Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 46

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 46
40 Næstu stigin eru þá: að innleiða almenna samábyrgð- artilfinning og stofna ýmis konar samlagsfyrirtœki (starfa »solidariskt« og »cooperativt«). Til hins fyrra heyrir það, fyrst og fremst, að samá- byrgðartilfinningin sje dróttnandi lögmál í vitund og verkum fjelagsmanna sjálfra í eigin fjelagsmálum, og svo hitt jafnhliða, að láta eigi sitja við það að kveina og kvarta með hendur í skauti, heldur þvert á móti festa sjónir á því, að þjóðfjelagsleg samábyrgð hvílir á öllum stjettum og hverjum einstökum manni, undantekningar- laust, sú ábyrgð, að beita í því efni kröptum sínum, og það á sem rjettlátastan hátt. í þessum tilgangi eiga fjelögin að leitast við að koma sínum hæfustu mönnum að þátttöku í almennum mál- um, bæði í smærri og stærri verkahring, ekki að eins til að verja rjettindi sín, heldur engu síður til hins að taka sinn þátt i ábyrgðinni á meðferð almennra málefna, og efla rjettan skilning á þörfum sinna stjetta og á þann hátt fá framgengt þeim opinberu umbótaráðum, sem bezt við eiga. í þess konar opinberu samstarfi getur stjetta- rígurinn minnkað, skyldur og rjettindi haldizt í hendur, gagnvart öllum stjettum, betur en ella, og verkamaður- inn notið sín. Sá mzgmkraptur, sem heldur mannlífinu við, og veitir því unað og fegurð, liggur í vinnunni, og þar getur líka valdið verið, ef rjett er að farið. Öll samandregin auðsöfn heimsins gætu ekki megnað að taka saumnál upp af gólfinu og leggja hana á borðið, án aðstoðar mannshandarinnar eða mannlegrar vinnu, og svo er um hvað annað, þó stærra sje. Látlaus og vaxandi viðleitni jafnaðarmanna og verka- manna erlendis, nú á dögum, hnígur því, samkvæmt framan sögðu, að því ráði að koma sínum mönnum á framfæri í þátttöku opinberra málefna. í nánu sambandi við samábyrgðartilfinninguna og satn- hliða henni er svo hið verklega samstarf alþýðunnar,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.