Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 42
36
eptirfylgjandi grundvallaratriði sem órjíifanleg lögmáls-
boðorð fyrir innkaupafjelag sitt:
1. Vöruúthlutun eptir dagverði.
2. Úthlutun ágóðans, til fjelagsmanna, eptir hlutfalli
við vörukaup þeirra.
3. Hrein borgun við afgreiðslu vörunnar.
Innkaupasamvinnufjelögin í Danmörku hafa beðið mik-
ið tjón við það að syndga á móti grundvelli síðasta
boðorðsins. Pess konar syndir hafa komið sumum fje-
lögunum á kaldan klaka og skaðað öll þau fjelög, þar
sem mikið hefir verið um lánveitingar. Lánveitingar veikja
dönsku samvinnufjelögin og minnka árangur þeirra. En
því síður þola fjelögin það að fleiri meginstoðum sam-
vinnumálsins sje burtu kippt.
Jeg gæti, að öðru leyti, komið fram með miklu fleiri
ástæður fyrir því, að ekki megi víkja frá grundvallarat-
riðinu: Úthlutun eptir dagverði. Og hver einstök af
þeim ástæðum ætti að duga til að sýna það, að óheppi
legt er að víkja frá reglunni. En þær ástæður hafa bæði
verið bornar fram af stjórn samvinnufóðurkaupafjelag-
anna og af ritstjóra samvinnublaðsins, og því vil jeg
ekki vera að endurtaka þær.
Severin Jörgensen.
Eins og fyr er vikið að, kemur hjer það sama fram og
ritað er um í Tímaritinu f. á., þó Severin Jörgensen taki
eðlilega í strenginn af meiri skarpleik og þekkingu en
ætlast má til af ritstjóra þessa tímarits. Málinu, um verð-
lagsaðferð ýmsra kaupfjelaga okkar, verður haldið vak-
andi í Tímaritinu framvegis, en þetta verður að nægja
að sinni, eða má ske þangað til meðhaldsmenn gömlu
verðlagsaðferðarinnar koma fram með sínar málsvarnir.
5. /.
----------------