Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 51
45
Eptir venju fiytur Tímaritið skýrslu um sláturfje K.
Þ. Sje þessi skýrsla borin saman við eldri skýrslur,
sama efnis, er mestur mismunurinn fólginn í því, hversu
sláturfje fjelagsins hefir langmest fjölgað á síðasta ári.
Til þess liggja ýmsar ástæður, en þó einkum þessar:
útflutningur lifandi sauðfjár er hættur, fjenu hefir stöð-
ugt fjölgað á fjelagssvæðinu, verðlag sláturfjárafurða var
álitlegt í haust en heyfengur eptir sumarið sumstaðar
með rýrara móti, og loks má telja það, að allt af hneigj-
ast fleiri og fleiri að því að verzla með sláturfje sitt í
fjelaginu.
Aðsókn til fjelagsins með sauðfje var meiri en svo að
hægt væri að veita því öllu móttöku, sem fram var boð-
ið, nema þá til þess að sláturtíðin gengi of langt fram
á haustið. Er nú ráðgert að kaupfjelagið auki, á þ. á.,
húsrúm siít til sláturfjármóttöku, að svo miklum mun, að
líklegt þyki að dugi fyrst um sinn. í raun rjettri þyrfti
að auka móttökuáhöldin meira en um helming, því enn
sem komið er mun fjelagið eigi fá nema um helming
þess sauðfjár, sem látið er burtu frá búunum. En mark-
ið á að vera það, — hjer sem annarstaðar —, að fjáreig-
endur hafi eindreginn fjelagsskap, milliliðalausan, með
alla sauðfjársölu sína til frálags að haustinu til. Að öll-
um líkindum heldur sauðfjárfjölgunin áfram, um óákveð-
inn tíma, því aukin grasrækt og vaxandi heyafli, sem á-
reiðanlega á sjer stað, gengur aðallega til þess, að tjölga
sauðfjenu, meðan markaðsverð breytist ekki stórkostlega.
Eldra sauðfje fjelagsins reyndist tæplega í meðallagi í
haust til frálags, en dilkar rýrari en nokkru sinni fyr.
Nokkuð fór þetta eptir misjöfnum sumarhögum. Sumir
afrjettir voru mjög þurrir og illa grónir um sumarið, og
einmitt á sömu lendum voru nýreistar girðingar, sem
ærnar hnöppuðust við. Af þessum ástæðum urðu fram-
farir lambanna minni.
Pó að sauðfje væri látið með mesta móti í haust, til