Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 13
7
lög í öllum landshlutum fjellust á að hlíta forgöngu
hans. Hann hafði, fremur en nokkur annar einn maður,
unnið að því að koma upp nýtizku kaupfjelagi í stað
pöntunarfjelaganna gömlu, en einmitt kaupfjelagsformið
hefir reynzt kaupmönnum skæðast í baráttunni um verzl-
unina. Undir stjórn hans hafði vanmáttugt og áhrifalaust
pöntunarfjelag á Akureyri orðið að öflugustu kaupfje-
lagsverzlun, sem nokkurntíma hefir verið til hjer álandi.
Og án þess aó útskýra nákvæmlega alla þá þætti, sem
ollu þeirri miklu framför, vil eg benda á eitt dæmi. Hall-
grímur Kristinsson rjeði mestu um það að lög Kaupfje-
lags Eyfirðinga eru óvanalega ströng gagnvart formann-
inum um allt sem að skuldum og óreiðu lýtur. Ekki ein-
ungis er formanni bannað að skulda í fjelaginu, heldur
verður hann að gjalda sekt i skuldtryggingarsjóð jyrir
skuldir annara manna ífjelaginu. Allir sjá muninn á þessu
fyrirkomulagi eða óánægju þeirri, sem hefir lamað ýms
önnur samvinnufjelög: að leyfa stjórnendum að skulda,
en heimta ýtrustu skilsemi af óbreyttum fjelagsmönnum.
Áhrifin hafa einnig orðið ólík, sem við var að búast.
Upp af illu sæði misrjettarins og óheilindanna hefir vax-
ið sundrung og tortryggni í fjelögunum, með brotlegum
forgöngumönnum, þar sem aptur á móti blómgun Kaup-
fjelags Eyfirðinga stendur í nánu sambandi við siðgæði
og strangar kröfur, sem formaðurinn gerði til sjálfs sín
og sinna eptirmanna.
Að öllu þessu athuguðu munu menn sjá, að ef hin
einstöku samvinnufjelög ætla að ganga í hærra samband,
til að geta betur unnið verk sinnar köllunar, þá er þar
sjálfkjörinn til sá maðurinn til forustunnar, sem reynslan
hefir sýnt, að hefir mesta og hamingjudrýgsta foringja-
hæfilegleika. Og í landi, þar sem, eins og áður var á-
drepið, að hvers-konar fjelagsskapur er nákvæm eptir-
mynd forgöngumannanna — af því fjöldinn hefir enn eigi
svo mikið skapandi afl, sem skyldi,—verður nauðsyn ó-