Samvinnan - 01.08.1971, Síða 60

Samvinnan - 01.08.1971, Síða 60
HEIMIUS& £5 H GuSrún .J Hallgrímsdóttir *zsnmi3H Frysting matvæla Lélegur þótti sá búmaður, sem ekki safnaði forða til vetrar. Á haust- in var súrsað, saltað og reykt, og búið um kjöt, slátur, fisk, skyr og smjör til vetrar. Breyttir lifnaðarhættir gera slíka matarsöfnun sem áður var ekki lengur nauðsynlega, en aðstaða til frystingar í heimahúsum eykur mjög á alla hagræðingu í matarkaupum, matarleifar nýtast betur, og sé rétt að farið, tryggir frystikistan meiri gæði og hollari fæðu. Og enn er haustið með réttu tími forðasöfnunar. Síðsumars og á haustin fellur flest matarkyns til, sem hentugt er að geyma I frosti, s.s. kjöt, slátur, lax, grænmeti og ávextir. Lágt hitastig — HröS frysting Hinar mismunandi geymsluaðferðir, sem við þekkjum, miða að því að draga úr vexti og viðgangi alls smálífsgróðurs. Matareitrunargerlar geta ekki framleitt eitur við lægra hitastig en +4°C og við -í-10°C hafa flestir gerlar og sveppir sem valda skemmd- um á matvælum verið stöðvaðir í lífsviðgangi sínum. Hvers vegna er þá lögð áherzla á frystingu við mjög lágt hitastig og geymslu við ekki hærra hitastig en -^18°C? Prysting hefur það fram yfir eldri geymsluaðferðir, að matvælin halda að mestu sinni upprunalegu mynd. Samt eiga sér stöðugt ein- hverjar breytingar stað, sem við skulum athuga nánar. Aðalfæðutegundir okkar úr dýra- og jurtaríki eru samsettar úr lifandi vefjum, og mestur hluti þessara vefja er vatn. (Kjöt inniheldur ca. 70%, grænmeti ca. 90—95% vatn). Við hægfara frystingu (við hátt hitastig, án loftblásturs) myndast úr vatninu stórir ískristallar. Því hægari sem frystingin er, þvl stærri verða kristallarnir. Við hitastigsbreytingar (t.d. þegar frystikistan stendur opin) bráðna fljótt litlu kristallarnir en þeir stóru stækka. Kristallar þessir skadda vefina og orsaka þurrkun og tap á næring- arsafa. í öllum lifandi vefjum eru gerhvatar (enzymes), sem orsaka meyrn- un i kjöti og fiski og valda þroska ávaxta og grænmetis. Þessar efna- breytingar halda áfram 1 frosti, en því lægra hitastig, þvi minni breytingar. . Við hægfara frystingu hinsvegar eykst mjög starfsemi gerhvatanna. Geta þeir óafturkallanlega breytt eðli eggjahvítu, orsakað fituþrán- un, framkallað brúnan lit i ávöxtum og eyðilagt vítamln. Gerhvatarnir sem eru eggjahvítuefni þurfa á vatni að halda til starf- semi sinnar. Þegar allt vatn 1 vefjum er orðið að is, lamast þeir, og áhrif þeirra minnka. Samt geta ýmsir gerhvatar starfað áfram, jafn- vel þótt hitastigið sé komið niður í -^20°C. Þannig heldur kjöt t.d. áfram að meyrna 1 frosti, en því hægar sem hitastigið er lægra. Til þess að koma í veg fyrir áhrif gerhvata á grænmeti og ávexti er „blanserað“ fyrir frystingu, þ.e. varan er snögghituð í 2—4 mín. í sjóðandi vatni, og þannig komið i veg fyrir óæskilegar breytingar á lit, bragði, áferð og næringargildi í frosti. Rakastig í frystigeymslum er venjulega lægra en við yfirborð vörunn- ar svo að einhver uppgufun á sér ævinlega stað. Þar sem enginn raki berst að innan orsakar þetta inniþurrkun á yfirborði vörunnar. Ef súrefni í andrúmslofti á greiðan aðgang að yfirborðinu, á sér stað ildun sem hefur þránun og litarbreytingar í för með sér. Við slíkar að- stæður er matvælum sérlega hætt við að taka í sig alls kyns óbragð og óæskilega lykt Pökkun Af framansögðu er ljóst, að tll þess að viðhalda gæðum frystra mat- væla, þarf frysting að taka sem skemmstan tíma og hitastig i frysti- geymslu að vera lágt, aldrei hærra en -^-18°C. í matvælaiðnaði er lögboðið að nota frysta með loftblæstri, þar sem hitastig helzt -^24°C eða lægra, eða frysta litlar einingar i frystitækjum, í venjulegum heimilisfrysti er sjaldan hægt að ná lægra hitastigi en -^18°C, auk þess sem enginn loftblástupr á sér stað. Stórar einingar (t.d. kjöt- stykki með beini) er því æskilegra að kaupa fryst og flytja síðan til geymslu í frystikistu eða hólfi. Notkun réttra umbúða er nauðsynleg til að lengja geymsluþol og koma í veg fyrir óæskilegar breytingar á útliti, bragði, lykt eða rýrn- un á næringargildi. Umbúðirnar verða að hafa eftirtalda kosti: þær verða að þola viðkomandi geymsluhitastig, án þess að breyta eigin- leikum sínum, vera súrefnis- og vatnsgufuþétt, og helzt að geta varnað ljósi aðgangs. Mikið fæst af alls kyns plastrúllum til heimilishalds í verzlunum og má oft sjá hvaða efni þau innihalda. Helztu efni sem til greina koma eru í eftirfarandi töflu: Heitl Eiginleikar Notkun Polyethylen Vatnsgufu- og súr- Magurt kjöt og fiskur, (PE) efnisþétt, svo og gegn ávaxtasýrum. Óþétt gegn fitu og lykt. tilbúnir réttir, ávextir. Óheppilegt utan um feitan fisk (lax), hakk, spekk eða bacon. Polypropylen Sæmilega vatnsgufu- og súrefnisþétt. Mjög fituþétt. Léleg end- ing í frosti. Kjöthakk, spekk og önnur vara sem geym- ast skal stutt. Mylar, Hostaphan Algjörlega vatnsgufu- Öll viðkvæm matvæli (poly therephthal- og súrefnisþétt. Þétt og þau sem geyma á sýruester) gegn fitu, lykt og ávaxtasýru. lengi. Rétt eins og Bárður karl- inn á Búrfelli hugði dag- lega að birgðum sínum, verður að fylgjast reglu- lega með hitastigi frysti- kistunnar. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.