Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 20

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 20
14 upp í Reykjavík, um leið og heildsalan þar er sett á stofn. Samhliða þessu mætti halda styttri námsskeið, fyrir aðra menn, sem áhuga hefðu á samvinnumálum, og láta fyrirlestrarmenn fara um landið og dreifa fræ- kornum samvinnuhugsjónarinnar bæði yfir frjóa mold og grýttan jarðveg. Verkið er mikið og ekki nema rjett byrjað enn. Stjórn sambandsfjelaganna þarf að flytjast til Reykjavíkur, og efla þar til voldugrar heildsölu fyrir allt landið. Pá ganga öll hin sundruðu fjelög í sambandið og öflugt kaupfje- lag rís upp í Reykjavík. Undir umsjón forstjóra heild- sölunnar er skóli fyrir starfsmenn samvinnufjelaganna og hinir ungu menn, sem þar nema, bera með sjer eldinn og áhugann út um byggðir og bæi hvarvetna á landinu. Samhliða þessu heldur sambandsfjelagið uppi öflugu tímariti og styður, á einn eða annan hátt, hæfilegamörg og þekkt vikublöð, til að skýra og rjettlæta málstað sam- vinnumanna. Með þessum og öðrum eðlilegum breyt- ingum, í skipulagi samvinnumanna, mundi þess ekki langt að bíða, að takmarkinu yrði náð, því takmarki: að mestöll verzlun íslendinga verði i höndum satnvinnufje- laganna. Jónas fónsson frá Hriflu.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.