Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 38
32
án aðstoðar þeirra manna, sem hafa allt aðrar hagsmuna-
hvatir en neytendur, — en þó auðvitað með aðstoð sjer-
fræðislegrar þekkingar —, tekið í sínar eigin hendur,
ekki að eins innkaup og að miklu leyti framleiðslu á
nauðsynjum sínum, heldur einnig sölu á framleiðslu
samstarfsins.
Petta er takmark samvinnuhreifingarinnar, þó þetta tak-
mark liggi má ske enn í töluverðri fjarlægð. En til þess
að ná markinu verður öll starfsviðleitnin að hafa það
fyrir augum og stefna að því. Pað bráðliggur ekki á því
að ná markinu þegar í stað, og það þýðir ekkert að
ætla sjer að hafa skrefin lengri en vöxtur líkamans leyfir.
Fyrsta starfið, sem miðar sig við markið, er þá það,
að gera alþýðu manna það skiljanlegt, að vegurinn til
þess að endurbæta þau úreltu atriði, sem nefnd hafa
verið og veita fjöldanum aptur meiri hagsæld og betri
lífskjör, er sá, að menn snúi sjer alvarlega að samvinnu-
fjelögunum, snúi sjer að samstarfinu, til þess að efla
hagsmuni framleiðenda og neytenda. Á því ríður afar-
mikið að menn skilji þetta rjettilega. Og í þessu augna-
miði þarf það því að kóma glögglega í Ijós, fyrir allan
almenning, hver þau gæði eru, sem ávinnast með því
að taka þátt í þessu samstarfi, og að þau gæði geti menn
eðlilega fengið í enn ríkulegri mælir, ef menn almennt
snúa sjer að sama ætlunarverki.
Það væri aptur þar á móti beinlínis að svikja málstað
samvinnufjelaganna, ef stjórnendur þeirra, með tilliti til
fyrnefndrar kröfu um verðlagslækkanir færu að kasta
dularblæju yfir árangur samvinnustarfsins, gagnvart þeim
mönnum, sem standa utan við .fjelögin. Pað verk væri
alveg sama og sjálfsmorð, ef innkaupafjelögin færu eptir
utan að komandi hvötum í því efni, að úthluta vörunum
með svo lágu verðlagi, að enginn ágóði yrði í aðra hönd.
F*á yrði ekki heldur neitt í afgangi til að efla varasjóðinn
og með því væri fótunum kippt undan framtíð fjelaganna,