Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 41

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 41
35 vörukaupin. En þegar það nú kemur í ljós, að það eru injög margir landbúnaðarmenn, sem ekki þykjast þurfa á þess konar sparnaði að halda, þá er það að vísu gleði- legur vottur um góðan efnahag danskra landbúnaðar- manna, en á hinn bóginn getur þessi aðferð gefið til- efni til ýmislegra efasemda um það, að hagfræðislegur skilningur sje í bezta lagi hjá talsverðum hluta þjóðar- innar. * * * Nei, það verður aldrei nógu sterklega brýnt fyrir sam- vinnufjelagsmönnum að eitt þýðingarmesta grundvallar- atriði samvinnustarfseminnar, í innkaupafjelögunum, er: Vöruúthlutun eptir dagverði. þessu grundvallaratriði var slegið föstu al brautryðjendunum: vefurunum í Rochdale, og eptir þeirra fordæmi, og eptir allri reynslu síðari tíma er þetta gert að föstu meginatriði í samvinnustarfseminni um allan heitn * og viðhald þess er skoðað sem skilyrði fyrir vexti og framsókn innkaupasamvinnufjelaganna. Til- raun til aD róta við þessu gfrundvallaratriði er því tilraun til að kollvarpa einni máttar- stoð samvinnumálsins. Eflaust er það samt svo, að sumir þeirra manna, sem eru að reyna þetta, eru ekki óvinir samvinnumálsins í sjálfu sjer, en þeir gera mál- efninu bjarnargreiða. Pað voru alls ekki vefararnir í Rochdale, — eins og sumir ætla —, sem stofnuðu fyrsta fjelagið til sameig- inlegra vöruinnkaupa. Ress konar fjelög höfðu áður ver- ið til um langan tíma. En þessi eldri fjelög hvíldu ekki á þeim grundvallaratriðum, sem gætu veitt þeim lífs- gildi, og þau hrundu því öll í mola. Hreifingin fjekk ekki lífskrapt, fyr en vefararnir í Rochdale árið 1843settu • Undantekningar eru: meiri hluti íslenzkra kaupfjelaga. Ritstj. 3*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.