Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 48
42
sitt. Eiga þeir þökk skylda frá samherjum sínum og fleir-
um. En vandi mikill hvílir og á þeim með fyrirtæki sitt.
það þarf að verða til lofsverðrar eptirbreytni en ekki til
fráfælingar, um lengri eða skemmri tíma. Timaritið óskar
þessu nýja fjelagi góðs gengis í framtíðinni.
Um kaupfjelag þetta er auðvitað lítið að segja, enn
sem komið er. F*að var stofnað seint í Nóvember f. á.,
sem framhald af pöntunarsamtökum verkamanna s. á.
Verkamenn höfðu á árinu útvegað sjer vörur fyrir rúm-
ar 50 þús. kr., þar af voru kol fyrir 22 þús. kr. og hitt
matvörur fyrir' nær því 30 þús. kr. Samanborið við verð
hjá kaupmönnum í bænum, á samskonar vörum á sama
tíma, varð hreinn ágóði af fjelagskaupunurn 7 þús. kr.
og dregur fátækum fjölskyldumanni um minni hundraðs-
ágóða í kaupum óhjákvæmanlegrar nauðsynjavöru. Petta
hefir numið um 70 kr. á hvern fjelagsmann.
Fjelagið hefir sétt sjer lög og taldi 110 fjelagsmenn 1.
Febr. þ. á. Stefnan verður fyrst um sinn sú, að panta
fremur fáar tegundir nauðsynjavöru, og afhenda svo vör-
urnar með sem minnstum kostnaði, að eins mót borg-
un út í hönd. Til varasjóðs á að leggja 2 °/o af allri inn-
fluttri vöru, með áföllnum kostnaði. Stofnsjóðsframlag
er ekkert. Inngangseyrir er 1 kr. sem rennur í varasjóð.
Fjelagið skiptist í deildir; hefir hver deildarstjóri reiknings-
hald fyrir sína deild og ábyrgist vörur deildarinnar eptir
móttöku. Fjelagið er »solidariskt« í heild sinni.
Oangi starfsemi þessa nýja fjelags viðunanlega, má ætla
að vaxandi samvinna komizt á milli þess og hins sterka
Kaupfjelags Eyfirðinga á Akureyri, enda líklegt að þess
konar samvinna sje eitt af þroskaskilyrðum nýja kaupfje-
lagsins. Verkamenn á Akureyri hafa samt eigi, að svo
stöddu, viljað ganga beinlínis í Kaupfjelag Eyfirðinga —
sem að mestu leyti er bændafjelag —, heldur kosið að
prófa sína eigin krapta. Báðum megin verður samt vel
að gæta þess, að eigi komi fram rígur eða kapp milli
fjelaganna, því það yrði þeim báðum til skaða.