Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 33

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 33
27 löndum hefði brotið af sjer kúgunarhlekki auðvaldsins og samkeppninnar. Það var líka einmitt þess konar bylt- ing sem margir óttuðust að hlyti þá og þegar að skella yfir. Og hún hefði líklega orðið enn voðalegri en stríð- ið er nú. Árangur slíkrar byltingar hefði heldur naumast getað samsvarað hugsjónum umbótavinanna. Myrkrið grúfir enn svo þungt og fast yfir miklum þorra manna og þrælkunarblóðið er enn svo aflmikið í æðum fjöld- ans að sá hagkvæmi tími, gagnvart tilætluðum árangri, er alls ekki kominn. Eptir þessa styrjöld, sem nú er, má ætla að skipulagsumbætur á rjettlætisgrundvelli fái aukinn framgang, smátt og smátt, eða þá, ef ekki verð- ur hjá byltingu komizt, að hún geti þá orðið friðsam- legri en nú hefði mátt vonast eptir. Pessi skoðun og von er, meðal annars, byggð á þeirri óhrekjandi reynslusönnun sem heimsstríðið er meir og meir að leiða í Ijós. Sú reynsla fyrirdæmir samkeppn- ina en styður að sama skapi hugsjónagildi samvinnu- manna og jafnaðarmanna. Samhjálpin og jajnrjettið hlýtur að fá aukið fylgi, þeg- ar vábrestir styrjaldarinnar þagna. II. Vöruverðlagið. Þegar einhvern sjerstakan vanda ber að höndum er vanalega helzt leitað til þeirra manna, sem hafa það á- lit á sjer að þeir sjeu eitthvað betri, rjettlátari og máttar- meiri en almennt gerist. I yfirstandandi dýrtíð kemur þetta einnig fram gagnvart samvinnufjelögunum. Pó menn viti og viðurkenni að þau hafi lækkandi áhrif á vöruverð aðkeyptrar vöru, einnig utan við sinn sjerstaka verkahring, er samt þeim óskum beint til þeirra að auka almennu áhrifin enn meir, og færa útsöluverð varanna

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.