Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 28

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 28
22 að, og var þó vel efnað áður. í Júlílok stóð 100 kr. hlut- eign í kr. 193'M að kauphallarmati, en 1. Okt. 1915 í kr. 2733/4. Kolafjelagshluteignin hafði á sama tíma hækkað úr 198V4 upp í 2793/4 og hjá Brennisteinssýrufjelaginu var hækkunin úr 235 upp í 323 kr. Allt eru þetta eiginlega einokunarfjelög, að méiru eða minna leyti, sem nota flutningateppuna og neyð annara til að mata krókinn. Annars eru þessi dæmi tekin af handahófi úr langri og áreiðanlegri opinberri skýrslu, þar sem allt hnígur til sömu áttar. Jafnvel íslandsbanki er látinn fljóta með og sýnir þar dálitla matshækkun, þó lítil sje móti öðrum stórlöxum og nái enn tæplega nafn- verði. Hagstofa Danmerkur hefir reiknað út að frá byrjun stríðsins til Septemberloka 1915 hafi almennar matvöru- tegundir, þar í landi, hækkað um 30%, en öll útgjöld hverrar fjölskyldu um 16%. Þetta kemur allhart niður á þúsundum fjölskyldna, sem í árstekjur hafa 1,000 kr. (til sveita) eða 1,500 kr. (í Kaupmannahöfn). Pað væri þarflegt og fróðlegt að hagstofu íslands væri veittur nauðsynlegur stuðningur til þess að koma fram með viðlíka dýrtíðarskýrslur og um árstekjur alþýðu- manna, og hjer hefir verið minnst á. Þetta ætti að vera vel framkvæmanlegt, að minnsta kosti hvað kauptún okkar snertir. Slíkt væri þýðingarmeira fyrir þjóðhagfræði okkar og skattalöggjöfina, en sumt annað, sem lagt hef- ir verið fyrir hagstofuna að semja skýrslu um, t. d. hvern- ig kohur hafa neytt atkvæðisrjettar síns í sveitamálum. * * * Hjer að framan hefir nokkuð verið drepið á það livaða stjettir manna það eru sem dýrtíðin veitir meiri og minni efnalegan hagnað í aðra hönd. En þessa geta ekki allir orðið aðnjótandi. Áhrifin verða þveröfug hjá fjölda manna

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.