Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 56

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Qupperneq 56
50 p. t. Reykjavík, 27. nóvember 1915. Herra borgarstjóri. Enda þótt oss undirritaða skorti myndugleika til þess, að geta með fullkomnu umboði, samið á nokkurn hátt um það mál, sem oss langar til að rita yður um með brjefi þessu, þá langar oss þó til að hreifa því, sem væntanlegum lið í þeim fjelagsskap, er vjer nú viljum skýra yður frá: Á næsta ári eru líkindi til að komið verði á fót, sam- bandi á milli kaupfjelaga og ef til vill annara samvinnufje- laga hjer sunnan- og vestan lands, með líku sniði og Samband íslenzkra samvinnufjelaga norðanlands. Ef það lánast að sameina helztu samvinnufjelögin á nefndu svæði, í eitt sambandsfjelag í náinni framtíð, sem góðar horfur eru á, þá mun fyrsta áhugamál þessa fjelagsskap- ar verða það, að koma upp sameiginlegum innkaupakont- ór útlendrar vöru hjer í Reykjavík, ásamt vörugeymslu- húsum í samvinnu við S. í. S. og að líkindum í sam- bandi við núverandi ráðanaut íslenzkra samvinnufjelaga. Er oss fyllilega Ijóst, hversu mikla þýðingu það gæti haft fyrir þrif og gengi slíks fyrirtækis, að fá afnotarjett húsa eða lóða á heppilegum stað hjer við höfnina, er hún verður fullgerð. Af því vjer óttumst að sá fjelags- skapur, sem vjer höfum stuttlega skýrt yður frá, verði ef til vill ekki fullmyndaður, þegar Reykjavíkurbær fer að leigja út lóðir, eða hús og lóðir við höfnina, til afnota fyrir stórkaupaverzlanir, eða gefa fyrirheit um það, þá leyfum vjer oss nú þegar að fara þess á leit við bæjar- stjórn Reykjavíkur, að hún gefi væntanlegu sambands- fjelagi kost á lóð, á sem allra heppilegustum stað. Ber- um vjer það traust til bæjarstjórnarinnar, að hún muni láta slíkan fjelagsskap, sem hjer ræðir um, ganga fyrir prívatatvinnurekendum í þessu efni. Af því vjer, að svo stöddu, höfum engan myndug- leika til að semja um neitt í þessu efni, eins og hjer að framan er skýrt frá, leyfum vjer oss að biðja yður, hátt-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.