Samvinnan - 01.08.1971, Síða 45
fellið seint á árinu 1966. Þar með var lok-
ið fyrsta átaki íslendinga til að taka
þennan þátt samgöngumálanna í sínar
hendur.
Þrjú ný skip í ár
Nokkrum mánuðum eftir að Hamra-
fellið hafði kvatt ísland, kom greinilega
í ljós, að sinnuleysi eða óvild stjórnvalda
i garð þessa þáttar íslenzks efnahagsör-
yggis og atvinnusjálfstæðis varð að
gjalda dýru verði. Aftur kom til átaka
við Miðjarðarhafsbotn. í júní 1967 brauzt
út svokallað sex-daga-stríð. Afleiðingarn-
ar hafa orðið þær, að um það bil fjögur
ár hafa flutningsgj öld á olíum verið mjög
há og stundum hærri en á stríðsárunum.
Þótt hlutur íslendinga i olíuneyzlu sé
smár, hlýtur það að hafa glatt erlenda
skipaeigendur, að íslendingar voru að
öllu leyti upp á aðra komnir í þessu efni,
þannig að mikill hagnaður af flutningun-
um rann i þeirra vasa, en varð ekki eftir
hjá íslendingum sjálfum.
Saga Hamrafells er kapítuli út af fyrir
sig í sögu skipareksturs samvinnumanna
og annarra íslendinga — og vissulega
dapurlegur endir hans. Nokkru áður en
Hamrafellið hvarf af vettvangi, eignuð-
ust Sambandið og Olíufélagið lítið oliu-
skip, Stapafell, sem kom til landsins árið
1962. Hvassafellið var selt árið 1964, en
það sama ár var Mælifell keypt.
Nú er verið að smíða tvö skip fyrir
Sambandið. Annað þeirra, frystiskip, hef-
ur þegar verið sjósett og nefnt Skaftafell.
Það verður afhent í september. Hitt er
almennt flutningaskip og verður afhent
í desember næstkomandi. Þetta afmælis-
ár skipareksturs SÍS verður því minnis-
stætt að því leyti, að i flotann bætast
þrjú ný skip.
Langferðir
Á þessu 25 ára skeiði hafa orðið margs
konar breytingar á flutningaþörfum ís-
lendinga. Kol, salt og sement eru ekki
lengur meginverkefnin. Hins vegar hafa
áburður og fóðurbætir orðið allfyrirferð-
armiklir liðir í flutningunum, en vænta
má að innan tveggja ára verði áburður-
inn að meginhluta framleiddur í land-
inu sjálfu.
Á fyrstu árum Skipadeildar voru Mið-
jarðarhafsferðir tíðar, en þangað var þá
fluttur saltfiskur. Einnig var síldarút-
flutningur — síldarmjöl og saltsíld —
verulegur þáttur útflutningsins. Skipin
fóru stundum skemmtilegar ferðir, sem
vöktu athygli á sínum tíma, til dæmis
saltfiskferðir til Brasiliu og skreiðarferð-
ir til Nígeríu, sem voru lengstu ferðir
íslenzkra skipa.
Áhafnir skipanna hafa yfirleitt reynzt
þeim vanda vaxnar að sigla erlendis, en
samt hefur á því borið, að íslendingar eru
óvanir að vera langdvölum fjarri heima-
högum. Er þess ekki að vænta, að við
getum með árangri tekið þátt í sam-
keppni á heimsmarkaði nema breyting
verði á í þessu efni.
Öðrum illa treystandi
Á síðustu árum hefur hafís valdið mikl-
um erfiðleikum, ekki sízt við rekstur Sam-
bandsskipanna, sem gegna því megin-
hlutverki að sigla til liðlega 50 hafna
kringum landið. Því er ekki að neita, að
siglingar á þessar hafnir eru oft ákaf-
lega erfiðar og reyna mjög á hæfileika
skipstjórnarmanna. Hafnarskilyrði eru
víða mjög slæm og stundum hefur verið
teflt á tæpasta vað til að koma vörum á
áfangastað. Hefur þetta oft og tíðum leitt
til skemmda og tjóna á skipum, sem aft-
ur hefur haft áhrif á rekstursafkomu
Skipadeildar. Um það er þó ekki að fást.
Skipunum var ætlað þetta hlutverk, og
því verða þau að sinna svo vel sem að-
stæður framast léyfa.
Reynslan hefur fært okkur heim sann-
inn um það, að fyrir þjóðfélagið í heild
er ákaflega mikilsvert, að kaupskipaflot-
inn sé hæfur til að gegna ætlunarverki
sínu. Framleiðsluhættir hérlendis eru
sveiflukenndir, og stundum kemur fyrir
að verkefnin eru meiri en svo, að inn-
lendi skipastóllinn valdi þeim. Þarf þá
að grípa til erlendra leiguskipa. Oft hef-
ur það komið áþreifanlega í ljós, að er-
lendir skipaeigendur hafa glöggt auga
fyrir því, hverjar eru þarfir íslendinga, og
hækka gjarna flutningsgjöldin til hins
ýtrasta þegar sá gállinn er á þeim. Þar
við bætist, að þeir hafa ekki áhuga á að
sigla til íslands í skammdeginu eða á
timum þegar allra veðra er von. Þá leita
þeir gjarna á sólríkari og veðurblíðari
mið. Það er því á engan að treysta til
fulls í þessu efni nema eigin framtak og
fyrirhyggju. +
Á árinu 1970 flutti Skipadeild SÍS samtals 343.137 smálestir með eigin
skipum, sameignarskipum og leiguskipum, og var það 20.000 smálestum
meira en árið 1969.
Eigin skip fluttu samtals 108.196 smálestir árið 1970.
Leiguskip fluttu samtals 26.889 smálestir árið 1970.
Olíuflutningaskipin Litlafell og Stapafell fluttu 194.848 smálestir 1970.
Eigin skip, sameignarskip og leiguskip Skipadeildar fóru samtals 351 ferð
á árinu 1970 (leiguskipin fóru 39 ferðir) með 1355 viðkomum á 55 innlendum
höfnum og 232 viðkomum í 22 löndum.
45