Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 25
19
Almennt mun það talin dýrtíð, þegar almennar nauð-
synjavörur óg hver annar varningur, sem menn hafa
vanið sig á að fá til kaups hjá öðrum mönnum, stígur
snögglega og stórfenglega að verði.
Dýrtíð, að minnsta kosti á takmörkuðum vöruflokkum,
getur stafað af ýmsum orsökum, svo sem uppskerubresti
á ýmsum jarðargróða; stórkostlegum verkföllum meðal
útlendra verkamanna; snöggum breytingum á ýmsum
framleiðsluháttum; af ótta fyrir ófriði meðal einhverra
þjóða og nú orðið eigi ósjaldan vegna stórgróðabralls
eða stórfenglegra samtaka kaupsýslumanna.
En flest af þessu nær vanalega ekki nema til sjerstakra
greina viðskiptalífsins og á sjer sjaldan langan aldur.
Pví er það að eins almenn og langvarandi dýrtíð sú
sem nú stendur yfir, og sém nær til allra þjóða hjer í
álfu og víðar, hefir aldrei gengið yfir, svo sögur fari af.
Og aðalorsökin er heimsstyrjöldin mikla, sem aldrei fyr
hefir átt sinn líka. Og í sambandi við hina eiginlegu
styrjöld kemur sú hermálaaðferð, sem nú er viðhöfð á
ýmsum sviðum utan við ófriðarsvæðin sjálf: að hindra
sem verða má viðskipti við ófriðarríkin og í mörgum
tilfellum milli hlutlausu þjóðanna, enda bein viðskipti milli
sjerstakra ríkishluta, svo sem milli íslands og Danmerk-
ur. Ef eigi hefði viljað svo heppilega til, síðast liðið
sumar, að uppskera algengustu korntegunda varð með
einna bezta móti, t. d. hveitiuppskeran í Norður-Americu,
hefði dýrtíðin og neyð fátækrar alþýðu, nú í vetur, orð-
ið enn meiri en raun er á.
Gagnvart þeim dýrtíðarkippum, sem við höfum þekkt
á liðnum tímum, hafa menn opt fundið nokkur lækn-
andi ráð, en í þá átt reynist nú flest máttlítið, þó ýmis-
legt hafi verið reynt með dálitlum árangri, eins og síðar
mun verða vikið að.
Af því, sem nú hefir lauslega verið drepið á, má ráða
2*