Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 16

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 16
10 eptir þessum lóðum. Og þar sem kaupfjelagsskapurinn á fáa formælendur í höfuðstaðnum, þá gat hæglega svo farið, að allar þær lóðir, sem bezt voru fallnar til heild- sölu, hefðu lent í höndum kaupmanna, ef eigi hefði notið við þessara áhugasömu aðkomnu samvinnumanna. þegar eitt aðalsambandskaupfjelag landsmanna hefir komið sjer vel á laggirnar í Reykjavík, mun þess ekki langt að bíða, að öll sæmilega heilbrigð samvinnufjelög á landinu gangi í það, og verði meðeigendur í heildsöl- unni. Rá mun og heildsalan vafalaust reka erindi margra kaupmanna, sem sæktust eptir áreiðanlegum viðskiptum. Yrði það vitanlega hagur, þar sem arðurinn af þeim við- skiptum lenti að hálfu leyti í vasa samvinnumanna. En vitaskuld yrði höfuðkosturinn sá, að þá mundu kaupfje- lögin yfirleitt fá betri kjör, bæði í 'kaupum og sölum erlendis, af því að viðskiptin væru mikil og heilbrigð. Enn fremur mundi gróðinn af heildsölunni, sem nú auðgar stórsalana, falla í skaut framleiðendum og neyt- endum sjálfum, hjer á landi. Pá vœru báðir þœttir kaup- mennskufjöturins slitnir af samvinnumönnum hjer á landi. Mikið væri fengið, þegar skipulag fjelaganna væri kom- ið í þetla horf, en þó þarf fleira að bæta áður en kaup- fjelögin ná yfirtökum á verzlun landsins. Að vísu er heildsala, undir góðs manns stjórn, mesti þátturinn í umbótunum, en þrátt fyrir það má ekki vanrækja smáat- riðin, því að þeirra gætir líka, þegar á herðir. Fyrsta hindrunin er menningarleysi fólksins. Allur fjöldi þeirra manna, sem skipta við kaupmenn, gera það í þeirri trú, að þeim sje það gróði. Og sú trú er sprottin af vanþekk- ing þeirra á fjelagsmálum. Sú vanþekking verður ekki upprætt með stundarátaki. Ef menn vilja gerbreyta skoð- unum þessara manna, verður að breyta uppeldinu í land- inu. Eg hefi áður bent á þessa hlið í grein minni »Sam- vinnumenntun«, sem var fyrsta ádrepa í umræðum, sem standa þurfa árum saman, áður en þær bera sýnilegan

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.