Samvinnan - 01.08.1971, Síða 56

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 56
kveðja, og lét mér eftir að borga fyrir veit- ingarnar. Þegar því var lokið og ég kominn út á götu, var vinur minn ekki lengur f aug- sýn. Daginn eftir kom hann á skrifstofuna til mín og spurði mig fyrstra orða, hvort hann skuld- aði mér ekki eitthvað. — Ekki svo ég viti til, svaraði ég og dró upp viskíiögg neðan úr skúffu til að sýna honum að ég væri enginn venjulegur kontóristi. — Ég á við fyrir kaffið f gær. — Blessaður vertu ekki að hugsa meira um það, sagði ég, en hann var óvenjufús til að greiða skúld sína og tíndi fram þrjátíu og nfu krónur og lagði þær á borðið, mest f krón- um og túköllum. Meðan á viðræðu okkar stóð, fitlaði hann við að raða þessum peningum upp í turn sem hann síðan gaf selbita svo að turninn valt um koll. Byrjaði síðar á nýjum turni af sömu gerð. Án þess að hafa hugann við þessa iðju sína. — Ég fór í gufubað í dag, sagði hann og brosti næstum því feiminn. — Rétt hjá þér. Og hvað ætlarðu að gera svo? — Bara eitthvað, svaraði hann og var ekki að hugleiða spurningu mína. — Sjáðu til, sagði ég, ég held þú ættir að fá þér eitthvað að gera, bara eitthvað smá- vegis. Ekki til þess að fá kaup og ekki til þess að komast áfram í lífinu, heldur einfald- lega til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Þú hengslast um alla daga og það er að gera þig vitlausan. Iðjuleysi er óhollt fyrir sálina. — Ég er alls ekki iðjulaus. Þetta er allt að komast á skrið. — Jæja, sagði ég og beið eftir pistli um framtiðaráform vinarins. Hellti mér í glas og hugsaði: bara að forstjórinn eigi ekki erindi hingað inn. En pistillinn kom ekki. Þess f stað: — Segðu mér, Pétur, hvað gerið þið Olga þegar þið eruð saman? — Hvað við gerum? — Já, hvað gerið þið? — Nú veit ég ekki hvað skal segja. Við sofum hjá, við tölum saman — Um hvað? — Um hvað? Nú um allt mögulegt. Bara um það sem okkur langar til að tala um. — Og langar ykkur til að tala um eitthvað? — Ég býst við því. Úr því að við þegjum ekkl. — Þið þegið sem sé ekki? — Auðvitað þegjum við stundum. Ég á við, við erum ekki alltaf símalandi. Við gerum stundum hlé á samræðunum. — Svona á þetta líklega að vera. — Ég ætla nú bara að vona það. — En hvað talið þið um? — Nú, um allan fjandann. Bara um það sem fólk talar um. Við hverju býstu? — Hvað gerið þið svo fleira? — Við förum í bíó, við hittum kunningj- ana.. . — Og svo eldið þið mat? — Og svo eldum við mat. — Og vaskið upp? — Og vöskum upp. . . . Heyrðu, ertu að gera gys að mér? Þetta er bara það sem fólk gerir og þarf að gera. — Nei. Sjáðu til: Hún vill ekki leyfa mér það. — Vill hún það ekki? — Ég á ekki við það. Ég á við, að hún vill ekki leyfa mér að hjálpa sér í eldhús- inu. — Blessaður vertu. Þú færð það alveg nógu snemma. — Þetta er bara agnarlítið dæmi. Hún vill ekki leyfa mér að taka þátt f neinu. Það er ekki að hún banni það, en einhvern veginn fæ ég ekki að koma nálægt neinu sem henni viðkemur. Ég er alltaf utangátta og veit aldrei hvað ég á að gera eða segja. Ég veit eigin- lega ekki til hvers ég er þarna. Ég var að velta þessu fyrir mér í dag og hugsaði sem svo: hrærivélin er þarna til að hræra matinn f, það veit ég, viskastykkið er til að þurrka diskana með, Ijósaperan er til þess að maður sjái til o.s.frv. En ég — ég er bara ekki til neins. Á nútímaheimili er alls ekki gert ráð fyrir manni eins og mér . — Ég sé ekki af hverju það ætti að vera. Elskan mín, hafðu ekki áhyggjur af þessu. — Ég HEF áhyggjur! Og fjandinn hafi það ef ég nokkurn tíma lenti í eins vandræðalegri aðstöðu. Þarna sitjum við heilu kvöldin án þess að segja orð, og ef ég segi eitthvað, þá er það annað hvort óviðeigandi eða þá að hún misskilur það. Veiztu það, mér er þetta kvöl. Og ég er viss um að henni líður helm- ingi verr. Ef við förum á bíó, þá er allt f einu ekkert um myndina að segja. . . . Veiztu það, þetta er ekki til að halda út. — Hertu upp hugann vinur og reyndu bara að haga þér eins og venjulegt fólk, sagði ég. — Ég held ég kunni ekki að vera ástfang- inn, sagði hann. — Hættu þessum barlómi og fáðu þér einn. — Mér finnst ég vera asnalegur, sagði hann. Nú vildi hann ekki segja meira og fannst hann ef til vill hafa sagt fullmikið, svo ég kom honum til hjálpar og bauð honum heim með stúlkuna. — Við getum fengið okkur einn léttan og haft það huggulegt. — Er það ekki alveg dauðadæmt? Að lokum þáði hann boðið og hringdi í stúlkuna. Á meðan hann talaði var hann sf- fellt að standa upp og setjast niður aftur, og við og við gaut hann til mín augunum og var ekkert vel við að ég hlustaði á sig. Ég fékk heldur ekki tækifæri til þess, því nú átti forstjórinn erindi við mig. Hann staðnæmdist í dyragættinni og stóð þar þögull örskamma stund, hætti síðan við að koma inn og lok- aði snöggt á eftir sér. Nokkrum sekúndum síðar opnuðust dyrnar á ný og forstjórinn sagði: — Viltu heyra mig eitt augnablik. . ? Ég var samt ekki rekinn það skiptið. Þegar ég kom aftur inn, var vinur minn á förum. Hann sagði um leið og hann fór út: — Það getur ekkert orðið úr þessu! Og hafði ekki fyrir því að kveðja. Viku síðar kom hann aftur inn á skrifstofu til mín. Hlassaðist niður í stólinn andspænis mér og bað um viskf. — Það er þvf miður 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.