án þessa fé- lagslega tjáningartækis væri maðurinn ekki til. Umræður um gildi og mat okkar á málinu eru því mikilsverðar. Með þeim er e. t. v. unnt að stuðla að endurnýjun málsins og aukn- um áhrifamætti þess (þótt annað kunni þó að lokum að ákveða örlög þess). Tryggvi Gislason. Lárus Már Þorsteinsson; SVERÐDANSINN I skini haustvakinnar sólar dvaldist mér langa daga við ylinn af eldi augna þinna og fiðurlétta snerting vindsorfinna handa. Snjórinn tældi blóð þitt, seiddi játningar úr vínrauðu laufi, flaug með þér yfir víðáttuna og reikulir til sporsins féllu dagarnir í faðm þér. Og enda þótt stöðugt þirti að nýju og augu min nemi hilling vísari daga er mér það Ijóst að sú birta er ekki þín birta að sú birta er vopnuð og elur á losta og grimmd. En að handan við sársaukann, handan við hrokann og beinskeyttan dauðann leyndist kveikjan að upprisu fegurra mannlífs var mér allsendis ókunnugt um unz ég eygði á berangri svefnsins nokkur nýstigin fótspor berfættra barna sem lágu inn I kÍRkjugarð komandi alda og vörðuðu leiðina heim. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.