Samvinnan - 01.08.1971, Síða 53

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 53
Eiríkur Brynjólfsson: laast arIfts saga: l iir tarada nss gagi cuiuai tnrijai Lítill drengur sat í sandi og lék sér með tvo trékubba. Annar kubbanna var stærri og var negldur ofaná hinn, sem var minni. Þessi samsetning tveggja kubba var bíll. Burr-burr, heyrðist í drengnum, sem búk- talaði fyrir bílinn sinn. Hinum megin girðingar var maður. Hann var líka að leika sér. Hann átti ekki tvo tré- kubba, en tvo járnhlunka. Sá minni var ofan- á þeim stærri. Framaná hlunkunum var rör úr járni. Þetta var ekki bíll, heldur skriðdreki. Drep-drep, heyrðist i manninum, sem tal- aði fyrir skriðdrekann sinn. Maðurinn ýtti á takka og blossi kom út úr rörinu og voldugt járnstykki fylgdi á eftir; hvorttveggja hvarf útí buskann. Langt í burtu heyrðist hávaði og mold, blóm, tré og fleiri náttúruefni köstuðust uppí loftið. Eftir var stór hola. Þá sá maðurinn fólk: gamla menn, konur og lítil börn. Aftur komu blossi og járnstykki útúr rörinu, vegnaþess maðurinn ýtti á takk- ann. í þetta skipti fór það ekki útí buskann. Gömlu mennirnir, konurnar og litlu börnin tættust sundur; líkamspartar og innyflabútar flugu um blátt og tært loftið og slógu það rauðum bjarma. Strákurinn varð mjög undrandi vegna þessa; að geta drepið fólk gegnum rör úr járni. Hann ákvað hann skyldi, þegar hann yrði stór, verða slikur maður; maður sem drepur gegnum rör. Nonni: og aftur var kallað: Nonni, kondu inn að borða. Nonni reis upp, tók bílinn sinn og hljóp heim. Mamma og pabbi sátu og voru byrjuð að borða. Vitiði hvað ég sá? spurði Nonni óðamála og horfði galopnum, stórum augum á for- eldra sína. Nei, væni minn; hvað sástu? spurði mamma. Ég sá einn af mönnunum, sem passa okk- ur fyrir vondu mönnunum. Hann var að drepa í gegnum rör. — Röddin var full lotningar. Pabbi laut höfði og spennti greipar; hann var að bæta við borðbænina, amen eftir efn- inu. Já, þetta eru góðir menn, sagði mamma klökkri röddu: Voru þeir að drepa óvini okk- ar? bætti hún við og þurrkaði varfærnislega burtu lítið tár, sem var á leið niður aðra kinn hennar. Ég veit ekki, en hann drap. Ég sá blóðið og innyflin þjóta uppí loftið; og litlu krakkarnir grétu. Auðvitað var hann að drepa óvini okkar, sagði pabbi og leit hvasst til mömmu: aldrei færu þeir að drepa okkur eða vini okkar. Þeir vita hverjir eru óvinir okkar og drepa aðeins þá. Og það er Ijótt að halda að þeir drepi aðra en óvini okkar, Nonni minn, og mundu það. En pabbi, hvernig vita þeir hverjir eru óvinir okkar og hverjir vinir okkar? gætu þeir ekki óvart drepið vini? bara óvart. . . Drengur minn! vertu ekki með þessa vit- leysu; vitanlega drápu þeir óvini okkar; vont fólk. Þeir þekkja óvininn, þegar þeir sjá hann. Þeir einir vita hverjir eru óvinir okkar. Og mundu það að þeir eru að hjálpa okkur; án þeirra væru óvinirnir búnir að drepa okkur öll. Pabbi, ég ætla að drepa óvini, þegar ég verð stór. Já, gerðu það, sagði pabbi; hvað annað gat hann sosem sagt? Var þetta ekki þjóðlegt og gott ævistarf og einkar mannúðlegt, að drepa óvini; óvini okkar? Var þetta ekki hin fullkomna ættjarðarást; ást á friði og kær- leika? Ástin fullkomna að drepa óvini, eftir ábendingum góðra vina. Pabbi strauk hendi sinni yfir skynsamt og réttlátt höfuð sonar síns. Strax eftir matinn fór Nonni út að leika sér. Hann hljóp að girðingunni. Bíllinn hans var ekki lengur bíll, heldur skriðdreki einsog hermannsins. Nonni hafði neglt nagla fram- aná bílinn, þannig að leit út sem byssuhlaup. Hann sá verndarann fyrir innan gerðið. Hann var að bóna vígvélina sína; hann skrap- aði líka af henni rauðar storknar blóðslettur. Nonni kallaði tii hans: hei, góði manni, má ég koma inn til þtn; mig langar að tala við Þig- Hinn leit upp og strauk broddklippt hárið; henti útúr sér tuggu og hváði. Svo setti hann bara uppí sig nýja tuggu. Ég spurði barasta hvort ég mætti koma innfyrir, endurtók Nonni. I don’t understand you, sagði hinn: get lost, or l’ll kill you. Kill, kill, hrópaði Nonni af einskærri hrifn- ing: það þýðir að drepa. Hinn varð skelkaður vegna hrópanna í drengnum. Hann gæti farið að stofna til óspekta, mótmæla, eða einhvers verra. Gæti hann ekki verið njósnari? hvað þá? upp- reisn.... Hann skoðaði drenginn vandlega; mældi hann með augunum. Honum varð starsýnt á spýtu, sem Nonni hélt á og miðaði líkt og byssu. Drengurinn þrýsti á ímyndaðan gikk á spýtunni og sagði: pæng pæng, jú ar dedd. 1 þessu fólst mest hans enskukunnátta, enda alinn upp á þjóðlega vísu. Hermaðurinn greip um hjartastað og æpti upp neyðaróp hermanna í vanda; missti tugg- una niðurí kok og varð náfölur í framan. Hann lagðist i grasið og sá yfir sér heilar her- sveitir kommúnista og annarra mergsjúgandi óargadýra, sem skutu á hann úr nýtízku leik- fangabyssum og óku yfir hann á vlgvélum úr tré og sögðu pæng pæng. Strákurinn stóð sigri hrósandi og virti fyrir sér skríðandi hermanninn. Hann skreið á fjór- um, og illskugrettinn í framan setti hann út- úr sér aragrúa formælinga og kastaði i áttina til Nonna, en hann beygði sig og þær hurfu framhjá honum, útí loftið bak við hann; sveim- uðu þar um, leitandi að samastað. Hermaðurinn skreið áfram. Hann var á Ieið uppað herstöðinni. Þegar þangað kom blés hann f flautu. Þetta púkablístur gaf til kynna nærveru óvinanna. Innan skamms kom þarna að stór hópur manna; allir hermenn, æstir, töluðu hver uppí annan, sjúklingar. 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.