Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 22
16
málastjórn *. Samvinnufjelög Dana hafa nú líka áunnið
sjer það traust og álit, að engin rödd heyrist lengur,
sem reynir að kasta skugga á starfsemi þeirra, jafnvel
ekki í blaði kauphallarspekúlantanna, »Börsen«, sem þó
lengi ofsótti fjelögin og gerði gabb að þeim.
En varla var samvinnubankinn kominn á fastan fót,
þegar samvinnumenn tóku að hugsa fyrir heilu kerfi af
lánsstofnunum, um land allt, í sambandi og samvinnu
við bankann eða sem nokkurskonar útbú frá honum.
Vinna nú danskir bændur af kappi að þessu þarfa og
friðsamlega samúðarstarfi, meðan styrjöldin æðir í öðr-
um löndum.
Ætlunin er sú, að stofna í hverri sveit eða hjeraði
samvinnusjóði eða lánsstofnanir (Andels Kreditforeninger),
sem annist um öll peningaviðskipti milli hinna smærri
samvinnutjelaga út um sveitirnar, og milli þeirra og sam-
vinnubankans.
Aðferðin er þessi: Hver fjelagsmaður í samvinnufje-
lögum hefir reikning við samvinnusjóð sinnar sveitar.
Þar færast honum til tekna allar upphæðir fyrir seldar
atvinnuafurðír hans í framleiðslufjelögunum, en til út-
gjalda upphæðirnar af innkaupum hans í kaupfjelögun-
um, og er það hlutverk sjóðanna að jafna þessar upp-
hæðir, t. d. mánaðarlega eða optar; flytja fjeð milli hinna
* Samband íslenzkra samvinnufjelaga, sem nú hefir komið á fót
skrifstofu í Kaupmannahöfn undir forustu Hallgríms Kristinsson-
ar, hefir leitað eptir föstu viðskiptasambandi og lánstrausti hjá
samvinnubankanum danska. Hefir þeirri málaleitun verið mjög
liðlega tekið af bankastjórninni, sem strax fór að leita sjer upp-
Iýsinga um skipulag íslenzkra kaupfjelága; og þótt samningum
um þetta sje skammt á veg komið, þá er nú svo komið, að
bankinn veitir móttöku allstórum upphæðum fyrir seldar vörur
S. í. S. og ávaxtar þær og greiðir svo út eptir ávísunum upp-
hæðir fyrir keyptar vörur erlendis. Er ekki vonlaust að íslenzku
kaupfjelögin, sem í sambandinu éru, geti náð hagfeldari og rýmri
viðskiptakjörum hjá þessum danska banka, en við höfum átt að
venjast. mf