Samvinnan - 01.08.1971, Síða 50

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 50
Fimm síiBUfí Ásgeir Sigurgestsson: Eg þatta a aC (iaila tígí mcld Hann hallar sér að dyrastafnum og bros- ir gestrisinn, en ég tel rósirnar, sem eftir eru í plastdúknum á eldhúsborðinu. Og það eru gul gluggatjöld, eitt sinn hvít, og emaleruð eldavél keypt úr dánarbúi fyrir þrjátiu árum. Einn sonurinn hefur krotað á hana nafnið sitt með nagla. Viddi. Auk þess flugan ómiss- andi í gluggakistunni, sem leggur á brattann í algleymingi og mistekst jafnoft. Það er fimmtudagskvöld í júní, blíðan því- lík, að mann langar að faðma heiminn, og hann hefur boðið uppá smákaffisopa áður en við höldum inneftir. — Andskotinn, segir hann við hálfan bolla. — Hvað með hann, spyr ég. — Að eiga ekkert útí þetta handa þér. — Ég á það þara inni hjá þér. — Það hefði nú verið það minnsta að eiga eitthvað útí þetta. — Hafðu ekki áhyggjur af því, þú færð í magann. — Skítt með magann. — Það þykir nú hagstæðara að hafa hann f lagi. — Það verður hægt að fá nýjan eftir nokk- ur ár, b'essaður vertu. — í útlandinu já. — Biddu fyrir þér, þetta verður selt í hand- hægum umbúðum í kaupfélaginu. — Á spray-brúsa kannski? — Beint úr kæli. — Það verður munur. — Heldurðu. Við Ijúkum úr bollunum. — Ættum við kannski að sigla, segir hann og setur bollann óþveginn uppí skáp, — það tekur því ekki að þvo þetta, það verður strax drullugt aftur, bætir hann við. Ég fylgi for- dæminu. Við göngum út í kvöldkyrrðina, sem spegl- ar fjöllin I firðinum og myndar risablóm úr verksmiðjureyknum. Yfir bæinn leggur pen- ingana. Við hoppum léttilega upp á Fergusoninn eins og blíðan gefur tilefni til og ég læt hann mala í fyrsta gfr niður á malbikaða aðalgöt- una. í bænum er allt á iði. Hvatlegir ungir menn, með skyrtuna opna niður á maga, aka vöru- bílum með síld og flauta á stelpurnar, sem standa við kaupfélagsgluggann og segja ,,gvuð“ Við sjoppuna stendur þorpsfávitinn Alli Ágústus með krakkamergð kringum sig og skrifar niður nöfn og heimilisföng. Hann er að skrásetja heimsbyggðina. — Djöfull að þurfa að standa í svona brasi þegar nóg er að gera, segir hann um leið og við ökum fram hjá síðasta planinu, þar sem stelpurnar eru hálfar oní tunnunum, en á plani heita all- ar konur stelpur jafnvel þótt þær séu löngu komnar úr barneign. — Það verður nú stundum að gera fleira en gott þykir, malda ég. — Heldurðu að það væri nú samt munur að vera þarna í fjörinu, keyra salt og tunnur og klípa stelpurnar. — Þetta er svo slorugt, maður. — Sinnið þið ekki eðlishvötunum nema í sparigallanum þarna fyrir sunnan eða hvað? — Ég segi það nú kannski ekki. — Mætti halda það. Annars lenti ég í svo rækilegu gösli á laugardagskvöldið, að það endist mér vikuna. — Fullur? — Alveg á hvolfi. — Hvað heldur þú! — Mér var hent þrisvar út af ballinu og komst alltaf inn aftur. — Nú? — Þeim láðist nefnilega að loka klósett- glugganum, skilurðu. — Auðvitað. — Eins og ég geti ekki sungið með hljóm- sveit eins og þessi gormur að sunnan. — Jú, maður skyldi ætla það, svara ég. — Svo veit ég ekki meir fyrr en Lúlli lögga hleypir mér út úr grjótinu á sunnudagsmorg- uninn. Og það var heil síldarbræðsla f hausn- um á mér, maður. — Þér var nær. — Það er allt til vinnandi. Ég sá hann brjóta þrjá stóla, tylft af gfös- um og koma af stað tveim slagsmálum áður en þeir komu á hann handjárnum. Meira er ekki sagt, enda erum við komnir útaf malbikinu og skröltið í Fergusoninum hindrar frekari samræður. — Hann situr á aurbrettinu við hliðina á mér og horfir út á fjörðinn. Holdgrannur, sólbrenndur og hörku- lega glettinn til augnanna. Hann hnykkir hár- inu frá enninu annað veifið og strýkur það aftur, kannski meir af gömlum vana en þörf. Andlitið er veðurbarið eftir tuttugu ár á sjó, en nú er hann kominn í land og vinnur á plani milli þess er hann drekkur. Fertugur, sjö stráka faðir, reykir þrjá pakka á dag og konan hans dó á laugardagsmorguninn eftir þriggja ára sjúkdómsstríð. — Það er þó strax munur að hafa maskínu til að gera þetta fyrir sig, kallar hann þegar við nálgumst garðinn. — Þær koma sér oft vel já, svara ég. — Ég hefði verið fleiri daga að pjakka þetta með reku. — Það hefur þó verið gert hingað til. — Og hífa moldina upp í skjólu. — Já vélarnar gera okkur lata, segi ég. — Við endum með tappa, vertu viss. Fyrst er það spik, svo tappi. 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.