Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 24
Dýrtíð og vöruverðlag.
I. Dýrtiðin.
Um ekkert mun alþjóð manna jafntíðrætt nú á dögum
sem heimsstyrjöldina miklu, sem yfir stendur, og dýrtið
þá, sem styrjöldinni er samfara. Dýrtíð þessi hefir ákaf-
lega mikil áhrif á daglegt líf og hagsæld allra stjetta,
einnig meðal hinna svo kölluðu »hlutlausu« þjóða. þetta
er einnig eðlilegt, þar sem hin vanalegu viðskipti þjóð-
anna kippast svo snöggt og stórkostlega út úr gömlum
farvegum og nýrra ráða og jafnvel bragða verður að
leita til þess að geta haldið áfram nauðsyniegum og þoi-
anlegum almennum viðskiptum. í tilefni af þessu er það
raunar álitainál, hvort nokkur þjóð, sem veruleg viðskipti
rekur á heimsmarkaðnum, er fullkoinlega »hlutlaus« í
heimsstyrjöldinni, ekki einu sinni að okkur undanteknum,
smælingjunum. En út í það efni skal eigi lengra farið á
þessum stað.
En hvað er svo dýrtíð?
Þar eru ekki allir á eitt mál.sáttir með svarið, sízt hjer
heima fyrir, þar sem viðskiptareynslan er eiginlega svo
stutt og viðskiptin við umheiminn svo fábreytt, allt að
síðustu tímum. Fyrir svo sem 80 árum gætti þess ekki
tilfinnanlega hjá almenningi hjer á landi, hvort almenn
dýrtíð var í umheiminum eða ekki. Pá bjargaðist landið
mest megnis við sín eigin gæði, En nú er öldin önnur.