Samvinnan - 01.08.1971, Síða 35
Gísli J. Ástþórsson:
Floandi i tarum
Legsteinn í Lexington í Massachusetts frá 1761.
íslenskunni er lítið um spé-
fugla. Það er eins og hún
skammist sín heldur fyrir þá.
Það er þá helst ef fólk er að
reyna að vera napurt og ill-
kvittnislegt í garð annars fólks
sem það færist ögn af lífi i
hana. íslenskan er hátíðlegt
mál. Það er ákaflega erfitt að
vera skemmtilegur á íslenska
tungu. Almúgafólkinu er þakk-
að fyrir það hvernig hún „stóð
af sér storma og stríð“, og með
almúgaheitinu skilst mér sé
einkanlega átt við örsnauðan
bændalýð. Það stóð í sagnfræð-
inni minni innan um drepsóttir
og danska skálka. En það hef-
ur verið ábúðarmikið bænda-
fólk sem varðveitti tunguna
okkar í gegnum þrengingarn-
ar; og mér liggur við að segja
þumbaralegt; og því fer fjarri
að ég heyri hlátra út úr hreys-
unum þess á vökunni á kvöldin.
íslenskan er fyrirtak á ung-
mennafélagssamkomum og á
aðalfundi kaupfélagsins og í
hinum árlega fagnaði Slysa-
varnafélagsins þar sem forkólf-
ar slysa á íslandi þakka hver
öðrum vel unnin störf. Hún er
líka hreint afbragð fram af
svölum Alþingishússins í þjóð-
hátiðarrosanum 17. júní. Það
er virðulegur maður á elegant
morgunkjól að vesenast kring-
um fótstall Jóns Sigurðssonar,
og nýbakaðar hvíttypptar stúd-
ínur staulast á eftir honum
með stórefliskrans í fanginu, en
afkomendum bændalýðsins á
íslandi hundleiðist allt það til-
stand, og einungis fimm
skylduræknar sálir manna sig
upp i að leggja forsætisráð-
herra lið þegar hann geiflar
sig framan í hljóðnemann og
rekur upp þetta árlega örvænt-
ingargól sem alþýðan veit af
illri reynslu að er húrrahróp
dagsins.
Kannski það sé sílestur forn-
bókmenntanna öld fram af öld
sem veldur því hvað menn
verða sparilegir í töktum jafn-
skjótt og þeir taka til ritfær-
anna. Það gæti líka verið veð-
urfarið og skammdegið, og það
gæti líka verið meðfædd hlé-
drægni íslendingsins (þ. e.
feimni hans og óframfærni)
sem er ekki í essinu sínu innan
um ókunnugt fólk fyrr en eftir
sjötta glasið, þegar hann þeytir
líka húsmóðurtetrinu beint út
um gluggann og rotar hús-
bóndann og vitnar kjökrandi í
Einar Ben og svoleiðis.
Greindustu menn setja sig í
ankannalegustu stellingar þeg-
ar þeir seilast til pennans. Það
er engu líkara en þeir ætli að
breyta vatni i vin eða jafnvel
að spá í magann á dems
síld á tunnubotni frammi á
bryggju í viðurvist síldarfólks,
en við það tækifæri hef ég séð
guðræknissvipinn á blessuðum
landanum, og fnykurinn af
holdvotu fólkinu svo óbærileg-
ur eftir sex daga törn að kettir
hnerruðu.
Mér er til efs að Mark Twain
hefði orðið Mark Twain hér
uppi á íslandi ellegar að Wode-
house hefði orðið vitundar ögn
úr sinni dillandi lönguvitleysu.
Hvernig hefði Evelyn Waugh
tekist að fóta sig á íslenskunni
eða þá Ungverjanum George
Mikes eða jafnvel höfundi Don
Camillo-bókanna sem leikur
sér (eða lék kannski öllu held-
ur) að kostulegum persónum
og atburðum fremur en orðum?
Takið saman í huganum hve
margar afburðaskopsögur hafa
verið þýddar á íslensku að ég
nú ekki tali um aðrar ritsmíð-
ar sem líka eru kenndar við
skop — sem er raunar afleitt
samheiti (enda vísvitandi rangt
stundum og beinlínis niðrandi)
um þá tegund bókmennta þar
sem höfundurinn horfir ýmist
góðlátlega eða með kuldalegu
glotti eða þá skellihlæjandi á
dynti og heimsku mannfólks-
ins.
Það er engin tilviljun hve
fáir hafa ráðist í að þýða þess-
ar bókmenntir á íslensku, og
hefðu þeir þó sumir betur látið
það ógert. Páll Skúlason kunni
þetta og vann það þrekvirki
meðal annars að koma jafn-
vel Tólfhólka-Tobba Damons
Runyons ljóslifandi til ís-
lenskra lesenda, en ég efast
samt um að hann hefði leiðst
út á þessa braut ef hann hefði
ekki verið stofnandi og ritstjóri
Spegilsins. Hann var ærulaus
maður hvort eð var.
Ég er hræddur um að ís-
lendingar séu lafhræddir við
kímni. Ég held þeir haldi til
dæmis að öll kímniskáld séu
ábyrgðarlausir æringjar. Ég er
ekki viss um að Þórbergur hefði
komist upp með sitt háð (sem
var frábært) og sína mein-
fyndni (sem var engu lík) ef
hann hefði ekki líka verið óvið-
jafnanlegur stílsnillingur, yfir-
lýstur ofviti og í þokkabót svo
sjóðvitlaus bolsi að jafnvel
skoðanabræður hans hafa alla
tíð átt bágt með að taka hann
alvarlega.
Sannleikurinn er sá að flestir
íslendingar (eða að minnsta-
kosti langtum of margir) hafa
tilhneigingu til að trúa því að
öll kímni sé markleysa. Ákaf-
lega fáum hefur hugkvæmst
að skyggnast eftir alvörunni
bak við glensið, þunganum í
„létta tóninum". Ég ætti
kannski að undanskilja kyn-
slóðina sem nú er að komast í
gagnið með þónokkru bramli,
en það er hvorttveggja að mér
líst ekkert á allt þetta skegg
og svo á eftir að reyna á það
hvort þetta unga fyrirferðar-
mikla fólk ofmiklast ekki af
sínum eigin fyrirgangi og öðl-
ast sína „ábyrgðartilfinningu"
rétt eins og foreldrarnir — og
afneitar kímninni.
Ég hef vikið að því annars-
staðar hvað íslendingar eru
veikir fyrir stórum orðum, grá-
leitum og hæruskotnum og
helst forneskjulegum. Þeir
gleypa þau hrá. Ég veit um
skriffinna sem nota aldrei stutt
orð ef þeim tekst að grafa upp
annað lengra. Allskonar vafa-
samir sjálfskipaðir menningar-
prókúristar notfæra sér enda
þennan barnaskap landans og
sjóða saman doðranta sílspik-
aða af „gáfulegum“ orðum og
kalla skáldsögur eða heim-
spekilegar vangaveltur um lífið
og tilveruna — og með því eng-
inn skilur orð af því sem menn-
irnir eru að fjasa (og mun
aldrei skilja), þá eru þeir um-
svifalaust dubbaðir upp í snill-
inga.
Þó er það fjarstæða eins og
nærri má geta að löng og tor-
skilin orðabókarorð séu ævin-
lega vitnisburður um yfir-
burðagáfur, né heldur er sá
maður jafnan mestur hugsuð-
urinn (eða skyggnastur á sann-
leikann) sem fléttar setningar
sínar þannig að það þarf leið-
sögumann í gegnum þær. En
eitt leiðir af öðru, og „alvöru-
orðunum" fylgir þvílíkur „al-
vörutónn“ að nær ekkert telst
til „bókmennta" á íslandi enn
þann dag í dag að það sé ekki
grátur og gnístran tanna á
annarri hverri blaðsíðu og
hálfsturlaðar kellingar og/eða
klámkjaftar á hinum.
Það er annars ljóta ólánið
hvað íslendingurinn verður
ljósfælinn þegar prentuð kímni
er annarsvegar og hvernig
þetta hefur æxlast þannig til
hjá okkur að kímnin er álitin
dægurfluga og stundargaman
galgopans og hvernig hún er af
mörgum talin til einskis nýt
nema þá blönduð skætingi,
grófum aðdróttunum og jafn-
vel níði.
En svona er þetta. íslending-
ar fást ekki til að hlusta ef
þeim er sagt til syndanna með
bros á vör. íslenskan er hálf-
gert stólræðumál. Og íslend-
ingar vilja hafa skáldin sin
flóandi í tárum.
Gísli J. Ástþórsson
35