Samvinnan - 01.08.1971, Síða 51

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 51
Ari Trausti GuSmundsson: — Það má búast við því. Við erum komnir að garðhliðinu. — Nú er bara, að karlfjandinn hafi ekki gleyrr.t að merkja fyrir holunni áður en hann fór á vaktina, segir hann um leið og hann stekkur af Fergusoninum til að opna hliðið. Ég ek dráttarvélinni inn í garðinn, ef til vill svolítið hikandi, hann gengur á undan og visar veginn. — Þeir snúa sér varla við þarna niðri þótt einn traktorsræfill keyri yfir þá, kallar hann til mín og hlær hátt. Hann skimar í kringum sig í leit að staðnum þar sem gröfina á að taka og kemur loks auga á hann. — Þarna er það, og hann bendir á autt svæði milli tveggja leiða, — hann hefur þá merkt helvízkur. Nú göslum við þessu af. Ég kem Fergusoninum fyrir þar sem haki og skófla liggja í kross, merki kirkjugarðs- varðarins, og undirbý moksturstækin. — Þú hefur þetta svona tvo á lengdina og einn á breiddina, það hlýtur að duga, hún var ekki neitt neitt orðin. Ég byrja að grafa; tvo á lengdina og einn á breiddina, hún var ekki neitt neitt orðin. Og ég gref og hann stendur þarna þögull með hendurnar í beltinu, reykir og horfir á skófl- una kljást við jarðveginn og hnykkir til höfð- inu annað veifið. Eftir rúman klukkutíma bregður hann vísi- fingri og þumli í hring til merkis um, að nú sé nóg komið. Ég hætti og dreg niður í Fergu- soninum. — Er þetta ekki bara orðið helvíti gott hjá okkur, segir hann hressilega. — Þú verður að segja til um það, svara ég. — Það hlýtur að duga handa henni grey- inu. Við þessu finn ég ekkert svar. — Við segjum það allavega og fáum okkur að reykja uppá það. Ég þigg sígarettu og við setjumst á næsta leiði. — Helvíti er annars hart undir, og þetta á að heita vígð mold, fitjar hann uþþá. — Það breytir tæpast miklu. — Kannski ekki, svarar hann og virðist annars hugar. Frekari tilraunir til samræðna eru árang- urslausar, við sitjum á leiðinu þöglir og horf- um á bát ösla drekkhlaðinn inn fjörðinn. Við hálfa sígarettu verður hann órólegur, stend- ur upp og hnykkir til höfðinu. — Þá siglum við, segir hann, er aftur með sjáltum sér og kremur sígarettuna undir hælnum, — brennum í bæinn, drífum okkur í galla og förum að klípa stelpurnar. Ég segi ekkert, við setjumst uppá Fergu- soninn og ökum af stað og hann hlær hátt yfir bæinn. -fa Epiibsr s^riísinía Tilvera mín takmarkaðist af skrifborði. All- ir meiriháttar menn hafa einhvern tíma setið á bak við skrifborð. — Ef til vill ekki skrif- borð í opinberum skrifstofum, en engu að síður skrifborð. Slíkar mublur fela í sér vald. Þær eru stéttartákn, einkum og sér í lagi ef þær eru stórar, helzt margir fermetrar harðviðar með miklu skrani á þeirri hlið, sem upp snýr. Byrgður á bak við stórviðarskrifborð mitt, gat ég, í þjónustu hins opinbera, sagt já og nei, sem þýddi já og nei. Ekkert annað. All- ir, er til mín komu, sátu fjarri mér, hinum megin harðviðarins. Allir tóku ofan og báru virðingu fyrir andlitinu, sem sþeglaðist í gljá- fægðri borðþlötunni, og kurteislegu brosi mínu. Ég var ríkisbankinn. Mér leið vel, mínum leið vel. Ég var varkár maður, til þess að það breytt- ist ekki. Miðbær Grátt þeningamusterið um morgun. Einn venjulegan rigningarmorgun eins og þeir stundum verða á íslandi, einmitt þegar Jón Sigurðsson tyllir sér á haus í stóru pollunum á Austurvelli. Og þegar ég hafði gengið inn um þrennar dyr, heilsað þremur einkariturum, sem sögðu „Góðan dag, bankastjóri," bjó ég um mig í helgidómi musterisins á bak við skrifborðið. Og beið. Úthverfi Einn venjulegan rigningarmorgun vaknar grá íbúðarblokk til nýs dags. Konur smyrja meðlæti og skreppa út í mjólkurbúð. Krakkar fara í skólann. Menn í vinnufötum fara til vinnu sinnar. Hér er enginn Jón Sigurðsson til að tylla sér á haus neins staðar. Að vísu sjást margir pollar, venjulegir poll- ar og svo drullupollar. í þeim speglast spýt- ur og grjót. Einn mannanna er ekki í vinnufötum. Hann er í sparifötum. Samt er ekki verkfall. Sparifötunum er greinilega ofaukið utan á manninum og honum gengur stirðlega að finna aura í strætó. Hann stendur aftast í vagninum og starir út um glerið. Miðbær Maður í sparifötum gengur út úr strætó og flýtir sér að dyrum peningamusterisins. Þar stillir hann sér í biðröð númer tvö, reyn- ir að standa í skjóli við digra steinsúlu. Stingur höndum [ vasa sína. Eftir dágóða stund hallar hann sér að stein- inum og horfir á vatnsagann öðrum megin gangstéttarinnar. Og bíður. Helgidómur musterisins Þessi morgunn var eins og allir hinir morgn- arnir. Ég naut mín. Mér fannst ég hafa biðjandi fólkið fyrir framan skrifborðið í hendi mér. Góð staða. Síðan lægi leiðin lengra upp á við. Ég kveikti mér í vindli. Gatan Eftir að hafa horft á ótal regndropa, kemst maðurinn [ sparifötunum inn í peningamust- erið. „Ég á viðtal við bankastjórann," segir hann við einkaritara númer eitt. „Nafnið?" spyr einkaritari númer eitt. „Jón.“ „Jón, hvað?“ „Jón Guðmundarson." „Augnablik." Einkaritari númer eitt flettir [ þykkri bók, talar í síma og segir síðan: „Þriðju dyr til vinstri, gjörið þér svo vel.“ „Þakka þér fyrir," svarar svo Jón Guð- mundarson og gengur eftir bendingu. „Hvað var það?“ segir einkaritari númer tvö. „Ég á viðtal við bankastjórann." ,,,Eruð þér Jón?“ „Já.“ „Fyrstu dyr til hægri og svo upþ tröþþurn- ar, veskú.“ „Þakka þér fyrir.“ Hann Jón gengur í svörtu fötunum sínum eftir teppalögðum marmaraganginum, stðan upp breiðar harðviðartröppurnar. „Bankastjórinn bíður,“ segir einkaritari númer þrjú, „stóru vængjahurðirnar þarna gjörið svo vel.“ „Ég veit,“ segir Jón, þrosir dauflega og gengur rakleitt áfram. Helgidómur musterisins Síminn á þorði mínu hringdi. Ég svaraði án þess að taka vindilinn úr munnvikinu: „Já.“ „Hér er Jón Guðmundarson, hr. bankastjóri, hann á viðtalstíma núna, hr. bankastjóri," segir einkaritari númer eitt. „Sendið hann inn.“ „Já, hr. bankastjóri." Einn í viðbót. Morgunninn var annasamur. Ég hagræddi mér [ stólnum, tottaði vindil- inn, horfði með velþóknun á snyrtilegt and- litið í gljáfægjunni. Og beið. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.