Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 11
5 hópast til Reykjavíkur, meðal annars frá Höfn, og græða hjer of fjár, þá er þar með fengin líkindasönnun fyrir því, að Reykjavík verði að vera miðstöð og miðstjórn íslenzku kaupfjelaganna. Hitt er annað mál, að á meðan stríðið stendur, er kaupfjelögunum hagur í því, að full- trúi þeirra hafi bækistöðu sína í Höfn, að því leyti sem hann þarf að vera erlendis. Nú skal vikið að því, hversvegna hinum veikari kaup- fjelögum er eðlilegast að skipta við Reykjavík, ef þar er heildsala. Pað er af því að þau þurfa að geta fengið lán og vötubirgðir nœrri sjer. Viðskiptavelta þeirra er lítil, samheldni fjelagsmanna ekki alltaf svo mikil, að þéir þori að bindast gagnkvæmri ábyrgð og bankarnir stirðir við- fangs með heppileg lán. Af þessu leiðir, að slík kaupfje- lög falla í opna arma milliliðunum i Reykjavík. Stundum fá þau vörubirgðir frá þeim, eptir því sem þau þurfa, en mjög hækkaðar í verði, svo sem að líkindum ræður, eða þá að milliliðurinn ábyrgist bankalán fyrir vöruupphæð- inni og tekur tvöfalt gjald: fyrst sem umboðssali og síð- an sem ábyrgðarmaður fyrir bankaláninu. En raunar hef- ir þessi ábyrgð sumra umboðssalanna stundum reynzt fánýt, þegar til þurfti að taka og hefir það orðið til að minnka þennan óvana. Kaupfjelögin hafa eigi ósjaldan komizt að þeirri niðurstöðu, að þau hafa orðið að borga 2 °/o í ábyrgðarlaun fyrir gersamlega ónýta liðveizlu. En aðalatriðið er þetta: Kaupfjelögin geta ekki gengið fram hjá heildsölunum, og sum verða að sæta afarkostum frá þeirra hendi, eins og nú hagar til í landinu, en úr þessu má bæta með fullkomnara skipulagi. Samband kaupfjelaganna verður þar að hafa forgöng- una. F*að verður að hafa flutt höfuðstöðvar sínar frá Norðurlandi og Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og búið þar um sig, þegar styrjöldinni er lokið. Retta nýja heim- ili sambandsins verður fyrst og fremst samvinnuheildsala, sem hefir ætíð fyrirliggjandi vörubirgðir handa hinum einstöku kaupfjelögum og er um leið aðalaðsetui yjir-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.