Samvinnan - 01.08.1971, Page 48

Samvinnan - 01.08.1971, Page 48
f rumher j ar kvenréttindabaráttunnar voru boðberar nýrrar þróunar. Þser urðu að byggja á þeim grunni, að konurnar voru í raun réttri mannlegar, skyní gæddar verur; þær urðu, og það með brauki og bramli ef á þurfti að halda, að vinna bug á þeirri puntuðu postulíns- brúðu, sem sýndi hina kvenlegu ímynd á síðastliðinni öld. Þær urðu að gera lýðum ljóst, hver hin raunverulega staða kvenn- anna var og sýna fram á nauðsyn þess að rjúfa þá fjötra uppeldis og hefðar, sem á þeim hvíldu og gerðu þær ófærar til þess að leita nokkurrar skilgreining- ar á eigin persónuleika og spyrja hinna einföldu mannlegu spurninga: „Hver er ég? Hver er vilji minn?“ Frumher j ar kvenréttindabaráttunnar höfðu einungis eina einustu ímynd frjálsrar, óháðrar mannveru fyrir aug- um, nefnilega karlmanninn. Þó að því færi fjarri, að allir karlmenn hefðu frelsi eða skilyrði til menntunar, svo að hæfni þeirra fengi notið sin, þá voru það þó aðeins karlmenn, sem á annað borð nutu þessara réttinda. Aðeins þeir höfðu rétt- inn til skólagöngu og embætta; ákvarð- anir karlmanna voru í reyndinni hærri; aðeins þeir gátu átt hlut að mikilvægum ákvörðunum; aðeins þeir höfðu kosninga- rétt. Höfundur minnist á, að það hefur á síðari tímum þótt góð latína að afflytja og gera hlægileg markmið og baráttu þeirra harðsnúnu kvenna, sem stóðu í eldlínunni, rétt eins og kvenréttindabar- áttan sé eitt af kúnstugum og stórfyndn- um uppátækjum liðins tíma; en, segir hún, hvers vegna skyldu konurnar endi- lega hafa óskað þess að líkja eftir karl- mönnunum, vera í sporum þeirra, auk heldur líta á þá sem andstæðinga? Var það ekki fyrst og fremst löngunin og þörfin fyrir aukið frjálsræði og aðstöðu sambærilega við þá, sem þeir nutu, sem knúði þær áfram, einfaldlega vegna þess að þær höfðu sömu þörf fyrir að taka út andlegan vöxt og persónulegan þroska og hverjir aðrir skyni gæddir einstaklingar? Þetta inntak kvenréttindabaráttunnar skildi Henrik Ibsen svo skörpum skiln- ingi. Þegar hann samdi „Brúðuheimilið" árið 1879, kvað við nýjan tón í heims- bókmenntunum, er hann tekur þar til meðferðar mótsagnirnar milli hins borg- aralega hjónabands annars vegar og per- sónufrelsis og andlegra vaxtarskilyrða konunnar hins vegar og krefst einstakl- ingsréttar einnig konunni til handa. Leikritið var flutt i bandarísku sjón- varpi árið 1960, og það var rétt eins og milljónir amerískra kvenna sæju sjálfar sig, er þær sáu og heyrðu aðalpersónuna, Nóru, gera upp sakirnar við eiginmann sinn, Helmer, og það lífsform, sem hún hafði fram að þessu lifað eftir. Ekki þurfti Nóra að kvarta undan atlætinu eða viðurgerningi yfirleitt, en hún hafði aldrei verið annað en leikfang, brúða, fyrst föður síns og síðar eiginmannsins. Hjónabandið var rétt eins og hver annar mömmuleikur, þar sem börnin voru aftur brúðurnar hennar. Hvernig er ég í stakk búin að ala upp börn? spyr Nóra. Það er annað verkefni, sem ég verð fyrst að snúa mér að; ég verð að ala sjálfa mig upp. Þú ert ekki rétti maðurinn til að hjálpa mér til þess. Það verð ég að vera ein um, þessvegna yfirgef ég þig. Ég verð að vera ein, ef ég á að geta áttað mig á sjálfri mér og um- heiminum. Helmer, sem er skelfingu lostinn, minn- ir Nóru konu sína á helgar skyldur kon- unnar gagnvart eiginmanni og börnum. Þú ert fyrst og fremst eiginkona og móð- ir, segir hann, og Nóra svarar: Ég held ég sé fyrst og fremst manneskja, einstakl- ingur, rétt eins og þú, eða mér beri a. m. k. að reyna að verða það. Ég veit, að þú hefur almenningsálitið með þér. Nú get ég bara ekki lengur látið mér nægja það, sem allir segja, og það sem stendur i bókum; ég verð sjálf að hugleiða hlut- ina og reyna að átta mig á þeim. Það hefur verið sagt, að konurnar hafi þurft hálfa öld til að knýja fram réttindi sér til handa. Síðan hafi þær þurft hálfa öld í viðbót til að velta því fyrir sér, hvort þær raunverulega óskuðu sér þessara réttinda. Orðið réttindi hefur fengið hjá- róma leiðindakeim meðal þess fólks, sem hefur vaxið úr grasi eftir að þau urðu staðreynd, hlutu viðurkenningu. En for- vígiskonur kvenréttindahreyfingarinnar urðu að ávinna sér þessi réttindi áður en þær gátu farið að lifa lífi sínu sem full- veðja einstaklingar. Það voru ekki marg- ar konur í þá daga (og eru það heldur ekki nú á dögum), sem þorðu að afsala sér því eina lífsins öryggi, sem þær þekktu, snúa baki við heimili og eigin- manni og byrja að hugsa og leita eins og Nóra, söguhetja Ibsens i „Brúðuheimil- inu“. En einnig í þá daga hafa margar eiginkonur og mæður fundið til sliks tóm- leika í lífi sinu, að þær gátu tæpast notið lífsins í skjóli heimilisins né heldur glatt sig við kærleika eiginmanns og barna. Bandaríska kvenfrelsisbaráttan Úr þessum hópi komu svo konurnar, sem hófu baráttuna fyrir jöfnum rétti kynjanna. Þær fengu marga liðsmenn úr hópi karlmanna, sem sáu glöggt, að helm- ingur mannkyns var sviptur rétti og möguleikum á að verða fullveðja mann- eskjur. Síðan rekur Betty Friedan helztu við- burðarás kvenréttindabaráttunnar í Bandaríkjunum og segir frá ýmsum þeim konum og körlum, sem þar komu eftir- minnilega við sögu. Hún telur, að það hafi ekki verið nein tilviljun, að kven- frelsisbaráttan fylgdi í kjölfar frelsis- stríðsins, og sömuleiðis varð hún mjög samofin baráttunni fyrir afnámi þræla- halds. Ein fyrsta þjóðfélagslega gagnrýn- in, sem beinist gegn stöðu kvenna kemur frá byltingarmanninum Thomas Paine þegar árið 1775. Um það sama leyti komu einnig fram raddir um nauðsynina á menntun konum til handa; menntunin myndi gera þeim kleift að brjótast út fyrir hið þröngt afmarkaða svið. Árið 1837 örlar á fyrstu möguleikunum um jafna menntunaraðstöðu við æðri skóla, og það sama ár efndu konur í New York til ráðstefnu. Þar skyldu lögð á ráðin um baráttuna gegn þrælahaldinu. Konurnar, sem þarna höfðu forgöngu, höfðu einmitt verið gerðar afturreka og verið meinað sökum kynferðis síns að sitja sambæri- lega ráðstefnu i London. Þar höfðu þær að tjaldabaki fylgzt með umræðum og mátt sannreyna, að það voru ekki bara hinir svörtu þrælar, sem þurfti að frelsa úr ánauð. Það sannaðist, að hvenær og hvar í heiminum, sem barizt hefur verið fyrir frelsun hluta mannkyns úr ánauð, þar hafa konurnar haft sitt að vinna. Kvenréttindabaráttan var söguleg nauð- syn, vegna þess að konurnar höfðu stöðv- azt á stigi, sem lá langt fyrir neðan það mögulega. Prestur nokkur í Boston kvað upp úr með það, þegar um miðja síðustu öld, að herfileg sóun dýrmætrar starfs- orku og hæfni fælist í því að beina öðrum helmingi mannkyns inn á við, að því eina verkefni að halda hús, vera eiginkona og móðir, vegna þess að þetta væri sjaldn- ast nægilegt til að knýja fram alla þá getu og hæfni, sem hver og ein kona hefði yfir að ráða. Þeir voru þó fleiri, sem hrópuðu um afneitun guðlegs lög- máls og að konurnar væru að brjótast undan ætlunarverki almættisins. Margir voru þeir prestarnir og raunar fleiri, sem komu á kvennafundina og héldu uppi harðvítugu andófi með Biblíuna að vopni. Komu þá orð postulans Páls í góðar þarf- ir og voru óspart notuð. Þá má ekki gleyma öllum þeim sögusögnum, sem mynduðust og gengu út á það, að kven- skössin, sem vildu vinna bug á hinni guð- lega ákvörðuðu undirokun kvenna, hlytu einnig að stefna að því að leysa upp og eyðileggja heimilin, ná algerum yfirráð- um. Slíkar sögusagnir spretta ævinlega upp i kjölfari byltinga, sem leiða nýjan hluta mannkynsins fram til jafnréttis. Hugmyndirnar um illvígar baráttukonur kvenfrelsishreyfingarinnar, sem væru karlmannahatarar, gerðu uppreisn gegn guðdóminum og væru ókvenlegar, eru ekki mjög frábrugðnar nútímaviðhorfum, sem telja negrann vera eins konar óæðri mannveru, næsta frumstæða, eða verka- lýosforingj ann vera hættulegan stjórn- leysingja. Þær nafngiftir, sem þessum forvígis- konum og hreyfingunni yfirleitt voru valdar, náðu alténd að dylja þá stað- reynd, að kvenréttindahreyfingin var umbylting. Þar var margt yfirdrifið og öfgafullt eins og í hverri annarri bylt- ingu, en öfgarnar sýndu einmitt glögg- lega hve byltingin var nauðsynleg. Sum- ar þessara kvenna tileinkuðu mér nýjan máta í klæðaburði, sem var öldungis ekki i hefðbundnum stíl, en hann var í þeirra augum talandi tákn um ófrelsi og þvingun. Þær gengu stuttklipptar og reyndu að líkjast karlmanninum í fasi og framgöngu. Höfundur tekur samt fram, að þær hafi verið langflestar, sem ekki gerðu neinar tilraunir til þess að bera utan á sér tákn um þá baráttu, sem þær höfðu tekizt á hendur. Hún minnir á það, að forystukonur kvenréttindabaráttunnar í Bandaríkjun- um voru óvenju skörpum og fjölþættum gáfum gæddar og höfðu alhliða staðgóða menntun til að bera. Sumar þeirra voru 48

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.