Samvinnan - 01.10.1971, Side 60
HEIMILIS íw
S B h- ’Í
j Bryndis T
^ Steinþórsdóttir
>a
’S SUIWI3H
Púði
Þessi einfaldi fallegi púði er fljótsaumaður og ódýr, t. d. sem jólagjöf
eða til skreytingar heimilisins.
Efnið er einlitt bómullar- eða hörefni, 35x35 sm, og fallegast er að
sauma með hörgarni í sama lit, ljósari eða dekkri. Dekkra efni í sama
lit er haft í miðjunni, en því má sleppa.
Á meðfylgjandi myndum er púðinn fullsaumaður og % af munstur-
teikningunni.
Byrjið á að teikna munstrið. Þræðið miðjuþræðingu á efnið og teiknið
siðan munstrið þar á. Ef miðjan er höfð í öðrum lit, er sniðin hring-
laga bót, eins og punktalínan sýnir á munsturteikningunni. Saumið
því næst á teiknaða munstrið með tvöföldum leggsaum (kontorsting)
og pressið lauslega á röngunni. Þræðið síðan miðjubótina á og búið til
hringinn úr tvö- eða þreföldu millifóðri eða straufliselini, sem vafið er
með hörgarninu og fest á með ósýnilegum þéttum sporum. Innan í
hringinn er fallegt að sauma perlur eða skreyta á annan hátt eftir
eigin hugkvæmni. Saumið púðann síðan saman með eins sm saumfari
og setjið hann upp.
FJÓTLEGAR VEITINGAR
Kryddsíld með hrárri eggjarauðu og kavíar
Berið síldina fram í grunnum glösum á fæti eða í litlum skálum.
Klippið salatblöð og látið á botninn í glösunum. Hristið saman matar-
olíu, edik, salt og pipaf og hellið yfir salatblöðin.
Skerið nýja eða niðursoðna papriku og lauk í sneiðar og síldina í bita.
Látið það ofaná salatblöðin og setjið síðan 1—2 tsk af kaviar, hráa
eggjarauðu og sítrónusneið í hverja skál.
Karrysúpa
100 g reykt flesk í sneiðum. (bacon), litlar pylsur,
tómatar o. fl.
2—3 msk smjör
1—2 tsk karry
1 stór laukur (rifinn)
2 msk hveiti
1 l vatn eða kjötsoð
kjötkraftur eða súputeningar
salt, pipar, timian
1 dl rjómi.
Bræðið smjörið í potti og hitið lauk og karry þar í. Bætið heitu vatni
eða kjötsoði út í og jafnið með hveitijafningi. Kryddið og sjóðið í 10—
15 mín. Jafnið súpuna með rjómanum og bragðbætið ef þarf.
Berið súpuna fram vel heita með brúnuðum fleskteningum, litlum
pylsum (coctailpylsum), sem eru soðnar eða steiktar í smjöri ásamt
niðursoðnum eða nýjum tómötum og hveitibrauðsteningum sem steiktir
eru í smjöri og velt úr rifnum osti. Með þessu má einnig hafa ost sem
skorinn er í lengjur og seljurótarblöð. Allt látið í smáskálar ásamt t. d.
ósætu kexi.
Fylltar ostakökur og ostakex m/kremi
Deig :
125 g rifinn ostur
125 g hveiti
125 g smjör eða smjörlíki
Vi tsk paprika
Sigtið hveiti og papriku. Blandið osti og smjörlíki saman við með hníf.
Hnoðið fijótt saman og kælið.
FYLLTAR OSTAKÖKUR (um 25 stk)
Á meðan deigið er að kólna er tími til að búa til kremið.
Krem: 3 eggjarauður, 3 tsk hveiti, 2 dl mjólk, 50 g rifinn ostur, 30 g
smjör.
60