Samvinnan - 01.04.1984, Side 34

Samvinnan - 01.04.1984, Side 34
JS Sigriður Haraldsdóttir skrifar um NEYTENDAMÁL sáldað frá. í rúgi er lítið af gluteni og verður deig úr rúgmjöli því þéttara í sér og ekki eins teygjanlegt og deig gert úr hveiti. Sigtimjöl er blanda af fínmöluðu rúgmjöli, þar sem hýðið hefur verið sáldað frá, og hveiti. Baksturseiginleikar eru sæmilegir, en úr sigtimjöli eru t.d. bökuð svokölluð normalbrauð. • Algengasta efnið til lyftingar í brauð er ger. Ger er lifandi frumur, sem mynda loft í deiginu úr sykrinum. Það er selt sem pressuger og er fáanlegt hjá bökurum. Þurrkað ger er selt í dósum eða í litlum bréfpokum og er þá kallað þurrger eða perluger. Pressuger hefur takmarkað geymsluþol. Nýtt pressuger er mjúkt viðkomu, svipað kítti, og er af því fersk lykt. Þegar gerið fer að verða brúnleitt og þurrt lyftir deigið sér síður en þegar nýtt pressuger er notað. Best er að geyma pressugerið í kæliskáp og getur það þá haldist ferskt í 2-3 vikur. Ger er yfirleitt hrært út í dálitlu af vökvanum, sem á að vera í brauðinu, áður en það er látið útí mjölið. Þurrger geymist hins vegar um það bil eitt ár frá framleiðsludegi. En sé það geymt mikið lengur, er hætt við að degið sem það er látið í, lyfti sér ekki. 1-11/2 tsk af þurrgeri samsvarar 10 g af pressugeri. Þurrgeri skal einnig hrært út í ylvolgan vökva. Hellið 1 dl af vökvanum sem í deigið á að fara, í bolla eða skál og stráið þurrgerinu út í vökvann, en hrærið ekki í vökvanum fyrr en að 5 mínútum liðnum. Þegar gerfrumurnar fá nægilega mikið af kolvetni, próteini og vatni, fjölgar þeim og við efnaskiptingu þeirra myndast lofttegundirnar kol- tvísýringur og vínandi. Koltvísýringur fær deigið til að lyfta sér. Vínandinn gufar upp við baksturinn, en hann gefur brauðinu sérstakan keim. Ger dafnar best við 30°-35° hita. Vökvinn sem notaður er í deigið á því að vera ylvolgur og þarf að láta deigið lyfta sér þar sem ylur er. Ef hitastigið er lægra, dafnar gerið síður og það tekur lengri tíma að láta deigið lyfta sér. Sé hitastigið á deiginu hærra en 38° lyftir það sér of hratt og verður gerð brauðsins þá ekki eins skemmti- leg og ella. Ef hitastig vökvans sem notaður er til að hræra gerið út í, er hærra en 50°, deyja gerfrumurnar og deigið lyftir sér þá ekkert. Gætið þess að hræra ekki gerið út í of heitum vökva Áður fyrr var dálítið deig frá síðasta bakstri geymt og notað sem efni til lyftingar, þegar næst var tekið til við bakstur. Slíkt lyftiefni kallast súrdeig, enda þróast bæði gerfrumur og mjólk- ursýrugerlar sem í deiginu eru, ef súr- deigið er geymt við stofuhita. Þegar súrdeigið er látið saman við nýtt deig, lyftir það sér og að auki gefur súrdeigið brauðinu sérstakan keim. Unnt er að laga súrdeig með því að hræra saman mjöl, ger og súrmjólk og láta það standa í sólarhring við stofuhita. í brauðbakstur má nota alls konar mjólk, s. s. súrmjólk, mysu, undan- rennu, en einnig vatn. Brauð sem mjólk er í, er tæplega eins létt og brauð sem lagað er úr vatni. En súrar mjólkurafurðir í hæfilegum skömmt- um hafa hins vegar góð áhrif á lyfting- una og brauðið heldur lengur ferskum keim. Salt er látið í brauð bæði vegna bragðsins og til þess að brauðið lyfti sér betur. Sama gagn gerir sykur eða síróp, sem látið er í brauð. Til bragð- bætis má einnig láta krydd í brauðið, eins og t.d. anis, kúmen eða fennikel. Það bætir bragð brauðsins, ef svo- lítil fita, eins og smjörlíki eða matar- olía er látið í deigið, en sé notuð of mikil fita verður brauðið þyngra. • Að laga gerdeig/brauðdeig. Velgið vökvann, sem á að fara í deigið í 37° til þess að hitastigið verði hæfilegt á því. Pressuger er hrært út í svolitlu af vökvanum, en þurrgeri er ýmist blandað beint út í mjölið eða stráð yfir ylvolgan vökvann, sjá leiðarvísa á pokunum. Ef smjörlíki er Iátið í deigið er það brætt í vökvanum. Mjöl, salt og önnur bragðefni, ef vill, eru látin út í vökvann, en dálitlu af mjölinu er haldið eftir til að hnoða upp í deigið. Þar sem vatnsmagn í mjöli er mismun- andi er yfirleitt ekki unnt að segja til um hve mikið mjöl á að nota í deigið. Loftið í húsakynnum hér á landi er fremur þurrt og þarf því oft að láta minna mjöl í gerdeigið en gefið er upp í erlendum uppskriftum. Nota má handþeytara eða hrærivél með deig- krókum. Leggið dúk yfir deigskálina, svo að ekki myndist skán á deigið. Látið það lyfta sér þar sem hæfilegur ylur er. Dragsúgur má ekki vera þar 34

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.