Samvinnan - 01.08.1971, Page 59
William Gladstone (1809—
1898), enski stjórnmálaskör-
ungurinn gem var þrívegis
forsætisráðherra Bretlands,
var almennt talinn lifa í full-
komlega hamingjusömu hjóna-
bandi, og var oft haft orð á
hjónabandssælu Gladstone-
hjónanna. Kvöld eitt þegar
haldið var gestaboð til heið-
urs ráðherrahjónunum, hafði
Gladstone brugðið sér frá
andartak upp á loft til að
skoða málverkasafn gestgjaf-
anna. Niðri stóð kona hans og
ræddi við nokkrar hefðarfrúr.
Þær ræddu ýmis æðri við-
fangsefni, og þar kom að eitt-
hvert vandamál varð þeim of-
vaxið, svo þær gátu ekki með
vissu skorið úr því. Loks
sagði ein þeirra:
— Það er þó gott, að þarna
uppi er einn sem þekkir alla
hluti. Einhverntíma mun hann
líka gera þetta ljóst fyrir okk-
ur.
— Já, sagði frú Gladstone
glöð. William kemur niður
eftir andartak, og þá segir
hann okkur allt um þetta.
Eugéne Girardet (1853—
1907), franskur mannamynda-
málari og koparstungumeist-
ari, fékk einhverju sinni í
heimsókn til sín á A'innustof-
una listdómarann Scudo. Gir-
ardet hafði nýlokið við stórt
kvenmannsmálverk sem enn
hékk á myndgrindinni. Scudo
sá það og sagði:
— Kæri Girardet, það er
stórkostlegt; teikningin er
prýðisgóð, litir og lýsing
ljómandi, en hversvegna hafið
þér notað svona forljóta fyr-
irmynd?
— Það er móðir mín, sagði
Girardet stillilega.
— Æi nei, hvílíkur auli ég
er! Þetta verðið þér að fyrir-
gefa mér! Ég hefði átt að
geta sagt mér það sjálfur þeg-
ar í stað — þér eruð lifandi
eftirmynd hennar.
Leópold Gódovskí (1870—
1938), hinn ágæti rússneski
píanóleikari, bjó árum sam-
an með syni sínum. Faðirinn
barðist á þessum árum við
svefnleysi, og honum gramd-
ist að sonurinn átti alveg frá-
bærlega auðvelt með að sofa.
Eftir langa og svefnlausa nótt
gekk hann einhverju sinni inn
í herbergi sonarins, hristi hann
þar til hann vaknaði og sagði:
— Hvað er að, Leó? Getur
þú ekki sofið heldur?
Paulette Goddard (f. 1911),
hin kunna kvikmyndaleik-
kona sem vann sinn fyrsta
stóra kvikmyndasigur 1936 í
myndinni „Nútíminn“ eftir
Charlie Chaplin, sem hún
giftist síðar, var í vetrarfríi í
St. Moritz 1956 ásamt hinum
heimskunna rithöfundi Erich
Maria Remarque („Tíðinda-
laust af Vesturvígstöðvun-
um“). Blaðamenn höfðu lengi
fylgzt með skötuhjúunum, og
í Sviss var Paulette spurð,
hvort hún og Remarque væru
gift. Hún gaf þeim svar sem
þótti túlka í stuttu máli við-
horf Hollywoodstjarnanna til
hjúskaparmála:
— Ekki eins og stendur.
Karl Goldmark (1830—
1915), austurríska óperuskáld-
ið, hafði verið viðstaddur
Suður í löndum skín sólin
enn íheiði, þótt sumri halli
hér heima.
Grípið því tækifærið og verðið
yður út um sólríkan sumarauka
á hinum lágu haustfargjöldum
Loftleiða á tímabilinu Ib.sept.
til 31. okt.
Haustlækkunin nemur frá 22 °/o
til 370/o eftir áfangastað.
LOFTWBIR
LUrlLtlUln
69