Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 7

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 7
Framtíð samvinnufjelaganna. Þeir menn, sem trúa einlægiegast á hlutverk sam- vinnufjelaganna hjer á landi, munu samdóma um, að takmarki þeirra sje ekki náð fyr en þau hafa í sínum höndum þvi nœr alla verzlun landsins og láta allan hinn óþarfa kaupmannsgróða renna í vasa viðskiptamanna hjer á landi. Þetta er í stuttu máli það, að þurka út kaupmannastjettina, milliliðastjettina, og setja í hennar stað starfsmenn samvinnufjelaga, sem vinna fyrir föstu kaupi, hæfilega miklu. Eins og áður hefir verið bent á, í þessu tímariti, mundi sá sparnaður nema milliónum króna, árlega, fyrir alla þjóðina, og nema því meiru sem landið auðgast og viðskiptaveltan fer vaxandi. Menn munu segja, að þetta eigi langt í land, sje ef til vill óframkvæmanlegt. En það er jafnan óvarlegt að þvertaka nokkuð um ókomnar framfarir. Pað kemur svo inargt á daginn, sem fyrrum var álitið tómar draumsjón- ir. Fyrir 10 árum mundi engum manni, sem þekkti til á Akureyri, hafa komið til hugar, að árið 1915 yrði Kaup- fjelag eyfirzkra bænda langvoldugasta verzlunin þar; sú sem kaupmennirnir yrðu að beygja sig fyrir, hvar sem á samkeppni reyndi. Og þó er nú þetta orðinn áþreifan- legur og alviðurkenndur sannleiki; ávöxtur framsýni og fullkomins skipulags. þetta dæmi og mörg önnur benda okkur samvinnu-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.