Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 31

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 31
25 Timarit ísleiiskra samvinnufélaga. nokkur grein fyrir síðari liðnum, af því að þar er um nýja aðferð að ræða í kenslu hér á landi. Islendingar hafa átt tvö glæsileg tímabil í bókmentum. Fornöldina, þegar eddurnar, íslendingasögurnar Ileims- kringla og Sturlunga eru ritaðar, og nýju bókmentirnar, sem í raun réttri endurvakna með Hallgrími Péturssyni og síðar með Bjnrna og Jóiiasi Hallgrímssyni. Skilningur og þekking á innlendum bókmentum hefir verndað ís- lenskuna á liðnum öldum, frá glötun og þroskað fegurðar- smekk alþýðu á Islandi. Vegna hinna innlendu bókmenta á þjóðin nú hægra með að vinna ný lönd í heimi listanna. En á síðari tímum hefir þekkingu landsmanna á þeirra eigin bókmentum hnignað. Skólarnir hafa ekki getað hamlað upp á móti þessari hnignuu. Allur þorri Islend- inga les lítið bæði hin fornu og nýju gullaldarrit. I annari deild Samvinnuskólans verður næsta haust byrjað á nýrri kensluaðferð til að bæta úr þessu. Þar verður kent um íslenskar bókmentir í tvennu lagi og af tveim mönnum. Pyrst verða haldnir nokkrir yfirlitsfyrir- lestrar um hinar fornu og nýju bókmentir. Gert hið sama fyrir nemendur, eins og þegar kunnugur maður sýnir ferðamanni aðaleinkenni á óþektu landi fram undaii, ofan af háu fjalli. Síðan taka nemendur að lesa fornsögurnar, Heimskringiu og Sturlungu, og úrvalsrit og kvæði nýju bókmentanna, eins og lestrarfúsir menn lesa hrífandi skáld- sögu. Einn les í dag þetta, annar hitt. En á vetrinum er farið yfir alt hið helsta í íslenskum bókmentum. Síðan hafa kennararnir samtalstíma og samlestur um efnið. Til- gangurinn sá, að auka með þessari kenslu vald yfir mál- inu, en þó einkum smekk fyrir fegurð og snild í listum. Kensla i almennri listasögu er áframhald í sömu átt. Tilraun hefir verið gerð i smáum stíl, með þessa kenslu í vetur, og gefist vel. Verði reyndin hin sama framvegis, getur varla farið hjá því, að þessi kensluað- ferð verði tekin upp í héraðsskólunum, og ef til vill fieiri skólum hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.