Samvinnan - 01.08.1971, Page 50
Fimm síiBUfí
Ásgeir Sigurgestsson:
Eg þatta a aC (iaila tígí mcld
Hann hallar sér að dyrastafnum og bros-
ir gestrisinn, en ég tel rósirnar, sem eftir eru
í plastdúknum á eldhúsborðinu. Og það eru
gul gluggatjöld, eitt sinn hvít, og emaleruð
eldavél keypt úr dánarbúi fyrir þrjátiu árum.
Einn sonurinn hefur krotað á hana nafnið
sitt með nagla. Viddi. Auk þess flugan ómiss-
andi í gluggakistunni, sem leggur á brattann
í algleymingi og mistekst jafnoft.
Það er fimmtudagskvöld í júní, blíðan því-
lík, að mann langar að faðma heiminn, og
hann hefur boðið uppá smákaffisopa áður en
við höldum inneftir.
— Andskotinn, segir hann við hálfan bolla.
— Hvað með hann, spyr ég.
— Að eiga ekkert útí þetta handa þér.
— Ég á það þara inni hjá þér.
— Það hefði nú verið það minnsta að eiga
eitthvað útí þetta.
— Hafðu ekki áhyggjur af því, þú færð í
magann.
— Skítt með magann.
— Það þykir nú hagstæðara að hafa hann
f lagi.
— Það verður hægt að fá nýjan eftir nokk-
ur ár, b'essaður vertu.
— í útlandinu já.
— Biddu fyrir þér, þetta verður selt í hand-
hægum umbúðum í kaupfélaginu.
— Á spray-brúsa kannski?
— Beint úr kæli.
— Það verður munur.
— Heldurðu.
Við Ijúkum úr bollunum.
— Ættum við kannski að sigla, segir hann
og setur bollann óþveginn uppí skáp, — það
tekur því ekki að þvo þetta, það verður strax
drullugt aftur, bætir hann við. Ég fylgi for-
dæminu.
Við göngum út í kvöldkyrrðina, sem spegl-
ar fjöllin I firðinum og myndar risablóm úr
verksmiðjureyknum. Yfir bæinn leggur pen-
ingana.
Við hoppum léttilega upp á Fergusoninn
eins og blíðan gefur tilefni til og ég læt hann
mala í fyrsta gfr niður á malbikaða aðalgöt-
una.
í bænum er allt á iði. Hvatlegir ungir menn,
með skyrtuna opna niður á maga, aka vöru-
bílum með síld og flauta á stelpurnar, sem
standa við kaupfélagsgluggann og segja
,,gvuð“
Við sjoppuna stendur þorpsfávitinn Alli
Ágústus með krakkamergð kringum sig og
skrifar niður nöfn og heimilisföng. Hann er
að skrásetja heimsbyggðina. — Djöfull að
þurfa að standa í svona brasi þegar nóg er
að gera, segir hann um leið og við ökum
fram hjá síðasta planinu, þar sem stelpurnar
eru hálfar oní tunnunum, en á plani heita all-
ar konur stelpur jafnvel þótt þær séu löngu
komnar úr barneign.
— Það verður nú stundum að gera fleira
en gott þykir, malda ég.
— Heldurðu að það væri nú samt munur
að vera þarna í fjörinu, keyra salt og tunnur
og klípa stelpurnar.
— Þetta er svo slorugt, maður.
— Sinnið þið ekki eðlishvötunum nema í
sparigallanum þarna fyrir sunnan eða hvað?
— Ég segi það nú kannski ekki.
— Mætti halda það. Annars lenti ég í svo
rækilegu gösli á laugardagskvöldið, að það
endist mér vikuna.
— Fullur?
— Alveg á hvolfi.
— Hvað heldur þú!
— Mér var hent þrisvar út af ballinu og
komst alltaf inn aftur.
— Nú?
— Þeim láðist nefnilega að loka klósett-
glugganum, skilurðu.
— Auðvitað.
— Eins og ég geti ekki sungið með hljóm-
sveit eins og þessi gormur að sunnan.
— Jú, maður skyldi ætla það, svara ég.
— Svo veit ég ekki meir fyrr en Lúlli lögga
hleypir mér út úr grjótinu á sunnudagsmorg-
uninn. Og það var heil síldarbræðsla f hausn-
um á mér, maður.
— Þér var nær.
— Það er allt til vinnandi.
Ég sá hann brjóta þrjá stóla, tylft af gfös-
um og koma af stað tveim slagsmálum áður
en þeir komu á hann handjárnum.
Meira er ekki sagt, enda erum við komnir
útaf malbikinu og skröltið í Fergusoninum
hindrar frekari samræður. — Hann situr á
aurbrettinu við hliðina á mér og horfir út á
fjörðinn. Holdgrannur, sólbrenndur og hörku-
lega glettinn til augnanna. Hann hnykkir hár-
inu frá enninu annað veifið og strýkur það
aftur, kannski meir af gömlum vana en þörf.
Andlitið er veðurbarið eftir tuttugu ár á sjó,
en nú er hann kominn í land og vinnur á
plani milli þess er hann drekkur. Fertugur,
sjö stráka faðir, reykir þrjá pakka á dag og
konan hans dó á laugardagsmorguninn eftir
þriggja ára sjúkdómsstríð.
— Það er þó strax munur að hafa maskínu
til að gera þetta fyrir sig, kallar hann þegar
við nálgumst garðinn.
— Þær koma sér oft vel já, svara ég.
— Ég hefði verið fleiri daga að pjakka
þetta með reku.
— Það hefur þó verið gert hingað til.
— Og hífa moldina upp í skjólu.
— Já vélarnar gera okkur lata, segi ég.
— Við endum með tappa, vertu viss. Fyrst
er það spik, svo tappi.
50