Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 57

Samvinnan - 01.08.1971, Qupperneq 57
allt búið, sagSi ég. Reyndar sýndist hann tæplega hafa gott af meira áfengi. Loftið mengaðist mjög fljótlega af sætum þef viskís- ins og hann andaði með hávaða gegnum nef- ið eins og drukkinna manna er siður. Hann var órólegur og hreyfingar hans voru mjög ýktar. Hann var sífellt að krossleggja fæt- urna og spenna greipar á einhvern hátt, leysa síðan bæði hendur og fætur upp á nýtt og koma þeim í nýtt ástand sem hæfði heldur ekki. — Ég hef framið illt verk, sagði hann hægt og starblíndi skáhallt niður á gólfið. — Jæja, sagði ég og var forvitinn. — Ég hef framið illt verk sem stríðir gegn guðs og manna lögum, sagði hann, hægt og með áherzlum. — Það er bara sona, sagði ég og var hreint að springa af forvitni: Ekki er það efnilegt. — Skilurðu það ekki að ég er orðinn lög- brjótur? Hann hrópaði þetta í angist og ég bað hann blessaðan hafa lægra og kalla ekki allt fólk í húsinu á okkar fund, jafnvel þótt ástand- ið væri slæmt. Hann sefaðist svo vel, að langa stund fékkst ekki orð upp úr honum. Væntanlega hefur hann vitað af forvitni minni. Mér datt ýmislegt í hug, einkum þó eitt og annað varðandi stúlkuna hans. Loks sagði hann og leit beint framan í mig: — Ég er orð- inn þjófur! — Guð minn góður, sagði ég með tals- verðum létti, en hann tók ekki eftir því. — Hverju stalstu? — Ég stal eiginlega engu. En ég brauzt inn. — Og hvar brauztu inn? — Inn í verzlun niðri í bæ. — Og til hvers varstu að brjótast inn í verzlun niðri í bæ, fyrst þú stalst engu? — Það var engu að stela. Ég ætlaði að stela, en kassinn var tómur. Það var ekkert að fá annað en peysur og nælonsokka og kvenundirföt. Ég fann ekki krónu. — En hvernig datt þér í hug að fara að brjótast inn? — Mig vantaði peninga. — En þú hefðir getað komið til mín. — Mig vantaði mikla peninga. — Jæja, sagði ég, þú hefðir nú samt get- að komið fyrst til mín. — Ertu viss um að þú eigir ekki smálögg? spurði hann og ég náði i flöskuna umyrða- laust og hellti í glös. Hann þakkaði mér fyr- ir eins og ég væri að gera honum mikinn vinargreiða, sagði þakka þér fyrir, en ekki bara takk. — Hvað vantaði þig mikla peninga? — Svona 60—70 þúsund. — Og hvað ætlar þú að gera vlð 60—70 þúsund? — Fara út í lönd. Þetta svar kom mér dálítið á óvart. — Og hvaða erindi átt þú út í lönd? — Ég ætlaði að fara í skemmtiferð með stúlkuna. Hann þagði og hímdi svolitla stund; svo hélt hann áfram: — Sjáðu til: Mér datt í hug, að ef við værum á ferðalagi einhvers staðar þá hlyti þetta að breytast — það hlyti að vera til eitthvað sem við hefðum bæði áhuga á og gætum talað um, bara eitthvað af því sem við sæjum í kringum okkur. Ástandið er slæmt skal ég segja þér. Ég finn það svo vel að henni er farið að leiðast og samt kvartar hún aldrei, og mér er farið að leiðast líka, og það er einhvern veginn ekkert við þessu að gera. Bara þetta aðgerðaleysi, það er að fara með allt til andskotans. Þú skilur þetta ekki. Þú gætir ekki skilið það. Þetta eru eins konar álög. Það er þessi botnlausa hræðsla um að allt sé að fara i vaskinn. — Og hvað svo? — Og svo fórum við einu sinni að tala um London, og þá kom í Ijós að það var heilmikið hægt að tala um London. London var lausnin á málinu, það var alveg augljóst. Skilurðu ekki? Það var svo furðulegt að geta allt i einu talað við hana eins og eðlilegt var að tala við hana og eins og átti að tala við hana, og mig langaði til þess að þetta gæti haldið áfram. En það gat ekki haldið áfram nema við kæmumst út [ lönd. Henni fannst það líka, hún skildi það ekki síður en ég og vildi áköf koma með. Og okkur vantaði bara peninga. — Og þér fannst heppilegast að brjótast inn í búð. — Mér datt bara ekkert annað i hug. — Það er ekki til vonlausari atvinnuvegur en að brjótast inn í búðir. Það er bókstaflega ekkert upp úr því að hafa. Það getur verið ágætt fyrir íþróttamenn og fyrir þá sem vilja komast í einhverja spennu, en það er óhag- kvæmt fyrir þá sem vantar peninga. — Mér datt bara ekkert i hug, sagði hann aftur og virtist leiðast að ég gagnrýndi sig. En ég lét mér ekki fipast og hélt áfram: — Það er afar óhagkvæmt ef það eru pen- ingar sem maður hefur áhuga á. Sérstaklega ef það eru miklir peningar. Þá er nú betra að vera í bókhaldinu og færa til tölur i dálkum og fá hagstæðar útkomur. Ég gaf ýmislegt í skyn. Hann leit á mig og undrunin glóði úr kófdrukknu andlitinu: — Gerir þú það? — Ég vona að þú hafir ekki orð á þvi, sagði ég og lét þögn fylgja. Sagði svo: — Þú hefur væntanlega ekki trúað mér til þess. — Ég veit ekki, svaraði hann og var ekki beysinn. — Heldurðu að einhver hafi orðið þín var í búðinni? — Ég held ekki. En ég týndi öðrum hanzk- anum mínum þar. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera við hinn. — Fleygðu honum bara. — Æjá auðvitað. Það er náttúrlega fár- ánlegt að hafa áhyggjur út af svona smámun- um. En manni finnst bara eins og það hljóti að vera eitthvað svona lagað sem komi upp um mann. — Það er bara í reyfurum. — Æjá. Ég er fífl. — Þú getur fengið mér hann. Ég skal koma honum fyrir. Hann rétti mér hanzkann. — Hvað ætlarðu að gera við hann? — Ég gæti sett hann í arininn heima. — Auðvitað, sagði hann og brosti dauflega, þú ert með arin í stofunni heima hjá þér. Svo sat hann og þrumdi góða stund, var að hugleiða eitthvað, og andaði með hvin ( gegnum nefið. — Hvað stelurðu miklu undan? — Það er misjafnt. Enn hugleiddi hann nokkra hríð. Ég sagði ekki orð. Svo stóð hann upp og sagði: — Ég veit andskotann ekki hvað ég á að gera. — Farðu í gufubað. Það hnussaði í honum, svo var hann farinn án þess að kveðja. Ég sat eftir og handlék hanzkann. Ég hafði logið til um óheiðarleik minn í starfinu. Ég hafði aldrei stolið undan, mér hafði ekki einu sinni komið það til hug- ar fyrr. Ég var mér jafnvel svolítið reiður fyr- ir að hafa ekki kannað möguleika á slíkri tekjubót. Það gæti þó ekki skaðað. Það ætti sérhver maður að gera sem bæði hefur kassa og bókhald í sinni forsjá. En það var þessi hanzki. Ég gæti nátt- úrlega farið með hann niður á lögreglustöð. Hann yrði óbrigðult sönnunargagn. Ég gladdi mig við tilhugsunina. [ vinnunni læt ég stund- um hugann reika, mig dreymir oft á dag- inn. Ef ég færi með hanzkann niður á lög- reglustöð, myndi það óhjákvæmilega leiða til þess að vinur minn yrði handtekinn. Eft- ir á myndi hann spyrja mig: — Hvers vegna gerðirðu þetta? Og ég mundi hafa tvírætt bros á vör og svara engu. Ég sat þannig lengi og gerði þetta mér til skemmtunar: að þykjast vera I vafa um hvað gera skyldi. Ruggaði mér í stólnum og hafði fæturna uppi á borði. Þá, öldungis upp úr þurru, kom forstjórinn inn. Ég leit á borðið og hann leit á borðið og sá það sama og ég: glösin og fiöskuna. Það kom iftil en Ijót gretta á andlit forstjórans. -fo 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.