Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 26

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 26
20 Tíraarit íslanskra samvinnufélaga. undan, hljóta verkefni þessa skóla hér á landi að vera tvö: 1. Að veita liæfilega mörgum mönnum sérfræðslu svo að þeir geti unnið að verslunarfyrirtækjum samvinnu- manna, eða öðrum framkvæmdum þessa félagsskapar, t. d. iðnaði, liúsagerð, lánsfélögum o. s. fr. 2. Að auka þekkingu manna á sögu, séreinkennum og framtíðarmöguleikum þessarar umbótahreyfingar. Þá fræðslu má veita með mörgu móti, með skólanámi, náms- skeiðum, námsfélögum, farandfyrirlesurum, bókasöfnum o. s. frv. Frá því fyrst að Samvinnuskólinn byrjaði, hefir þeim, sem rnest unnu að skólanum, verið það ljóst, að verk- efnin eru tvö. Fræðsla fyrir starfsmenn félaganna og fræðsla fyrir félagsmenn yfirleitt. Aftur á móti hafa ýmsir aðrir, einkum andstæðingar samvinnustefnunnar, álitið að skólinn væri og ætti aðeins að vera verslunarskóli. Kaup- menn hefðu slíka kenslu í sínum skóla, og þyrfti ekki annara vitna við. En þetta er bygt á tvöföldum misskilningi. Pyrst alveg gengið fram hjá hinni almennu félagsmálafræðslu. í öðru lagi gert ráð fyrir að forstöðumenn samvinnu- fyrirtækja þurfi ekki á öðru en kaupmannsvenjum og þekkingu að lialda. Almenna hliðin verður jafnan mesta og erfiðasta við- fangsefnið. Ef samvinnan á að geta lyft íslensku þjóðinni úr basli og niðurlægingu til andlegs og fjárhagslegs sjálf- stæðis, þá verður það eingöngu með þeim hætti, að í landinu séu jafnan margir borgarar, karlar og konur, vel mentir að því er snertir félagsmál. Einstöku menn afla sér góðrar og jafnvei ágætrar þekkingar í þeim efnum með sjálfsnáiui. En sú leið er samt erfið öllum þorra manna. Til að létta fyrir slíku námi þarf aðvera til í landinu félagsmálaskóli, með mismunandi deildum, þar sem tekið sé tillit til misjafnrahæfileikaog fjárhags, þ. e. styttri námstíma fyrir þá, sem ekki geta sint skólagöngu nema í hjáverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.