Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.08.1971, Blaðsíða 42
^lhfl f.'fífl ^ gs. NTTIl M mw NTT.riM flH AHYI1 YITT.NTHn N/khlhH iV h+Tl.hlKH1l IfHHhY+TI. lattu nu liosid pitt lisa uid rumid mitt liafdu þar sess og sæti signadi iesus mæti fih TIMMMjK.tl fi T-NIHR- W M Yllh IthHh IHK Hl I T+JJHH ++TTI1 Tlf ll+h I HH- uak þu minn iesus uak þu i mer uaka lattu mig eins i þer f fi 4> W I* H-N- # I Y Ff.mK >1+» ihh H wrn nr Ht niii+th i hhi Nnr.+rti-. salin uaki þo sofni lif sc liun ætid i þinni hlif amen Rúmfjöl í Þjóðminjasafni íslands (nr. 5026) og túlkun dr. Matthíasar Þórðarsonar á bandrúnunum. Vadstena-áletruninni, k-rúnin e. t. v. einna ólíkust. Nú skulum við vera þess minnug, að orðaskil sjást að jafnaði eng- in á rúnaristum, en flestir fræðimenn hafa lesið í sömu átt og við, og í samfellu verður þá áletrunin: marihaialamakia. Og við skulum sjá, hvað fræðimenn segja okkur, að þetta þýði. Tveir fræðimenn, Noreen og Marstrander, hafa meðal ann- arra lesið úr þessu, en ekki ber þeim nú saman að öllu leyti. Noreen skiptir í þrjú orð: marihai ala makia. Telur hann fyrsta orðið mannsnafn í þágufalli, en því miður eigum við ekkert orð í íslenzku, sem gæti samsvarað þessari fornu mynd. Þá telur Noreen að komi mannsnafnið Al(l)a, sem væri okkar Alli. Siðasta orðið væri þá það, sem á okkar máli heitir mækir, þ. e. sverð, og stæði það þarna i þf. et., þ. e. mæki. í heild þýddi þá áletr- unin Alli (gefur) .Marihai' sverð (mæki). Hinn fræðimaðurinn, Marstrander, skipt- ir í fjögur orð: mari aih ala makia. Við tökum strax eftir þeirri breytingu hans að flytja h afturfyrir tvíhljóðið, aih fyrir hai. Þannig getur hann hinsvegar fengið eftirfarandi túlkun: mari: mæran aih: á ala: Alli makia: mæki, þ. e. mæran á Alli mæki, Alli á þetta ágæta sverð. Að ýmsu leyti verður skýring Marstranders skemmtilegri frá okkar sjónarhóli, en sannarlega er dulitið slæmt að þurfa að gera ráð fyrir „prentvillu" á rúnaristu frá 13. öld! Þó er þess að gæta, að vel gat þeim er risti fundizt, að hann væri búinn að skrifa tvíhljóðið ai, þegar hann var búinn með i í mari, en síðan hefði hann uppgötvað villuna, og þá aðeins bætt tvíhljóðinu aftanvið h-ið. Þess ber að geta, að þarna í mýrinni við Vi fundust kynstur fornminja, og hafa menn getið sér þess til, að þarna hafi verið forn helgistaður, enda bendir nafn- ið ótvirætt til þess (Vi: vé). Þetta hefur lika vakið ýmsar bollaleggingar um, hver þessi Alli hafi verið; segja sumir, að hann muni hafa verið guð, aðrir telja hann hafa verið mann, en ekki skulum við hætta okkur útí slíka náttúrufræði. Einna frægust danskra rúnaáletrana er af öðru Gullhornanna, sem Oehlen- schlæger og fleiri gerðu fræg, og gátu raunar orðið það af ágæti sinu einu sam- an, því miklar gersemar hafa þau verið. Gullhorn þessi fundust við Gallehus árið 1734, og sem kunnugt er var þeim stolið úr Konunglega listasafninu í Kaup- mannahöfn árið 1802, og áður þjófurinn næðist hafði hann brætt þessi fágætu listaverk. Um áletrunina á horninu verð- um við því að styðjast við teikningar, en talið er, að hún hafi verið svo skýr, að enginn vafi leiki á, að þar hefur staðið: ek: hlewagastiR: holtijar: horna: tawido. Þetta mundi flytjast þannig til nútíma- máls: ég, Hlégestur frá Holti gerði horn- ið. — Og eftir teikningum — og eftirlík- ingum, sem einn Danakóngur gaf þjóð sinni — að dæma, hefur þessi ágæti Hlé- gestur síður en svo þurft að skammast sín veika sinna. Við Möjebro í Mið-Upplöndum í Sví- þjóð er kenndur steinn nokkur, hálfur annar metri á hæð, trúlegast bautasteinn. Á honum er geysihagleg teikning, er sýnir hermann á hesti sinum. Sverðið er reitt til höggs og hesturinn á stökki. Hreyf- ingin í myndinni er nánast ótrúleg, ef miðað er við aldurinn. Framanvið hest- inn sjáum við línur, sem sumir telja eiga að tákna fallinn fjanda, en aðrir álita að sé landslag. Ekki skulum við blanda okk- ur í þá deilu. Öll er myndin semsagt með furðumiklum ágætum gerð, en áletrunin hefur vafizt meira fyrir mönnum. Ekki skulu þær deildir raktar hér, sem af þvi hafa spunnizt, en aðeins rakin skýring eins fræðimanns, Wolfgangs Krauses, á textanum. Hann les einsog aðrir frá hægri til vinstri og byrjar á neðstu línunni. Út- koman verður: frawaradaRanahahais- laginar, og Krause skiptir þannig: fra- waradar ana hahai slaginar, sem hann telur þýða: Framráður á hesti sleginn (þ. e. drepinn). Við þessa túlkun þarf að vísu langar og lærðar útskýringar, en helzt er hún þó talin koma til greina. Þarna væri þá aðeins frá þvi skýrt, að hinn ágæti hermaður Framráður hafi fallið á hesti sínum, og þá vonandi í frækilegum bardaga. Tæpast er steinninn talinn eldri en frá 400 e. Krist. íslenzkar rúnaáletranir Þegar hér er komið sögu mundi tími til kominn að skoða islenzkar rúnaáletranir eða ristur. Þvi miður er þar ekki um auðugan garð að gresja, og fáar eru rist- urnar forvitnilegar. Langsamlega flestar eru þær ristar á legsteina, og þá er for- múlan venjulega hér hvílir NN. Hins er þó að geta, að allmikið er til hér af ung- um áletrunum, sem sýna okkur, að langt frameftir öldum hafa menn skemmt sér við þessa kúnst forfeðranna. Og við skul- um líta á eina unga áletrun af rúmfjöl á Þjóðminjasafni. (Þjms. 5026). Fjöl þessi kom á safnið árið 1903, en ártal á henni er 1837, og trúlega er þar að finna aldur áletrunarinnar. Eitt er mjög athyglisvert við þessa áletrun: hér eru s.n. bandrúnir betur og meira útfærðar en nokkursstað- ar ella. Með bandrúnum er átt við eins- konar aðferð til skammstafana, fleiri rúnum en einni er slengt saman í eitt tákn, og af hverri rún aðeins skrifað það sem ekki er sameiginlegt með þeim sem áður eru komnar. Þannig mátti t. d. rita samstöfuna ma þannig: . Leggirnir á m og a falla saman. Form rúnanna á Þjms. 5026 er að nokkru frábrugðið þeim rúnum, sem við höfum áður skoðað, en flest er þó að finna t. d. i yngra fúþarkinu hér að framan. Helzt er þess að geta, að d er táknað A, og getur að sjálfsögðu staðið fyrir ð líka, og fleiri einkenni geta les- endur vafalaust fundið. Rúnaáletrun þessi hafði ekki verið lesin fyrr en danskur rúnafræðingur ætlaði að gefa út rit um íslenzkar rúnaáletranir fyrir ekki allmörgum árum. Hann lagði þá til atlögu við þessa áletrun einsog aðrar, en komst hvorki afturábak né á- fram. Varð honum þá helzt til ráðs að leita til dr. Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar. Og dr. Matthíasi tókst að leysa rúnirnar upp einsog myndin hér sýnir. Efst koma rúnatáknin einsog þau eru á fjölinni, þá kemur textinn leystur upp í einstakar rúnir, og loks er hann settur með venjulegum latínustöfum. Einsog lesendur munu kannast við, er hér um að ræða upphafið á hinni kunnu kvöldbæn: Láttu nú ljósið þitt/lýsa við rúmið mitt.... og ennfremur niðurlags- erindi 4. Passíusálms. Hér mundi rétt að láta lokið þessu greinarkorni, og er von min, að menn hafi orðið nokkru fróðari um rúnir og notið einhverrar skemmtunar. Hclztu hcimildir: W. Krause: Runeninschriften im álteren Futhark (Halle 1937). Otto V. Fricsen, Magnus Olsen og Johs. Brpndum- Nielsen: Runorna; Nordisk Kultur 6, (Sth. 1933). Anders Bæksted: Islands Runeindskrifter (Kbh. 1942). Erik Wahlgren: The Ancient Runes, Lögberg-Heims- kringla no. 6, 81. árg. 2. feb. 1967. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.