Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 15

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 15
9 og hafa þar að auki stuðning af aðstoðarskrifstofum er- lendis, ef reynslan bendir í þá átt, að þær sjeu nauðsyn- legar. Ef til vill eru þeir menn til, sem ekki gera sjer grein fyrir, hver hagnaður fylgir því, að samvinnufjelögin feli einni skrifstofu undir stjórn erindrekans, að annast um öll viöskipti fjelaganna út á við. Því er fljótsvarað. Pvf meiri sem veltan er, því hægra er að komast að góðum kjörum, að öðru jöfnu, bæði um kaup og sölu. En aðal- hagnaðurinn er þó í því, að ná heildsölugróðanum handa framleiðendum og neytendum á íslandi. Fyrrum voru tveir milliliðir, sem rökuðu í sínar hendur arðinum af starfi íslendinga til lands og sjávar. Það voru kaupmenn- irnir, sem skiptu við landsmenn, og stórkaupmennirnir, sem skiptu við kaupmennina. Samvinnufjelögin hafa los- að marga íslendinga úr læðingi kaupmanna, og starf erindrekans (H. Kr.) er fyrsta alvarlega tilraunin til að brjóta af þjóðinni fjötur stórkaupmannanna. En fyrst, þegar erindrekinn stýrir öflugri samvinnuheildsölu í Reykjavík er komið viðunanlegt satnræmi á skipulag samvinnumanna. í sambandi við þessa hugmynd og henni til sönnunar og styrkingar má benda á það, að nokkrir af helztu for- göngumönnum samvinnufjelaga á Suðurlandi hafa sent bæjarstjórn Reykjavíkur erindi um að fá lóð við höfnina til handa þessum fjelagsskap. Retta var hið mesta snjall- ræði, og verður ekki fullþakkað. Svo er mál með vexti, að stórfengleg »uppfylling« er gerð við höfnina í Reykjavík, um leið og brimbrjótarnir eru hlaðnir, þessi »uppfylling« er hin bezta verzlunarlóð í bænum, sjerstaklega fyrir heildsala, sem reisa þar vörubyrgi, rjett við höfnina, til að geta skipað upp, geymt, og skipað út vörum, með sem minnstum tilkostnaði. Þessar lóðir verða ekki seldar, heldur leigðar, og þó að höfnin sje varla nema hálfgerð enn, var þó orðin hin mesta aðsókn og aðgangur um byggingarstæði á þessutn stað. Voru það, svo sem von var til, hinir mörgu stórsalar bæjarins, sem fastast sóttu

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.