Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 57

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 57
51 virti herra borgarstjóri, að leggja þetta brjef ekki fyrir bæjarstjórnina, að svo komnu, og ekki fyr en henni fara að berast erindi frá öðrum í þessa átt, þannig að ákvörð- un verði tekin um lóðirnar. Ástæðan til þess að vjér ritum yður þetta brjef nú þegar er sú, að vjer óttumst að stærri umboðsverzlanir og kaupmenn bæjarins muni sitja um að ná, svo fljótt sem unnt er, haldi á hagkvæmustu lóðum við höfnina, og þá sje áríðandi fyrir oss að láta yður vita fyrirætlun vora í þessu efni í þvf trausti að þjer hafið oss í hyggju á sínum tíma. Með mikilli virðingu. Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Runólfsson, form. Kaupfjel. Hvammsfjarðar. form. Kaupfjel. Borgfirðinga Guðmundur Guðmundsson. Helgi /ónsson. Fleiri mál voru ekki tekin til umræðu á fundinum. 5. B. Runólfsson. V. Bendingar. 1. Næsti aðalfuridur Sambandsins verður haldinn á Akureyri, ef til vill nálægt vetrarlokum þ. á., eða svo snemma að erindisreki Sambandsins geti verið á fund- inum, áður en hann fer aptur til útlanda, eptir væntan- lega hingaðkomu nálægt miðjum Marz þ. á. Mörg mik- ilvæg framtíðarmál verða til umræðu á fundinum. Er því nauðsynlegt að deildir Sambandsins láti sem flesta fulltrúa sína mæta á fundinum. Einnig ætti vel við að ýms samvinnufjelög, utan Sambandsins, sendu mann eða menn á fundinn, til að kynnast málefnum og stefnu Sambandsins, þó eigi verði þá þegar óskað eptir inn- göngu. Fundurinn verður boðaður símleiðis í tæka tíð.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.