Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 44

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 44
38 að allir menn geti verið sem farsælastir, hvar sem er í heiminum, þá er það eðlilegt og algengast að umhyggja og árnaðaróskir beinist frekar að samlöndum manns en fjarskyldum þjóðum. Þess vegna fylgir og sjerstaklega hlýr hugur þeim löndum okkar, sem leita gæfunnar handan við hafið, þó við vitum að kynslóð þeirra hverfi fljótlega úr tölu íslendinga. Hinir, sem ekki flytja sig lengra en áð hafinu, hafa þó enn mesta hluttekning þeirra, sem eptir sitja heima. F’eir eru ekki horfnir okkar fámenna þjóðflokki. F*ar er enn kostur á margháttuðu samstarfi í almennum málum, á öllum línum, frá dala- botnum að sjávarsöndum, og einnig úti á hafinu sjálfu umhverfis annes og voga. En meðai þessara nýju stjetta í kauptúnunum eru það aptur einkum tveir flokkar, sem standa okkur landræktarmönnum einna næst, sökum þess að eðli og framkvæmdir starfanna er með svo miklum skyldleik við okkar líf. F*essir flokkar eru hásetar og verka- menn. Iðnaðarmenn standa okkur tæplega eins nærri. F*eir eru ekki »útimenn« eins og hinir; hugsunarhættir og lífsskoðanir mótast þar því nokkuð á annan hátt, og svo getur þjóðin frekar komizt af án framleiðslu þeirra en hinna. í flestum stærri kauptúnum okkar munu þessir tveir flokkar: hásetar og verkamenn, mynda yfir helming fólks- tölunnar, með fjölskyldum sínum, og árlega fólksfjölg- unin mun vera mest í þeim stjettum. Hvernig er svo daglega lífið og framtíðarhorfurnar í þessum stjettum? Ár frá ári krefur þessi spurning vaxandi athugunar, bæði innan stjettanna og utan þeirra, eigi að eins vegna fólksfjölgunarinnar sjálfrar, svo þar af leiðandi er um hagsmuni fleiri manna að tefla, heldur engu síður vegna hins, að í bæjunum hjá okkur sækir hröðum fetum í sama horfið og í bæjunum erlendis: að djúpið er alltaf að vaxa milli auðsa/ns og örbirgðar. Verkamannastjett okkar hefir, fram undir allra síðustu

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.