Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 47
41
sem tekur í eigin hendur (»cooperativt«) ýmsar starfs-
greinar, sem utanflokksmenn höfðu áður haft með hönd-
um, og stundum misbeitt þar herfilega aðstöðu sinni. í
þessu efni eru þá hin sjerstöku samvinnufjelög tekin til
fyrirmyndar. Frásagnir og skyringar um þess konar starf-
semi flytur Tímaritið svo iðulega, að þar þarf eigi við
að bæta í þessu sambandi. Að eins skal það tekið fram,
að meðal jafnaðarmanna fær nú sú skoðun aukið fylgi,
að hin frjálsa samvinnustefna muni eins fljótlega geta
leitt að markmiðum þeirra, sem hin upphaflega »ríkis-
jafnaðarstefna« og að minnsta kosti verði jafnaðarmenn
að tileinka sjer margt af hugmyndum samvinnumanna
og frainkvæma þær. Reynslan sje svo látin skera úr hvor
stefnan verði ráðandi með tímanum, en trúlegast sje að
hvor bæti aðra upp að ýmsu leyti, og báðar renni svo
saman að lokum.
* *
*
Það er auðsjeð að verkamannafjelögin, hjer á landi,
eru nú á síðustu tírnum farin að stefna nokkuð til sömu
áttar og erlendu fjelögin: setja markið hærra og fjölga
verkefnum, fram yfir það, sem til var stofnað í byrjuninni.
Flokkarnir eru byrjaðir á því að koma sínum skoðun-
um og kröfum á framfæri með kjörnum fulltrúum í sveita-
og bæjastjórnir. Og eptir næsta kosningatímabil til al-
þingis má einnig vænta að þeir eigi sjerkosna fulltrúa á
alþingi.
Verklega samstarfið er einnig í undirbúningi. Innan
skamms verður líklega stofnað kaupfjelag í Reykjavík af
iðnaðarmönnum, hásetum og verkamönnum í bænum.
En fyrsta framkvæmdarskrefið í þessa stefnu tekur verka-
mannafjelagið á Akureyri, sem nýskeð hefir stofnað þar
kaupfjelag, út af fyrir sig. í Hafnarfirði hefir að vísu ver-
ið staríandi kaupfjelag nokkur ár, en það er fyrir bæinn
í heild sinni en engin flokksstofnun. Verkamenn Akur-
eyrar ríða því á vaðíð með samvinnufyrirtæki fyrir fjelag