Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 29
23
og þá einkum hjá þeim, sem sízt megna við slíku rönd
að reisa.
Og þessa vegna er dýrtíð jafnan talin þjóðaböl.
Veruleg og langvarandi dýrtíð kemur jafnan hart nið-
ur á þeim atvinnurekendum, sem eigi hafa til muna við
annað að styðjast en peningaborganir fyrir störf sín,
hvort sem eru óbreyttir verkamenn eða opinberir starfs-
menn. Þessir flokkar fá miklu minna af nauðsynjavörum
sínum fyrir hverja krónuna en áður var, en krónutal
launanna hækkar má ske ekki, minnkar ef til vill í sum-
um tilfellum, eða vinnu brestur með öllu. Pað er vana-
lega miklum umsvifum bundið að færa til launahæð op-
inberra starfsmanna, og launin laga sig því ekki eptir
almennum verðlagsbreytingum, þó rjettlátast hefði verið
að hafa þar verðlagsskrárgrundvöll tiltekinna almennra
lífsnauðsynja fyrir mælikvarða. Laun verkamanna hækka
að vfsu optast- nær í almennri dýrtíð, en ekki nándar
nærri að sama skapi og almenna vöruverðið. Reynslan
sýnir það, að minnsta kosti hjer á landi, að vinnulaun
eru alltaf á eptir vöruverðlagi og framleiðslunotum, hvort
sem þetta fer hækkandi eða lækkandi.
* *
*
Til þess að jafna svolítið úr þeim feykilegu misfellum,
sem nú verandi dýrtíð orsakar á högum almennings og
reyna að koma svolítið í veg fyrir fádæmagróða ein-
stakra manna, fjelaga og stjetta, en varna efnahagseyði-
leggingu og sárri neyð fjölda annara manna, hafa flest-
ar þjóðir á þessum ófriðarárum orðið að grípa til alveg
óvanalegra úrræða með áhrifum og fyrirmælum ríkis-
valdsins. Helztu og algengustu úrræðin eru þessi:
Að banna útflutning úr ríkinu ájvissum tegundum mat-
væla, sem menn almennt og daglega þurfa að nota, og
styðja yfir höfuð þá stefnu að landið bjargist, betur en
áður, við eigin gæði.
Að draga að rikisheildinni allmikinn forða af þeim